Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 16.01.1997, Blaðsíða 8
„Mér þykir eiginlega ekkert skemmtilegra en að vinna í fiski enda hef ég ekki gert neitt annað frá því ég var tíu ára. Þetta er skemmti- leg viðurkenning og það er ánœgjulegt að komast í þennan myndarlega hóp manna sem lilotið hafa þessa útnefningu“, sagði Logi Þormóðsson, fiskverkandi og stjórnarformaður Fiskmarkaðs Suðurnesja en Víkuifréttir kusu liann mann ársins 1996 á Suðurnesjum og Fiskmarkað Suðurnesja fyrirtœki ársins. Það má því segja að valnefnd blaðsins, en í henni eru nokkrir valinkunnir einstaklingar á Suðurnesjum sem sinna þessu árlega verkefni, - hafi slegið tvœr flugur í einu höggi við útnefninguna í ár. Það eru merk tímamót hjá Loga og Fiskmarkaðnum um þessar mundir. Tuttugu ár eru frá því Logi hóf að verka fisk í eigin fyrirtæki og Fiskmarkaðurinn fagnar tíu ára afmæli á nýhöfnu ári. Eins og einn nefndarmanna blaðsins sagði þegar legið var yfir valinu á manni ársins að þessu sinni, „þá hefur Logi verið í framlínunni undanfarin ár og þetta var einungis spum- ing hvenær hann ynni til þess- arar nafnbótar". Undir það geta eflaust margir tekið. Logi hóf ungur að árum fersk- fiskvinnslu með tveimur félögum sínum en hann er einnig stjórnarformaður í Fiskntarkaði Suðumesja sem er eitt þriggja stærstu fyrirtækja á Suðumesjum. Þegar við höfðum tyllt okkur niður í rólegheitum í lok vinnuvikunn- ar var ákveðið að hefja spjallið í kringunt Fiskmarkað Suðumesja. Hvert var upphatið að stofn- un l'iskntarkaðs Suðurnesja? „Þetla byrjaði þannig að í febrúar 1987 jregar ljóst var tveir fiskmarkaðir vom að hefja starfsemi í Reykjavík og í Hafnarfirði - kallaði Grétar Mar Jónsson í t'orsvari fyrir Atvinnumálanefnd Suðumesja, saman fúnd unt málið. Menn höfðu áhyggjur af því að fiski yrði ekið Itéðan á markaðina sem hetði slæmar afleiðingar í för með sér. A þessum fundi var kosin undirbúningsnefnd og ég formaður hennar. Okkar verkefni var að athuga hvort ekki væri hægt að stofna fiskmarkað á Suðumesjum. Þá lá ljóst fyrir að á Suðumesjum á jiessum tíma þ.e. 1986 að jtá hölðu fiskverkendur eða þeir sem keyptu ftsk á Suðumesjum selt frá sér fisk sem nant 25 þúsund tonnum á því ári. Það var því alveg fyrirsjáanlegt að ftskmarkaður á Suðumesjum ef Suðumesjamenn stæðu saman um hann myndi ganga hvort sem að fiskntarkaður mundi á ganga á Islandi eða ekki. Þessi tveir markaðir sem stofnaðir vom í Reykjavík vom hefðbundnir markaðir sem jtekktust áður fyrr í Evrópu þ.e. allur ftskurinn var tekinn inn á gólf. Við fómnt að kanna jtetta og skoða vítt og breitt um heiminn hvers konar hlutir væm að gerast og hvemig við gætum hugsanlega unnið saman þannig að það væri Fiskmarkaður Suðumesja. Við litum á það sem megin tilganginn með jtessu að eiga sameiginlegan fiskntarkað en jafnframt að við fæmm ekki að keyra fiskinn frá Grindavík til Keflavíkur eða frá Keflavík til Grindavíkur og Sandgerðis og öfugt þannig að það varð að finna einhverja hugmynd að útfærslu um það hvemig jtetta gæti gengið. Þar sem jtetta svæði er ntikið dagróðrasvæði og bátamir eru úti á sjó og konta með óslæðan afla að landi þá þyrfti að selja fiskinn úti á sjó með upplýsingunt frá sjómönn- unum." Svarti kassinn -Ekki hefur mönnum litist vel á það í byrjun? Nei, ntenn sögðu að sjóntenn myndu alltaf koma til með að ljúga. Eitt af jtessu sem við vomm að velta fyrir okkur var það að til jtess að tryggja það að hægt væri að treysta jteim þá komu upp hugmyndir um svarta kassa eins og em í flugvélum. Að taka upp öll samtöl sjó- ntanna sem áttu sér stað úti á sjó. Okkur bar gæfa til jtess held ég, með jteim hugmyndum sem sköpuðust á jressum tíma að vinna saman í jæssu þannig að þetta væri einn fiskmarkaður sem myndi vinna að því að selja fiskinn og aðlaga söluna á ftskinum þeim hefðbundnu vinnuaðferðum sem vom til staðar á jreim tíma á Islandi. Svaiti kassinn kom því aldrei til. Gólfmarkaður var gamalt fyrir- brigði og við töldum að Jesú hetði keypt þessa fimm fiska á góifmarkaði á sínum tíma. Nú vom nýir tímar. Þannig að jressi hugmynd, að nýta jrekkingu ftskkaupenda og sjómanna á því sem jteir voru að gera kom fljótt upp á borðið. Láta þá Iýsa fiskinunt og tilkynna hvenær jreir væm hugsanlega í landi og í hvaða höfn. Bjóða upp fisk þar sem kaupendur gætu verið víðsvegar og þyrftu ekki endi- lega að koma á staðinn, sem sagt; tjarskipamarkaður. splunkuný hugmynd sem hvergi í heiminum hafði verið reynd. I dag em fiskntarkaðir ekki öðmvísi uppbyggðir en það að jreir séu með fjarskipta- sölu líka. Ekki bara fiskur Fiskmarkaðurinn óx hratt og viðtökur ntanna vom yfirleitt góðar. Opnaðar vom svokallaðar útstöðvai' í Njarðvík. Grindavík og í Sandgerði og í byrjun síðasta árs var opnuð útstöð á Isafirði eftir að Fiskmarkaður ísafjarðar lagði upp laupana. Einnig er FMS 25% eigandi að Fiskmarkaði Homafjarðar. Eitt af því sent gera þurfti í byrjun var að útbúa umfangsmikið hugbúnaðarkeifi sem notað er við fjarskipta- söluna. Ingólfur Öm Guðjónsson er sérfræðingur FMS í öllu sem viðkemur tölvum og nú er svo komið að fyrirtækið selur ekki lengur ein- ungis fisk heldur hugbúnað líka. Nýbygging Fiskmarkadar Suðurnesja og Sandgerðisbæjar við Sandgerðishöfn. Húsið verður kallað Hafnarliús og kemur til með að hýsa starfsemi FMS og hafnarinnar. VF-myndir: hbb 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.