Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 16.01.1997, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 16.01.1997, Qupperneq 7
■um Hitaveitu Suðurnesja Fyrir 1960 var byrjað að ræða opinberlega að nýta þá auðlind og þá möguleika sem jarðhitinn gæti gefið Suðumesjamönnum og nauðsyn þess að byggðarlögin sameinuðust í því stóra átaki. Það hafði blundað lengi hjá framsýnum sveitar- stjómarmönnum hér á Suður- nesjum að miklir vaxtarmögu- leikar væru í því að nýta þá miklu orku sem er hér í iðmm jarðar á Reykjanesskaga, íbú- unum til hagsældar. Suður- nesjamenn höfðu búið við það í áraraðir að þurfa að greiða eitt hæsta raforkuverð á landinu og kaupa olíu dým verði til húshit- unar. Verð á olíu fór oft eftir því hvort að stríð eða friður ríkti á ákveðnum svæðum í heim- inum. I dag búum við Suður- nesjamenn við rnikið öryggi í orkumálum. Við eigunt eitt öflugasta orkufyrirtæki landsins nteð eitt lægsta orkuverð til neytenda sem til er á landinu. Það má segja að með stofnun Hitaveitu Suðumesja haft verið stigið mikið gæfuspor hjá þeim framsýnu forystumönnum okkar sem höfðu kjark og þor til að stofna Hitaveitu Suður- nesja. Við getum litið yfir t'arinn veg í dag og skoðað hvar við værum stödd ef að Hitaveita Suðumesja hefði ekki orðið að vemleika. Hitaveita Suðurnesja hefur verið þeirrar gæfu aðnjótandi að þar hafa valist ntjög hæfir og traustir starfsmenn og stjórn- endur. Þetta fólk hefur með samstilltu átaki byggt upp vand- að og traust fyrirtæki sem mun stuðla að því að Suðurnesin verða brátt einn besti valkostur til búsetu hér á landi í framtíð- inni. Þó að meginmarkmið H.S. sé að afla og dreifa orku til notenda á Suðurnesjum þá hefur verið leitað til okkar um aðstoð við að hrinda í fram- kvæmd nýjum atvinnuhug- myndum. Jafnframt hafa stjór- nendur H.S. verið vakandi fyrir nýjum möguleikum hvað varðar orkufrek fyrirtæki. Má þar nefna sem dæmi hag- kvæmnisathugun á byggingu magnesíumverksmiðju og mun stjórn H.S. væntanlega fylgja því verkefni eftir komi í ljós að slíkur rekstur verði hagkvæmur. Í dag eru miklar líkur á því að H.S. fái heimild til að auka raforkuframleiðslu á næstunni. Þróun vegna uppbyggingar Bláa lónsins hefur verið sterk- lega inni í myndinni hjá stjóm H.S. og eru allar líkur á því að við komum að því verkefni ásamt nokkrum öðrum sterkum fjárfestum. H.S. hefur hafið byggingu á glæsilegu mötu- neytis- og sýningarhúsi við orkuverið í Svartsengi sem mun bæta alla aðstöðu fyrir starfs- fólk og móttöku gesta til mikilla muna og verður því verki lokið árið 1997. H.S. mun áfram vera homsteinn okkar Suðumesjamanna í þeirri miklu uppbyggingu sem mun verða hér á svæðinu í nánustu framtíð. Það er ósk mín að þetta ár verði eitt mesta framfara ár sem komið hefur hér í langan tíma, okkur öllum til heilla. Fyrir hönd Hitaveitu Suöw nesja vil ég óska Suðurnesjabúum góðs nýs árs. Ingólfur Bárðarson Stjórnarformaður H.S. Ingólfur Bárdarson form. stjórnarHS. 50% afsláttur af fatnaði d\nnúta Hafnargötu 37A Sími 421 3311 ika, barnshafandi barn á brjósti. )á, leikfimi (yrir ykkur líka. R+R tíminn. lnga leti, ykkur í form... Höfum bœli rió tímum ii þriðjud. ogfimmtud. K omdu o(j skoðaðu það! SIMI 421 6505 Orkublikið -Ný (inrtleg mibstöb Orkublikið er ný andleg miðstöð sem er staðsett að Túngötu 22 í Keflavík. I vetur verður opið hús í Orkubliki og boðið upp á hug- leiðslu og fræðslukvöld. Verða þau auglýst hverju sinni og eru öllum opin. Guðmundur Skarphéðinsson heilunarmiðill byrjar heilunamám- skeið 22. jan. og verður kennt á miðvikudagskvöldum. Karl Andr- és Karlsson sem hefur getið sér gott orð í Tarotlestri mun halda námskeið í komandi framtíð og verður það auglýst síðar. Þeir sem standa að Orkublikinu eru. Guðmundur Skarphéðinsson heilunarmiðill með kristalla, Ijós- lampameðferð og árulestur. Sig- urður Váhjálmsson með kristalla- heilun og áruhreinsun. Hannes Stígsson með heilun og fjölskyldu- ráðgjöf og Ásta B. Tómasdóttir með heilunamudd og reiki. Frekari upplýsingar fást í Orkublikinu milli kl. 9-12. f.h. alla virka daga ísíma 421-3812. Útsuldfi hdfin! PERSÓNA TÚNGÖTU 18 KEFLAVÍK SÍMI421 5099 Þegar þú kaupir vönduð föt! Mynd: Nýmynd Skarl: Georg V. Hannah Still: Lovisa Guðmundsdóttir Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.