Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.1996, Page 15

Víkurfréttir - 09.05.1996, Page 15
ORG í Grindavík Grindvíkingar eru að stofna nefnd um framboð Ólafs Ragnars Grfmssoonar. Sam- kvæmt heimildum blaðsins hafa forystumenn Alþýðu- flokks, Alþýðubandalags^ og Framsóknar fylkt liði um Ólaf Ragnar en þó ekki á neinum pólitískum nótum. Sama mun vera upp á teningnum f Reykjanesbæ en þar hafa nokkrir vel kunnir bæjarbúar úr ýmsum flokkum safnað undirskriftum fyrir Ólaf.. Oftíkirkju? Það var fjör á aðalsafnaðar- fundi Keflavíkursóknar sl. sunnudag. Tillaga Guðmundar Sigurbergssonar og félaga hleypti fundinum svolítið upp eins og við var að búast. Margir sem hafa unnið mikið að ýmsum kirkjumálum og bíða eftir nýju safnaðarheimili höfðu á orði að það væri ósk- andi að andstæðingar safnar- heimilisins væru jafn áhuga- samir í kirkjustarfinu og kirkjusókn sömuleiðis. Eða eins og einn orðaði það: Hvað fara þessir menn oft í kirkju...? Kristján sölustjóri Það brá mörg- um í brún þegar þeir lásu þriðjudags- moggann og sáu mynd af Kristjáni Páls- syni, þing- manni í aug- lýsingu frá Samskip undir fyrirsögninni: „Hittu okkar fólk frá Bretlandi á íslandi í þessari viku“. Þar er fín mynd af Kristjáni Pálssyni ásamt annarri konu og hann sagður sölustjóri Samskipa í Bretlandi. Höfðu gárungamir gaman af þessari „skemmti- legu“ myndavíxl blaðs allra landsmanna og ljóst að Krist- ján hefur þurft að svara möig- um spumingum þennan dag í þinginu um sölumál Sam- skipa. Það spaugilega var kannski líka að annars staðar í Mogga þennan dag var eins mynd af Kristjáni með grein frá honum. Þar var hann rétt titlaður alþingismaður.. Skot í löppina Vamarliðsmaður skaut sjálfan í löppina þegar hann var við gæslu á Patterson-flugvellin- um ekki alls fyrir löngu. Ekki er vitað hvað manninum gekk til en skot úr byssunni fór í gegnum lærvöðva mannsins og þaðan í vegg. Hefur um- ræða um óþarfan vopnaburð vamarliðsmanna í herlögregl- unni komið upp enn og aftur í framhaldi af þessum atburði. Grindavík: Mikill uppgangun í húsbyggingum Mikill uppgangur er nú í hús- byggingum í Grindavík og verkefni byggingarnefndar mun fleiri en oft áður. Að sögn Jóns Sigurðssonar bygg- ingafulltrúa í Grindavík þá heíur verið sótt um þijár ein- býlishúsalóðir og fjölmargir em að breyta og bæta heima hjá sér. Það em hins vegar stækkanir fyrirtækja sem vekja hvað mesta athygli. Stakkavík er að stækka fiskvinnsluhús sitt um 2000 fermetra og Vísir er að fara út í sambærilega stækkun. Þá er fyrirtækið Hælsvík einn- ig að huga að stækkun. Einnig hefur verið sótt um lóðir fyrir tvö önnur iðnaðarhús. Leikskólakennarar Lausar stöður eru á leikskólanum Heiðarseli frá 22. júlí. Um er að ræða 100% og 50% starf Einnig 75% starf í eldhúsi Umsóknarfrestur er til 15 maí. Nánari upplýsingar veitir I eikskólastjóri í síma 421 1554 Atvinna Röskan og áreiðanlegan starfskraft vantar Vaktavinna 2-3-2 Vinnutími frá 11 - 23 Æskilegur aldur, fæðingarár ‘65 - ‘74 Umsóknareyðublöð á staðnum BWA m Atvinna Óska eftir bifvélavirkja og járniönaöarmönnum. Upplýsingar í síma 426 8540 og 426 8672 Atvinna Óskum eftir að ráða bílstjóra í fullt starf til að keyra út pítsur. Upplýsingar í síma 421 4777 LAN^ Atvinna Óskum eftir að ráða starfskraft í hlutastarf. Um er að ræða dag, kvöld og helgarvinnu. Ekki yngri en 25 ára. Upplýsingar í versluninni föstudag og laugardag. Blómabúðin Kósy Hafnargötu 6, Keflavík Atvinna Starfskraftur óskast í afleysingar í 1/2 mánuö á hafnarvigtina Sandgerði. Tölvukunnátta æskileg Umsóknum sé skilað á skrifstofu Sandgerðisbæjar fyrir 17. maí n.k. á eyðublöðum sem þar fást. Hafnarstjórn Sandgerðisbæjar Atvinna Starfsfólk vantar bæði á fastar vaktir og um helgar Ekki yngri en 18 ára Upplýsingar á staðnum Pulsuvagninn Tjarnargötu 9 - Keflavík V íkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.