Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.1996, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 09.05.1996, Blaðsíða 3
Unga fólkið undir eftirliti í miðbœ Keflavíkur: Áberandi ölvun 14-15 ára unglingsstúlkna - eins og grófustu sjóarar, segir lögreglan Lögreglan í Keflavík hefur síðustu helgar og þau kvöld sem skemmtistaðir hafa verið opnir frameftir haft sérstakt eftirlit með unga fólkinu í miðbæ Keflavíkur. Að sögn Karls Hermannssonar, aðstoð- aryfirlögregluþjóns, hafa ung- lingsstúlkur, 14-15 ára gaml- ar, vakið atygli lögreglu- manna fyrir hátterni sitt. „Ölvun stúlknanna hefur ver- ið áberandi og þær hafa jafn- vel hegðað sér eins og gróf- ustu sjóarar hér áður fyrr,“ sagði Karl í samtali við blað- ið. Lögrelan hefur haft af- skipti af þessum stúlkum. Lögreglan þurfti einnig að hafa afskipti af 15 ára gamalli stúlku við Fagragarð í Kefla- vík aðfaranótt sunnudags. Hún var ölvuð og hafði einnig tekið inn töflur. Nágrannar urðu varir við öskur frá stúlkunni og voru bæði kölluð til lögregla og sjúkrabíll. Dælt var upp úr stúlkunni og hún flutt á Sjúkrahús Reykjavíkur til frekari rannsóknar. GARDAUÐUN Guðm. Ó. Emilssonar Nú er tími vorverkanna. Klippi tré og runna, hreinsa úr beðum, kantsker o.fl. Býð einnig upp á sumarúðun Ivarist þó ótímabæra og jafnvel óþarfa úðun) svo og úðun gegn hinum hvimleiða roðamaur. UPPL. I SIMUM 893 0705 & 421 2639 ÞEKKING - REYNSLA - ÞJÓNUSTA augl5>una ♦ Hópurinn sem tók þátt í keppninni í FS um síðustu helgi. Fyrsta suöukeppnin í fnamhaldsskóla Fyrsta keppnin á framhaldsskólastigi í suðu fór fram f Fjölbrautaskóla Suðumesja um síðustu helgi. Tugur nemenda tók þátt í keppninni enda til mikils að vinna. Landsbanki fslands gefur sigurvegaranum 50.000 krónur en einnig em vegleg verðlaun fyrir annað og þriðja sætið. Keppn var í þremur mismunandi suðum. Logsuðu með teini, rafsuðu og hlífðargassuðu. Keppt var bæði í gæðum og tíma. Allar suður verða sjónskoðaðar og þær þrjár bestu röntgen- myndáðar. Urslit verða kunngerð við útskrift 24. maí næstkomandi. Opinn fundur um sjávarútveg Þingmennirnir Hjálmar Árnason og Magnús Stefánsson boöa til opins fun- dar um sjávarútveg sunnudaginn 12. maí kl. 16 - 18 í Framsóknarhúsinu við Hafnargötu (við hliðina á Glóðinni). Fundarefni m.a: síldarsamningar, staða vertíðarbáta, halda krókasamningarnir? línutvöföldun Fundurinn er öllum opinn Starfsmannafjöldi Reykjanesbœjar: Ekki fækkun en meiri þjónusta Á bæjastjómarfundi Reykja- nesbæjar sl. þriðjudag barst skriflegt svar frá Ellerti Ei- ríkssyni bæjarstjóra við fyrir- spum Ólafs Thordersen, vara- bæjarfulltrúa Alþýðuflokks varðaði starfsmannafjölda bæjarins fyrir og eftir samein- ingu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna. Kom fram í svari Ellerts að heildarfjöldi starfsmanna Reykjanesbæjar hafi verið 265,27 eftir sameiningu en sé 270,84 í dag. Stöðugildum eftir sameiningu hefur fækkað um 10,55. Ný störf em hins vegar 5,57 og hafa þau verið auglýst eins og lög gera ráð fyrir. Sameiginlegur launa- kostnaður sveitafélaganna sem að nýja bæjarfélaginu standa var 501.926, millj. fyr- ir sameiningu en eftir hana 530.800, millj. sem er hækk- un um 5,75%. Ellert sagði sagði þjónustu bæjarins hafi aukist til muna og við stofnun Markaðs- og atvinnumálaskrifstofu hafi bæst við 3,66 stöðugildi. Sagði hann einnig starfs- mannafjölda hafa dregist saman þrátt fyrir aukna þjón- ustu á mörgum sviðum. Ánna Margrét Guðmundsdóttir (A) sagði það mikilvægt að allar stöður væm auglýstar og eng- ar undantekningar gerðar á því. Drífa Sigfúsdóttir (B) sagði að hlutimir hafi ekki átt að gerast strax og að tekist hefði að ná fram hagræðingu sem og aukinni þjónustu eftir sameiningu. Löggan gegn nöglum! Nú eiga allir bílar að vera komnir af nagladekkjum. Þetta veit löggan og er nú að fara í herferð gegn nöglum sem spæna upp götumar. Ökumenn sem enn em á nagladekkjum verða sektaðir og þó er vissara að nota peningana til að skip- ta yfir á sumardekkin, frekar en að borga þúsundir króna til ríkissjóðs. Hitaveita Suðurnesja ÚTBOÐ Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í verkið „Lager Svartsengi, endurbætur og breytingar, HS96003“. Helstu verkþættir eru klæðning efri hluta langveggja að utan, íset- ning þakglugga, endurbætur á loftræsingu í húsinu og frá- gangur geymsluherbergis fyrir lyftara. Verkinu skal að fullu lokið 31. júlí 1996. Útboðsgögn verða afhent hjá Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Reykjanesbæ, frá og með föstudeginum 10. maí 1996 gegn 5.000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 22. maí 1996 kl. 11.00 HITAVEITA SUÐURNESJA Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.