Víkurfréttir


Víkurfréttir - 09.05.1996, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 09.05.1996, Blaðsíða 7
R Ð Hitaveitan að hlutafélagi? Tillaga um stofnun þriggja manna nefndar til að vinna að athugun á hagkvæmni þess að breyta rekstrarfyrirkomulagi Hitaveitu Suðurnesja, t.d. í hlutafélag, var borin upp á síðasta stjómarfundi fyrirtæk- isins. Stungið var upp á stjómarfor- manni, varaformanni og full- trúa fjármálaráðuneytisins í nefndina en vegna óskar eins stjómarmanns var afgreiðslu tillögunnar frestað til næsta fundar. Forstjóri hefur rætt þetta mál á undanförnum aðalfundum Hitaveitunnar og gerði það nokkuð ítarlega á síðasta fundi sem haldinn var fyrir skömmu. Lýsti hann yfir áhyggjum sínum á núverandi fyrirkomulagi og nefndi skatt- lagningu sveitarfélaga á fyrir- tækinu sérstaklega í því sam- bandi. I tillögunni á nefndin að vinna með forstjóra að málinu. Jafn- framt því verði nefndinni falið að gera athugun á kostum og göllum þess, að sveitarfélögin yfirtaki með einhveijum hætti hlut ríksins í fyrirtækinu, m.a. með því að kanna með hvaða hætti það gæti orðið. Þessar athuganir verði unnar í sam- ráði við endurskoðendur fyrir- tækisins og aðra ráðgjafa eftir því sem nefndin telur þörf á. Stefnt er að því að nefndin ljúki störfum eigi sfðar en í október næstkomandi. FAGLEG RÁÐGJÖF ALLT ÞAÐ NÝJASTA í GARDÍNUEFNUM 25% AFSLÁTTUR VÍKURBRAUT 62 - GRINDAVÍK - SlMI 426 8711 Kona nef- bnotin í miðbænum Tvítug stúlka hefur verið kærð fyrir árás á tuttugu og sex ára kynsystur sína í mið- bæ Keflavíkur um þarsíðustu helgi. Kærandinn nefbrotnaði í átökunum. I skýrslu lögreglu segist hún einnig hafa verið slegin í andlit og kvið og í sig hafa verið sparkað þar sem hún-lá í götunni. Kærandi hef- ur lagt fram áverkavottorð læknis máli sínu til stuðnings. Rekstrarform H.S: Misiafnar skoðanir Á bæjarstjórnarfundi Reykjanesbæjar sl. þriðju- dag var rekstrarform Hita- veitu Suðurnesja til um- ræðu. Lýsti Kristján Gunn- arsson (Á) yfir ánægju sinni með það að málið væri í at- hugun og sagði hann þær hugmyndir um að gera Hita- veituna að hlutafélagi vera eitthvað til þess að stefna að. Ellert Eiríksson bæjar- stjóri sagði málið vera í bið- stöðu og Jóhann Geirdal (G) ítrekaði að þótt ekkert væri því til fyrirstöðu að kanna möguleikan á nýju rekstrar- formi þá hefði í raun engin afstaða verið tekin af Hita- veitunni þar sem kosningu nefndar um málið hafi verið frestað til næsta fundar HS. Drífa Sigfúsdóttir (B) sagði að það væri allt í lagi að skoða formið en þó taldi hún að núverandi rekstrar- form hafi gefist vel. Nóg að gera hjá Björgu sjúkrahjálfara Björg Hafsteinsdóttir körfu- knattleikskona úr Keflavík opnaði í marsmánuði eigin sjúkraþjálfunarstofu að Faxa- braut 2 í Keflavík. Lauk hún prófi í sjúkraþjálfun sl. vor og vinnur hún nú að endurhæf- ingu sjúklinga í samráði við lækna í gegnum Trygginga- stofnun Ríkisins. Björg sagði stofuna vera komna í fullan gang núna og væri nóg að gera. „Það er alla- vegana fólk að koma hingað. Fólk kemur í endurhæfingu eftir bílslys og einnig sé ég mikið af fólki með vöðva- bólgu eða smákvilla eins og konur með beinþynningu. Mikið af því fólki sem hingað kemur í nudd hefur stundað einhæfa vinnu þar sem alltaf eru notaðar sömu hreyfmgar en nuddið er þó aðeins hluti af þessari sjúkraþjálfun. Það em bæði böm og fullorðnir sem og aldraðir sem koma hingað í allskonar þjálfun", sagði Björg. Björg er ein með stofuna núna en henni bætist viðauki með vorinu en þá mun Adda Sigur- jónsdóttir úr Njarðvík taka til starfa með henni en hún út- skrifast sem sjúkraþjálfari í vor. Það er margt í bígerð hjá Björgu og hefur hún áhuga á að starfa meira að fyrirbyggj- andi hjartaendurhæfingu í samstaifi við stóm stöðvamar í Reykjavík, ,,Fólk er að fara til Reykjavíkur til þess að fá þá þjónustu og yrði þetta hag- ræðing fýrir það“ sagði Björg. Ennfremur sagði hún það vera stóran mun fyrir fólk að þessi þjónusta er í gegnum Trygg- ingastofnun sem tekur þá þátt í að greiða niður kosmaðinn. ♦ Björg á stofu sinni þar sem hún sinnir fólki á öllum aldri sem kemur í endurhæfingu. LEIKFELAG KEFLMR Aðalfundur Aðalfundur Leikfélags Keflavíkur verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 20.30 að Vesturbraut 17 (Þotan) Dagskrá fundarsins: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Kosning stjórnar 3. Önnur mál Við hvetjum alla félagsmenn til að mæta og taka með sé áhugasama gesti. Heitt kaffi á könnuni, sjáumst hress Kveöja, stjórnin Innritun Börn fædd árið 1990 eiga að hefja skólagöngu sína í haust. Af því tilefni er börnum í Njarðvík sem fædd eru árið 1990 boðið ásamt for- ráðamönnum að koma í heimsókn í skólann föstudaginn 10. maí kl. 11.00 Skólastjóri V íkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.