Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.1996, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 05.12.1996, Blaðsíða 11
Snyrtidömurnar ánægdar eftir vel heppnaðan flutning. F.v. Gud- rún Maronsd, Berglind Sigurdardóttir og Jóhanna Sigur- björnsdóttir. VF-mynd/Dagný Snyrtistofa Lindu í stærra húsnæði Snyrtistofa Lindu flutti um síðustu helgi í helmingi stærra húsnæði að Hafnargötu 29 í Keflavík, fyrir ofan verslunina Stapafell. Snyrtistofan er í eigu Berglind- ar Óskar Sigurðardóttur. snyrti- fræðings og hefur starfað í rúm 2 ár. Að sögn Berglindar verður stofan með rnikið af nýjungum og má þar nefna rafmagnsmeð- ferð fyrir andlitsvöðva og sér- meðferðir eins og sýrumeðferð fyrir hendur og andlit. Einnig hefur stofan nýjustu gerð af gervinöglum sem eru í hágæða- flokki. Eftir áramót verður snyrtifræðingurinn Guðrún Maronsdóttir starfandi förðun- KIRKJA Keflavíkurkirkja arfræðingur á stofunni en auk hennar starfar á snyrtistofu Lindu snyrtifræðingurinn Jó- hanna Björk Sigurbjömsdóttir sem er sérmenntaður fótaað- gerðafræðingur. „Við munum einnig bjóða upp á ilmolíunudd og slökunamudd og varanlega rafmagnsháreyð- ingu fyrir utan alla aðra al- menna stofuþjónustu", sagði Berglind. Þess má geta að Bjarki Amason hannaði og smíðaði allar innrét- tingar á stofunni. I tilefni af flutningnum verður kynning á starfsemi stofunnar og á vörum frá franska hágæða merkinu Guinot nk. laugardag kl. 10-13. Fimmtudagur 5. des.: Kirkjan opin kl. 16-18. Staifsfólk kirkjun- ar verður á sama tíma í Kirkjulundi. Sunnudagur 8. des.: Sunnudagaskóli kl. 11:00. Munið skólabíl- inn. Létt jólasveifla kl.20.30. Sr. Sigfús Baldvin Ingvason flyt- ur hugvekju. Söng og tónlistarflutning annast Rúnar Júlíusson, María Baldursdóttir, Baldur Þórir Guðmundsson, Júlíus Guð- mundsson, Einar Júlíusson, Olöf Einarsdóttir og Einar Öm Ein- arsson, ásamt fleiri hljómlistarmönnum. Þriðjudagur 10. des.: Kirkjan opin kl. 16-18. Staifsfólk kirkjunn- ar á sama tíma í Kirkjulundi. Miðvikudagurl 1. des.: Biblíuleshópur í Kirkjulundi kl. 20-22. Prestamir. Njarðvíkurprestakall Innri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagur 8. des: Sunnudagaskóli kl. 11:00 og fer hann fram í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Böm sótt að safnaðarheimilinu kl. 10:45. Aðventusamkoma 8. des. kl. 17 og mun Kirkjukór Njarðvíkur syngja undir stjóm Steinars Guðmundssonar organista. Ein- söngvarar em; Bima Rúnarsdóttir, Haukur Þórðarson, Kristján Jóhannsson og Sveinn Sveinsson. Bam borið til sktfnar. Ræðu- maður er Jón Benediktsson læknir. Y tri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagur 1. des.: Sunnudagaskóli kl. 11. Baldur Rafn Sigurðsson. Grindavíkurkirkja 8. desember, 2. sunnudag í aðventu. Sunnudagaskólinn kl. 11:00. Aðventukvöld kirkjunnar. kl. 20:00. Blönduð dagskrá í tali og tónum. Fermingarböm ttytja helgileikinn "Heródes kon- ungur og konungur konunganna". Barnakórinn flytur söngleik- inn "Litla Ljót". Stjómendur Siguróli Geirsson og Vilborg Sig- urjónsdóttir. TTT-krakkamir flytja drama um ljósið. Jólasálmar og jólalög. Dagskrá fyrir alla fjölskylduna. FJÖLMÉNNUM TIL KIRKJU. Sóknarprestur. JOLA marka Opii 11111 á föstudag. Allt mcð iiiiklii in afslætti 50-70% eða meir. Einstakt tækifæri. Gamla NESBÓK Hafnargötu 36 Keflavík Opið 13-18 daglega. Tilkynning til lóðar- leiguhafa í áður Keflavík Fyrir liggur niðurstaða Héraðsdóms Reykjaness í máli Landeigenda Ytri-Njarðvíkurhverfis með Vatnsnesi (E 530/1996) vegna eldri lóðar- leigusamninga. Niðurstaða dómsins er að lóðarleiga skuli fara eftir matsgjörð frá 29. desember 1994, en mats- gjörðin liggurframmi á bæjarskrifstofunum Tjarnargötu 12. Vegna niðurstöðu Héraðsdóms mun bæjarsjóður Reykjanesbæjar ekki halda uppi frekari vörnum/afskiptum í málinu. Þetta tilkynnist hér með Bæjarritarinn Hjörtur Zakaríasson Víkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.