Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.1996, Page 9

Víkurfréttir - 09.05.1996, Page 9
hefur nú verið sagt við mann- inn minn „aumingja þú að eiga hana Sigriði fyrir konu“ og það gagnrýnt að ég sé að vanrækna hann og ljölskyld- una. En þetta er það sem ég geri og hann styður mig í því. Eftir að bömin urðu eldri varð þetta léttara og gat hann þá komið með mér þegar eitt- hvað var um að vera en sjálfur fer hann ekki á útileiki. Stund- um getur þetta verið erfitt og ef þetta hefðu verið sjö leikir í úrslitunum hefði ég klárast. Þetta var erfitt í vetur og ég veit ekki hvað hefði gerst þá. Þetta tekur auðvitað bæði tíma og kraft“. En hvað skyldi eiginmannin- um finnast um þetta allt sam- an? „Eg er hættur að pæla í því hvað fólk segir“, segir Birgir rólegur. „Við stöndum saman í því sem við tökum okkur fyrir hendur og emm við með fyrirtæki í öflugum uppvexti þar sem við störfum saman. Bæði höfum við síðan áhuga á öllu sem heitir keppni. Mað- ur lifir bara með þessu. Þetta er hennar áhugamál og styð ég hana í því. Sjálf sinnir hún því eins vel og hún getur. Eg hef rosalega gaman af því að fylgjast með og sjá hvernig þeir í liðinu skila sínu, það er alltaf skemmtilegur leikur ef þeir geta spilað sem ein heild“. Stuðningur Birgis náði þó ekki yfir allt og sagði hann nóg komið er Sigríði var boð- ið að taka stjóm í Körfuknatt- leiksráði Grindavíkur. „Þetta er í fyrsta skipti í okkar hjóna- bandi sem hann hefur bannað mér eitthvað" segir Sigríður skosk á svip, „Hann varð hreinlega blár í framan og sagði að það væri nóg að eftir tapleiki væri ég í þriggja daga fýlu og sá ég þá hvað körfu- boltinn leggst á okkar heimili. En ef að maður fær ekki að vera sjálfstæður einstaklingur í hjónabandi þá getur maður allt eins sleppt því“. Er það rétt að þú farir í þriggja daga fýlu? ♦ Loksins orðnir íslands- meistarar. Sigríður heldur á bol sem var gerður af því tilefni og þar má m.a. sjá þann sem samdi lag Grindavíkur, og þeir skora... eftir af leiknum hugsaði ég bara með mér „Það gerist“. Þetta var ótrúlegt og fagnaðar- látunum á eftir ætlaði aldrei að linna. Otrúlegasta fólk var komið út á götu. Þegar við komum nið- ur í bæ þekkti fólk okkur og var flautað og stoppað. Fólk kom allstaðar að og hefur ekki verið svona margt á 17. júní hátíð í bænum. Fólk komst inn í bæinn en ekki út úr honum. Síðan var slegið upp balli í Festi alveg óundir- búið, húsið var bara opnað. Þangað kom fullt af fólki og jafnvel alveg niður í börn. Stemningin er ekki ennþá búin hér í Grindavík. Það var alveg ótrúlegt hvemig fólk tók þessu.“ „AUMINGJA ÞÚ AÐ EIGA HANA SIGRÍÐI FYRIR KONU“ En hvernig fer gift kona og ntóðir að því að sækja alla þessa körfuboltaleiki, þetta hlýtur að vera gífurlega tíma- frekt og raska heimilislífi eitt- hvað? , Jú það er það en ég fæ engar mótbárur á mínu heimili. Það er ekkert mál að vera í þessu og ræð ég mér alveg sjálf. Það Það er mikið af fólki sem fylgir þessum liðum og þeir eru skemmtilegir strákamir í Haukunum, þeir kunna ekki að tapa frekar en ég. Af leik- mönnum sjálfum er ég mest hrifin af Sigga Ingimundar sem er skemmtilegur og Al- berti en þeir hafa báðir „attitu- de“ í lagi. Af leikmönnum Grindavíkur hefur Marel best áhrif á mig, mér finnst ég geta treyst honum. Annars em leik- menn allir rosalega góðir og finnst þeim ekkert eðlilegra en að ég sé með þeim. Þeir eru rosalega þakklátir og góðir við mig“. ÍSLANDSMEISTARA- TITILLINN „I byrjun leikársins höfðum við misst af titlinum tvö ár í röð og var ég lengi að ná mér þegar við duttum út í fyrra og sagði ég við Friðrik að ég nennti ekki að segja lengur að þetta kæmi bara næst heldur kæmi þetta bara núna. Það kom ekkert annað til greina í mínum huga. Eg var búin að segja i allan vetur „við verð- um Islandsmeistarar" og þeg- ar við unnum Hauka vissi ég að það var ekkert brim í inn- siglingunni á nesinu, þá sagði ég við sjálfa mig, það er alveg pottþétt að við vinnum þetta. I viðtali við Bylgjuna seinna um daginn sagði ég að við væmm svo afslöppuð fyrir úr- slitaleikinn og fór ég því til stuðnings að tala um veðrið og brimið, vissi bara innst inni það. Það hefði verið gaman að klára Njarðvík, en það var samt gott að fá Keflavík líka. Eg vaknaði um morguninn sem að keppnin fór fram og sá að við yrðum íslandsmeistar- ar“. Hvernig var líðanin á sigur- leiknum? „Þegar fjórar mínútur voru ♦ Gunnhildur Guðmundsdóttir bæjarstjórafrú og Guðrún Inga hita upp fyrir leik. „Ég viðurkenni það alveg að ég er ekki skemmtileg þegar ég kem heim eftir tapleiki því ég hef aldrei kunnað að tapa í spilum eða neinu“. ÚTILEGUTORFÆRUR Nú er körfuboltanum lokið í bili og sumarið tekið við. En þau hjónin sitja ekki auðum höndum því þá taka torfæru- keppnimar við. „Við fömm út um allt land að fylgjast með torfæmkeppnum á sumrin. Fyrsta keppnin í ís- landsmeistaramótinu er 25. maí og ætlum við að fara á hana. Krakkamir fara að sjálf- sögðu með og gemm við bara útilegur úr þessu og keyrum þangað þar sem stutt er að fara í þær. Sumarið fer allt í þetta og köllum við það „úti- legutorfæmr“. Munum við áfram eiga kost á því að sjá stuðningsmann Grindavíkur númer eitt meðal [ stuðningsmanna á körfubolta- leikjum næsta vetur? „Ég veit það ekki. Við vomm að segja það vinkonumar um j daginn að við ættum að hætta þessu bara, fara ofarlega í stúkuna. En nei, nei, ég verð alltaf þama til staðar - ég ræð bara ekkert við sjálfa mig. Við segjum kannski „fömm bara á heimaleiki" en áður en maður veit af er maður lagður af stað - elskan mín ég er ekki hætt þessu“, segir Sigríður ákveðin á svip og leggur áherslu á orð sín. „Ég sagði við einhveija í liðinu nýlega að nú yrði ég að fara að hætta þessu, en þeir sögðu einfaldlega að það gengi ekki upp. Þeir em alveg yndislegir og þakklátir við okkur stelpumar og vilja alls ekki missa okkur“. ♦ Egill sonur Sigríðar með Kókómjólkurbítinn. Fjölskyldan heldur með Gísla á Kókómjólkinni í torfærunni og smíðaði Birgir eftirlíkingu af bíln- um handa syni sínum fyr ir jólin. ♦ Korfuboltafjöl- skyldan. Sigríður og Birgir ásamt börnum sínum Guðbjörgu og Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.