Víkurfréttir


Víkurfréttir - 15.05.1996, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 15.05.1996, Blaðsíða 6
 MUNDI Hann er ekkert rusl diskurinn frá Þusl... Viðtalstímar forseta bæjarstjórnar eru alla þriðjudaga kl. 09.-00-11:00 á bæjarskrifstofunum aöTjarnargötu 12, llteö, sími 421-6700. Bæjarstjóri. Útgefandi: Víkurfréttir hf. Kt. 710183-0319 Afgreiösla, rítstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 421 -4717 og 421 -5717. Box 125, Keflavík. Fax 421-2777. Bílas. 853-3717. Ristjóri og ábm.: Páll Kelilsson, heims. 421 -3707 ogGSM 893-3717. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heims. 422-7064 og bflas. 854-2917. Auglýsingadeild: Inga Brynja Magnúsdóttir. I Víkurl'réttum er dreif't ókeypis um öll Suðurnes. Fréttaþjónusta fyrir St<H) 2 og Bylgjuna. Aðili að Samtökum bæ jar- og héraðsfréttablaða. Stafræn útgáfa: http:/Avww. spomet.is/vikur fr Netfang/rafpóstur: vikurfr@spomet.is Fftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óbeimilt, nenia heimildar sé getið. Útlit og auglýsingahönnun: Víkurfréttir hf. Umbrot, filmuvinna og prentun: Stapaprenthf.s. 421-4388. Glæsileg kjötverslun við Hafnargötu Ný sérverslun Kjötbúrsins við Hafnargötuna í Keflavík hefur hlotið góðar móttökur. Það eru bræðurnir Vignir og Andrés Amarsynir sem eiga og reka ver- slunina, sem er sérverslun með kjötvöru. Sérverslunin opnaði sl. föstudag og er hún öll hin glæsilegasta. I boði er í raun allt sem fólk getur hugsað sér í einni kjötverlsun. Fjöldi fólks lagði leið sína í verslunina til að versla grillsteikur í blíðunni um helgina enda var veðrið til að grilla. Þeir sem ekki tóku fram grillin fengu sér þá pönnusteikur, því nóg var úrvalið. Þeir bræður sögðus í samtali við blaðið vera mjög ánægðir með móttökumar sem ver- slunin haft fengið og ætla að halda ótrauðir áfram. ♦ Úr nýrri verslun Kjötbúrsins að Hafnargötu 15 í Keflavík sl. föstudag. VF-mynd: Hilmar Bragi Fjölbrautaskóli Suðurnesja 20 ára Afmælisárgangar FS! Fjölbrautaskóli Suðurnesja er tuttugu ára og af því tilefni verður afmælisfagnaður í íþróttahúsinu í Keflavík 24. maí n.k. og hefst með borðhaldi kl. 19.00. Skemmtiatriði og dans í lokin. Lærðir þú að verða: smiður, sjúkraliði, flugliði, vélstjóri, vélavörður, meistari, hárgreiðslukona/maður, tækniteiknari, netagerðarmaður eða laukstu stúdentsprófi eða einhverju öðru námi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja? Eigið þið útskri- farafmæli í ár? Varstu kannski í stjórn NFS? Þeir árgangar og fyrrverandi stjórnarmenn NFS sem eiga 5, 10, 15 ára útskriftarafmæli eða voru í fyrstu útskriftarhópum skólans haustið 1978 og vorið 1979 og hafa hug á því að taka þátt í afmælisfagnaðinum láti vita á skrifstofu skólans fyrir 22. maí n.k. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu skólans eðaísíma 421 3100 Afmælisnefnd FS. Vikar Karl í forsetaframbofl Vikar Karl Siguijónsson prentari íhugar nú alvarlega framboð til Forseta Islands í júní n.k. „Ég hef fengið áskoranir frá ótrúlegasta fólki úr öllum stéttum samfé- lagsins og fengið lítinn vinnufrið undan- farið vegna símhringinga" sagði Vikar. Það er okkur Suðumesjamönnunt sann- kallað gleðiefni að fá nú loks verðugan frambjóðanda fram á völUnn sem kemur til með að verða Islendingum og Suður- nesjum glæsilegur fulltrúi. „Aðalkostir Vikars eru tvímælalaust stefnufesta, yfirgangur og er hann sérlega ópólitískur. Hann er ekki háskólageng- inn, ekki gamall stjómmálamaður og ekki nuddari, ólíkt öllum hinum fram- bjóðendunum", er haft eftir kosninga- stjóra. Vikar hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörf- um. Hartn var formaður ljósmyndaldúbbs Holtaskóla veturinn 1987-1988 og um- sjónarmaður í Laufskálum f Vatnesskógi aðeins 10 ára fyrstu vikuna í júlí 1982 við gífurlega góðan orðstír. Auk þess sat hann í ritnefnd Stakks, var öryggistrún- aðarmaður í Grágás frá árinu 1989. Þá var hann forseti knattspyrnufélagsins Mæðrasona leiktímabilið 93-94 og svona mætti lengi telja. Eins og glöggt sést er hér á ferð reynslu- mikill ungur maður sem er tilbúinn að takast á við verðug verkefni. Vikar Karl talar íslensku reiprennandi, ágæta dönsku og sérlega góða svissnesku. Hann hefur hug á að sækja enskunámskeið, nái hann kjöri. Stuðningsmenn Vikars munu opna kosn- ingaskrifstofu á næstu dögum þar sem undirskriftalistar munu liggja frammi Þusl gefur út geislaplötu Hljómsveitin Þusl er um þessar rnundir að gefa út sfna fyrstu geislaplötu sem ber heitið „Ekki dugir ófreistað“ og er sú tilvitnun tek- in beint úr Njálu. Platan kemurút 17. maí og mun hljómsveit- in íylgja henni eftir með útgáfutónleikum í Félagsbíói næstkomandi þriðjudag 21. maí kl. 21.00. 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.