Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.1996, Qupperneq 6

Víkurfréttir - 09.05.1996, Qupperneq 6
MUNDI a f^i irsi 01 p1 ^ Viðtalstímar alla þriðjudaga kl. 09:00-11:00 á bæjarskrifstofunum aö Tjarnargðtu 12, llhæð, sími 421-6700. Bæjarstjóri. Útgefandi: Víkurfréttir hf. Kt. 710183-0319 Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 421-4717 og 421-5717. Box 125, Keflavík. Fax 421-2777. Bflas. 853-3717. Ristjóri og ábm.: Páll Ketilsson, heims. 421-3707 og GSM 893-3717. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heims. 422-7064 og bflas. 854-2917. Auglýsingadeild: Inga Brynja Magnúsdóttir. Víkurfréttum er dreift ókeypis um öll Suðurnes. Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. Aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Stafræn útgáfa: http://www. spomet.is/vikur ff Netfang/rafpóstur: vikurfr@spomet.is Eftirprentun, hljóðritun, notkun ljósmynda og annað er óheimilt, nema heimildar sé getið. Útlit og auglýsi ngahönnun: Vfkurfréttir hf. Umbrot, filmuvinna og prentun: Stapaprent hf. s. 421-4388. Húsanes hf. vill á SamkaupssvæOið -á enn eftir að deiliskipuleggja svœðið Það eru fleiri aðilar en Hagkaup sem girnast lóðir á Samkaupssvæðinu eins og það hefur verið kallað og hefur Húsanes hf. ítrekað umsókn sína um lóð undir verslunar- og þjónustukjarna á því svæði. Svæðið hefur verið til umræðu hjá bæjar- stjóm Reykjanesbæjar en það hefur enn ekki verið deiliskipulagt og eru uppi hug- myndir urn að þar rísi nýr miðbæjarkjami Reykjanesbæjar. Skipulags og tækninefnd hefur óskað eftir nánari upplýsingum frá Húsanesi hf.og segist tilbúin í viðræður unt málið. A sama tíma hafnar nefndin umsókn Ævars Ingólfssonar um lóð á sama svæði til byggingar bflasölu. Ami Ingi Stefánsson í skipulags og tækninefnd sagði í samtali við blaðið sl. þriðjudag að nefndin vildi skoða þennan möguleika þó hann yrði ekki endilega á umræddri lóð. „Húsanes hf. hefur áður sýnt áhuga á þessari lóð. Það hafa verið gerð frumdrög að deiliskipulagi og viljum við fá að sjá hvaða óskir em um svæðið og deiliskipu- leggja út frá því. Við verðum líka að skoða markaðinn og ekki einskorða okkur við fastar hugmyndir og því er gott að fara í viðræður við menn“, sagði Ámi Ingi. Ennfremur ítrekaði hann að þarna væri unt gífulega stórt svæði að ræða. Málið var rætt á Bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar sl. þriðjudaginn og lögðu Sólveig Þórðardóttir (G) og Jóhann Geir- dal (G) fram bókun um málið. Vísuðu þau til fyrri umræðna um þetta mál í bæjar- stjórn og ítrekuðu að svæðið væri ekki deiliskipulagt. Segir í bókun að eðlilegt sé að efnt verði til hugmyndasamkeppni um deiliskipulagninguna og notkun á þessu svæði. Gildi svæðisins fyrir íbúa hafi auk- ist eftir sameininguna og gefist þarna tækifæri á að tengja byggðarkjama saman á skemmtilegan og gagnlegan hátt. ♦ Bræðurnir Vignir og Andrés Arnarsynir í kjötbúðinni sem verður opnuð á föstu- daginn. Með þeim á myndinni er dóttir Vignis, Magnea Rún. Kjötbúrið opnar verslun á Hafnargötu Bræðumir Vignir og Andrés Arnarsynir sem em eigendur kjötvinnslunnar Kjötbúrs- ins vinna nú hörðum höndum að lokafrá- gangi nýrrar kjötverslunar við Hafnargötu sem mun verða opnuð á föstudaginn kl. 11.00. Þeir hafa rekið kjötvinnsluna undan- farin 3 ár og selja aðallega kjöt til veitinga- staða og verslana. Þetta framtak þeirra nú er gamall draumur og er verslunin sú eina sinnar tegundar á svæðinu. Þarna mun verða á boðstólum úrval kjötrétta, bæði grillkjötréttir, pönnuréttir, Nautasteikur og fleira. Einnig verður boðið upp á góð krydd frá fáum aðilum þ.á.m. þeirn bræðmm og Pottagaldri. Vignir segir þá bræður hafa upprunalega byijað í þessum rekstri sem hobbíi en síðan hafi fyrirtækið farið ört vaxandi. Einn vaxt- arbroddurinn er þessi nýja kjötverslun sem er með þýsku ívafi. „Eg er mjög Þýska- landssinnaður og þar er mikil hefð fyrir slíkum kjötbúðum. Eg hef verið þar á nám- skeiðum og er nýkominn af einu sem ég fór á til þess að fullvissa mig um að ég væri að gera rétt“. Viðskiptavinir Kjötbúrsins geta fengið álegg skorið niður eftir pöntun auk þess sem þeir rnunu bjóða unnar kjötvömr sem þeir vinna ekki sjálfir frá Höfn hf. á Selfossi. Einnig munu bræðumir flytja inn kjötvömr frá Frakklandi í samstarfi við fyr- irtækið Gallerí Kjöt í Reykjavík. „Þetta verður ekki eins og að labba inn í hefðbundna matvörubúð" sagði Vignir, „Þama verður allt á boðstólum sem þú get- ur hugsað þér í kjötborði. Einnig munum við veita fólki ráðleggingar". Kjötbúrið verður opið alla daga til kl. 19.00 og um helgar til 18.00. Á opnunardaginn verður boðið upp á grilltilboð. Nauðgun kœrð til lögreglunnar í Keflavík: Varnarliðsmaður hafði mök við 15 ára stúlku Meint nauðgun hefur verið kærð til Iögregl- unnar í Keflavík. Atburðurinn átti sér stað í Innri-Njarðvík um síðustu helgi. Málsatvik em þau að tuttugu og sex ára gamall vamar- liðsmaður hafði mök við fimmtán ára gamla stúlku úr Keflavík í aftursæti bifreiðar fyrir utan hús í Innri-Njarðvík. Vamarliðsmaður- inn og stúlkan vora bæði á leiðinni í sam- kvæmi sem stóð yfir í Innri-Njarðvík og hafði stúlkan fengið far með bifreið Vamar- Iiðsmannsins. Stúlkan var ölvuð þegar meint nauðgun átti sér stað og er vamarliðs- maðurinn sagður hafa nýtt sér ástand stúlkunnar til verknaðarins.. Að sögn lög- reglu hefur vamarliðsmaðurinn verið tíður gestur í skemmtanalífi Keflavíkur. Hann var handtekinn eftir meinta nauðgun og er nú í vörslu herlögreglunnar á Keflavíkurflug- velli. Tjarnaskoðun á Fræðasetrinu Fjölskyldur í Sandgerði hafa þessa dagana fagnað sumri í Fræðasetrinu í Sandgerði með tjamaskoðun. Hafa böm og fullorðnir notið þess saman að skoða allt það líf sem býr í tjömunum og tekið með sér sýni í Fræðasetrið sem býður upp á víðsjár til skoðunar. Áfram er boðið upp á fastar sýningar í keij- um og búram og er fuglasýning setursins miðuð við þennan árstíma. Opnunartími um helgar er frá kl. 13.00 til 17.00. Fuglaskoðun á Fitjum Sunnudaginn 12. maí efnir Fuglavemdarfé- lagið til fuglaskoðunar á Njarðvíkurfitjum. Hefst skoðunin kl. 10.30 og stendur yfir í um tvær klukkustundir. Farið verður frá steypustöðinni í Ytri-Njarðvík og gengið þaðan yfir í Innri-Njarðvík. Að fuglaskoðun lokinni verður drukkið kaffi í Stekkjarkoti við Fitjar. Fuglavemdarfélagið hefur heyrt að leiran kynni að vera í hættu vegna yfirvofandi framkvæmda og leggur þunga áherslu á vemdun leirunnar og umhverfis hennar. Tel- ur félagið svæðið ómetanlegt þar sem það fóstrar ríkulegt lífríki í þéttbýli og er gildi þess fyrir fugla og menn mikið. 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.