Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1996, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 05.12.1996, Blaðsíða 8
♦ Jóhann varánægð- asturmed adstöduna í Sundmið- stöð Kefla- víkur. ♦ Þórunn Benediksdóttir og Jóhann ræða við starfsmann Sundmiðtöðvar Keflavíkur sem sagði frá fyrirhuguðu búnings- herbergi fyrir fatlaða sem verður tekið í notkun fljótlega. Könnun á aðgengi fatlaðra: Sundmiðstöð Keflavíkur bar af -aðgengi víða dbótavant Aðgengi fyrir fatlaða að opinber- um stöðum er víða ábótavant á Suðumesjum. Þroskahjálp á Suðumesjum ákvað því að gera könnun á aðgengi fatl- aðra að opinberum stöðum á Suð- umesjumí samvinnu við bæjar- blöðin í tilefni alþjóðadags fatl- aðra sem var 3. desember sl. Var könnunin gerð föstudaginn 29. nóvember sl. og hefur verið ákveðið að hún verði gerð árlega til þess að vekja athygli fólks á því sem betur má fara. Jóhann Kristjánsson er lantaður fyrir neðan brjóst og notast við hjólastól. Hann fór því ásamt full- trúa Þroskahjálpar Þórunni Bene- diktsdóttur, aðstoðarmanni og blaðamanni Víkurfrétta á bæjar- skrifstofur og sundlaugar Sand- gerðisbæjar, Gerðarhrepps og Reykjanesbæjar sem og Fjöl- brautaskóla Suðumesja til þess að skoða aðgengi fatlaðra í reynd. A nokkmm stöðum komst Jóhann ekki inn og oft ekki einu sinni að gangstéttarbrún. Má þar nefna bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar og Gerðarhrepps. Ekki komst hann í sundlaug Sandgerðisbæjar en þó komst hann alveg að sund- laug Gerðarhrepps. Þó var sá galli á gjöf Njarðar að ekki var ská- braut í sundlaugina né í heita potta. Sundmiðstöð Suðurnesja bar af þeim sundlaugum sem skoðaðar voru og uppfyllti öll skilyrði fyrir utan merkt bílastæði. Þar verður á næstunni opnað sér- stakt búningsherbergi fyrir fatlaða sem verður mikil bragabót. Dyr voru Jóhanni oft erfiðar og nefndi hann að oft mætti bæta úr því með ódýrri aðgerð eins og að setja pumpu á þær sem em stífar. Einnig vom þröskuldar vandamál. Fjölbrautaskóli Suðuresja kom ágætlega út úr könnuninni og var aðgegni allt til fyrirmyndar innan- dyra. Þó vakti það athygli að ómerktri bifreið hafði verið lagt í annað stæði fatlaðra og er það mat manna að gera þurfi átak í þeim efnum. Það vakti einnig at- hygli í könnuninni að aðeins eitt bílastæði var merkt fötluðum. Af þeim stofnunum sem skoðaðar voru taldi Jóhann Sundmiðstöð Keflavíkur bera af. Þar var ská- braut ofan í laug, hjólastjóll, bráð- lega sér búningsaðstaða fyrir fatl- aða og komst hann auðveldlega ofan f tvo heita potta. Aðstaða við Fjölbrautaskóla Suðumesja væri einnig til fyrirmyndar. ♦ Þrátt fyrir aó Jóhann kæmist auóveldlega alla leið- ina ad sundlaug Gerðahrepps þá vantaði skábrautir í laug og potta svo Jóhann komst ekki lengra. ♦ Við bæjarskrifstofur Gerðahrepps. Þangað inn voru sex tröppur auk gangstéttarinnar svo Jóhann komst ekki inn. Systir Jóhanns fylgistmeð. ♦ Tröppurnar við bæjarskrifstofur Sandgerðisbæjar reyndust Jóhanni illfærar og auk þess komst hann ekki upp að gangstéttarbrún. ♦ Dyr reyndust Jóhanni erfiðar þar sem þær voru oft stifar og því erfitt að opna þær. ♦ Jóhann reynir inngöngu í sundlaug Sandgerðis- bæjar. Þar reyndist hurðin ofþung. ' dJEmb ■ * Jóhann rennir sér að SLg Sundmiðstöð Suðurnesja þar sem aðgengi er til fyrirmyndar. ♦ Jóhann var ánægður með Fjölbrautaskóla Suður- nesja þar sem allt aðgengi innan dyra er til fyrir- myndar. Til að mynda er lyfta á milli hæða. 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.