Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1996, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 05.12.1996, Blaðsíða 6
VIKUR PRÉTTIR Utgefandi: Vikurfréttir ehf. kt. 710183-0319 Afgreidsla, ritstjórn og auglýsingar: Grundarvegi 23, 2.hæd, Njardvík símar 421 4717 og 421 5717 fax 421 12777 • Ritstjóri og ábyrgdarmadur: Páll Ketilsson, heimas: 421 3707 og GSM 893 3717 Bíll: 853 3717 • Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárdarson, heimas: 422 7064 Bíll: 854 2917 • Auglýsingadeild: Sigrídur Gunnarsdóttir • Bladamadur: Dagný Gísladóttir, heimas: 421 1404 • Afgreidsla: Stefania Jónsdóttir og Aldis Jónsdóttir • Vikurfréttum er dreift ókeypis um öll Suðurnes. • Fréttaþjónusta fyrir Stöd 2 og Bylgjuna á Suðurnesjum. Eftirprentun, hljódritun, notkun Ijósmynda og annad er óheimilt, nema heimildar sé getid. • Útlit, auglýsingaliönnun, litgreining og umbrot: Vikurfréttir ehf. • Filmuvinna og prentun: Stapaprent ehf., Grófin 13c Keflavík, sími 421 4388 Stafræn útgáfa Víkurfrétta: http://www.ok.is/vikurfr Netfang/rafpóstur: vikurfr@ok.is NOTUÐ 06 NY HUSGOGN MIKIÐ ÚRVAL AP ÓDÝRUM HÚSGÖGNUM ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT í HVERRI VIKU TÖKUM í UMBOÐSSÖLU VERIÐ VELKOMIN NOTUÐ OG NÝ HÚSGÖGN Smiðjuvegi 2 (við hliðina á Bónus) sími: 587-6090 Auglýsendur og greinarhöfundar! Verið tímanlega með auglýsingar og efni íjólablöðin - 2 blöð til jola! Nefndablús Glöggir lesendur Víkurfrétta hafa eflaust tekið eftir því að pistlarnir mínir hafa verið færri í haust en oft áður. Ekki er þar aðallega eigin pennaleti heldur hitt, að pláss í blaðinu er oft af skomum skammti og eru pistlamir stundum orðnir nokkura vikna gamlir þegar þeir birtast. Herra ritstjórinn laumast þá í þá og breytir þar sem ég segi „sl. vika*‘ eða „í gær“ í t.d. „nýlega“, „í sfðasta mánuði** eða bara „fyrir all- nokkru síðan“. Til að gera honum erfiðara um vik þá er þessi pistill skrif- aður að kvöldi 21.nóvember. Eg sit vafinn inn í teppi við tölvuna með einhverja flensu- skömm, sem hélt mér frá vinnu í dag sem var afleitt en gerist sem betur fer ekki oft, og kom líka í veg lyrir að ég gæti farið á fótboltaæfingu í kvöld með ágætum félögum mínum. Þar sem búast má við að æði margir lesendur verði í svipuðu ástandi á næstu vikum, þá skal áréttað að fúkkalyf duga ekki á víruspestir, best er að taka magnyl eða eitthvað slíkt við beinverkjum, en síðan munu varnir líkamans sjá um afganginn. Ef allt gengur eðlilega þá missa menn eins og ég sem vinna innanhúss ekki langan tíma úr vinnu, 1-3 daga, en þeim sem stunda íþróttir eða aðra líkamlega Bifreiða- eigendur! Þeir bifreiðaeigendur sem enn skulda bifreiðagjöld eða þungaskatt skal bent á að verði ekki gengið frá greiðsl- um fyrir 10. desember nk. mun lögreglunni verða falið að taka skráningarnúmer af bifreiðum án frekari fyrir- vara. Þá mun koma til fjárnáms og þá jafnvel í öðrum eignum en viðkomandi bifreið, og í framhaldi krafist uppboðs verði ekki full skil gerð. Kostnaður við fjárnám er frá kr. 3.000.- til kr. 10.000.- en uppboðskostnaður er frá 3.000.- Sýslumaðurinn í Keflavík INNHEIMTUDEILD áreynslu á það bent, að skyn- samlegt er að halda sig frá slíku nokkuð lengur. En yfir í allt annað. Eins og þið vitið þá kemur út annað vikublað á Suðumesjum. I því blaði hafa löngum birst rætin skrif um stofnunina sem ég vinn á, starfsmenn hennar og einnig heilsugæsluna. Oftar en ekki hafa skrifendur mglað saman heilsugæslu og sjúkrahúsi t.d. man ég eftir einu skipti að heilsugæslu- læknum var úthúðað og lausnin á vandamálinu var að leggja niður sjúkrahúsið. Stundum hafa birst mergjaðar sjúkrasögur þar sem starfsfólkið okkar skorti annað hvort vilja eða getu að leysa úr málum. Oft hef ég verið kominn á fremsta hlunn að svara þessum skrifum en alltaf séð að mér. Astæðumar eru margar en þær helstu em þær, að ganga má út frá því sem vísu, að svör mín kalli á óvægin andsvör og skítkast og ekki síður hitt. að oft er ekki hægt að svara skrifunum svo vel sé án þess að taka fyrir eitthvað úr sjúkraskrám viðkomandi og það er að sjálfsögðu óleyfilegt. Eins og málin standa þá getur aðili komið með sfna útgáfu af sannleikanum og birt hana, en okkar hlið málsins er trú- naðarmál, jafnvel þó viðko- mandi sé að koma á okkur höggi með þvf að skmmskæla sannleikann. Er ég ekki bara að verja sjálf- an mig, sjúkrahúsið og starfs- fólkið ? Eg leyfi mér að minna á skrif í dagblöðunum um mál er vörðuðu sjúkra- húsið okkar, mín svör þar og í útvarpið. Þrátt fyrir að þá væri þyrlað upp á stundum óþarfa moldviðri, þá reyndi ég ekki að dylja það er betur mátti fara hjá okkur og ef eitthvað var þótti sumum ég vera full harður við mitt fólk. Það er einfaldlega svo, að alltaf koma upp dæmi um atvik þar sem betur mátti gera, þar sem mistök áttu sér stað eða eitth- vað fór úrskeiðis. bæði hér og á öðrum sjúkrastofnunum. þetta er líka úrvals fréttaefni, kjörið á forsíðu slúðurblaða. Ef síðan kemur í ljós eins og t.d. með fréttina um meintar misþyrmingar björgunar- sveitarmanna á börnum, að ekki er sannleikskom í frétt- inni þá gerir það ekkert til, blaðið seldist jú og hvað gerir til þó eins og ein björgunar- sveit eða saklaust fólk sitji eftir rúið æru? En hver er líka þessi Hrafnkell sem þykist vera svona heiðarlegur, stendur ekki í Molum að hann sé kominn í stjórn Brunavarna Suðurnesja, algerlega óhæfur maðurinn? Rétt er það, ég var kjörinn varamaður í stjórn BS nú í nóvember, þrátt fyrir að færast undan því. Ég átti sem sé von á, að einhverjum mundi þykja ég tortryggilegur þar inni og þurfti ekki lengi að bíða. Nú er aftur á móti auðvelt að svara „Mola“ þar sem ekki þarf að ræða nein trúnað- annál. 1. Guðmundur R.J sagði sig úr stjóm BS þar sem hann var kominn í aðalstjórn Rauða Kross íslands, ekki vegna þess að hann eins og ég situr í stjórn Suðumesjadeildar.. Ef það hefði verið ástæðan þá hefði hann sagt sig úr stjórn BS fyrir löngu, þvf hann hefur verið í stjóminni hér suður frá í mörg herrans ár. 2. Næsta ástæða Mola. SHS undir stjórn Hrafnkels hefur rekstrarsamning um sjúkra- bflana. I sjálfu sér mætti deila um hvort það væri nægileg ástæða ef satt væri, því mín stjórnun á sjúkrahúsinu er alfarið fagleg ekki fjárhags- leg. Málið er bara það að það er heilsugæslan en ekki sjúkrahúsið sem er með samninginn og eins og mér er stundum bent á, þá er heilsug- æslan alfarið utan míns yfir- ráðasvæðis. 3. En vemm ekki að líta á það sem neikvætt er, ýmislegt er rétt í jjví sem skrifað er. Eg er t.d. Óskarsson og líka er ég yfirlæknir SHS svo ekki er allt rangt í skrifunum. Ég er aftur á móti hissa á því að Mola hafi yfirsést dálítið krassandi, sem er það að ég er tengdasonur forstjóra Brim- borgar sem flytur m.a. inn Ford Econoline senr eru algengustu sjúkrabifreiðamar okkar. Da..da.. .da.. , er ekki eitthvað spúkí við það ??? Og til að hrylla ykkur enn frekar ætla ég að gera játningu opin- berlega. Eg er líka í öldr- unamefndinni á Suðumesjum. Maðurinn sem ber faglega ábyrgð á rekstri hjúkrunar- deildarinnar f Grindavík og ekki nóg með það. Ég á aldraða móður sem hugsan- lega þarf einhvern tímann á plássi á stofnun að halda, það hlýtur jú að gera mig kolólög- legan. Auk þess er ég að eld- ast sjálfur og gæti ömgglega reynt að búa í haginn fyrir sjálfan mig í framtíðinni! Með nefndarkveöju Hrafnkell Oskarsson Iöglegur en siölaus. ^ Frá ristj. Galdurinn við að koma inn góðum greinum er að hafa þær ekki of langar. Með kveðju. PK. 6 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.