Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 16.01.1997, Blaðsíða 9
„Við seldum hugbúnað til til fiskmarkaðs í New Bedford í Bandaríkjunum á síðasta ári í framhaldi af kynningu á Boston sjávarútvegssýningunni og verður liann tekinn í notkun nú í febrúar. Við fáum af því innkontutekjur um alla eilífð. Það góða við jjetta kerfi er að það er svo auðvelt að aðlaga jrað að þörfum ]jess sem vill fá það og þarf að nota það. Þeir aðilar sem keyptu það af okkur hafa verið að auglýsa það en ekki sem fiskmarkaðskerfi. Þeir kalla þetta „Base" þ.e.a.s. kaupenda- og seljendauppboð og hafa auglýst í stærstu sjáv- arútvegstímaritum Bandaríkjanna. Þeir eru búnir að fá þvílíka svörun að [reir eru núna að vinna í því um öll Bandaríkin að selja kerfið ekki bara fyrir ftsk heldur fyrir græn- rneti, kjöt og alls konar hluti. Ef þetta gengur upp í Ameríku þá er þetta náttúrulega alveg of- boðslega skemmtilegt að Is- lendingar haft búið til mark- aðskerfi fyrir Ameríkananrí'. Markmiðið að iækka þjónustu- gjöldin Nú eruð þið pcningalega séð eitt stærsta fyrirtækið á Suðurnesjum, hvernig kentur þetta út rekstrarlega séð? „Fiskmarkaður Suðumesja veltir gífurlegum peningum. Reiknistofa fiskmarkaðanna sem FMS er 88% eigandi að stofnuðum við upp úr tölvu- kerfmu. Reiknistofan er enn eitt afsprengið í rekstri FMS og er í raun „batterí" í kringum hug- búnaðinn, tölvukerfið og allt reiknishald. Hins vegar em tekjur FMS aðeins prósenta af veltunni. Sem þjónustufyrirtæki eruni við rnjög lágt hlutfall af tekjum miðað við rekstrarkostnað. Við byrjuðum með mjög lítið hlutafé eingöngu 2,3 milljónir og fyrstu árin vorum við mjög blankir. Umbúðakostnaður þ.e.a.s. karakaup hafa verið gífurleg og við emm búin að kaupa kör fyrir hundruð mill- jóna á þessum tíma. Við höfum verið að reyna að byggja okkur upp með aðstoð aðila á öllum stöðum, eins og Grindvíkinganna eða svokallaðrar „grútarmaffu" sem að var svo framsýn að byggja fiskmarkaðshús sem við eruni hluthafar að og leigjum síðan. Landshöfn Ketlavík, Njarðvík keypti á sínum tínta Sjöstjömuhúsin og leigir okkur aðstöðu þar og síðan keyptum við okkur húsnæði með aðstoð Sandgerðisbæjar á sínum tíma. Þar erum við núna að byggja stórhýsi nteð Sandgerðisbæ og ætlunt að opna það í vor um leið og við fögnum tíu ára afmæli fyrirtækisins. Þá munum við vera með sams konar húsnæði á öllum stöðum þar sem við getum boðið upp á nákvæmlega sömu þjónustu. Við erum komnir í þá stöðu í dag að geta gert þessa hluti vel en jafnframt er ntarkmið félagsins að lækka þjónustu- gjöldin." Logi segir að verð hlutabréfa hafi hækkað mikið við útboð sem var nýlega. Fimmtungur hlutabréfa sem seld voru á frjálsum markaði seldust á genginu 3,6. Hvernig voru viðtökur og annað í kringuni þetta þegar þú horfir til baka tíu árum frá stofnun FMS? „Þegar fiskmarkaðurinn kemur hér 1987 þá er fiskvinnsla nánast að drepast á þessu svæði. I dag er fullt af litlum og mill- stórum fyrirtækjum í gangi sem urðu til eftir stofnun fiskmarkaðsins. Þetta náttúru- lega segir meira en mörg afturhaldsorð um það að fiskmarkaður hafi ekki verið rétta leiðin. Við höfum verið að seija hér upp undir 50% af þeim landaða afla sem komið hefur hér á Suðumesjum. Vinnum saman Þannig að fískmarkaður á Suðurnesjum var í raun ákt eðin iausn á m.a. kvóta fyrir svæðið? . Já, hugntyndir okkar á Fiskmarkaði Suðumesja hafa leyst fisksölumál á Islandi með það að gera að lítil höfn með einn fiskverkanda er ekki eini kaupandinn. Það er lykilatriðið. Við fundum lausn á því hvemig mátti fjölga kaupendum á litlum stöðum. Eg er á þeirri skoðun að okkar bar gæfa til þess hér á Suðumesjum að vinna saman. Það er lykilatriðið að okkar vel- gengni. Við erurn stórir vegna þess að við vinnum saman þ.e. Fiskmarkaður Suðumesja og Suðumesjamenn og við emm leiðandi í fiskmörkuðunum og fiskmarkaðskenningunni vegna þess að þetta mikla magn sem fer um fiskmarkaðinn gefur tækifæri til þess að geta unnið betur." Sem stjómarfomiaður FMS hefur farið mikill tími hjá Loga í mál tengd fiskmárkaðnum. En hann hefur verið með puttana í fiski frá því hann var tíu ára og var einn af þeim fyrstu sem hófu útflutning á ferskum fiski fyrir tuttugu árum síðan. Það hófst í félagi nteð þeim Eiríki Hjartarsyni og Jóhannesi Sigurðssyni í húsnæði á Vesturgötunni í Keflavík. Fljótlega ákvað Jóhannes að draga sig út en þeir Logi og Eiríkur unnu saman í sjö ár. Þá skildu þeirra leiðir en Logi og Bjargey Einarsdóttir, eiginkona hans héldu áfram rekstri Tros. Bílaverkstseði með átta niðurföllum Hverjar voru ykkar hugmyndir um þetta á sínum tíma? „Þetta byrjaði þannig að ég, Eiríkur og Jóhannes fórum niður í saltfiskhús með kerru og fengum skötu og karfa sem við fluttum inn á Englandsmarkað. Svo fómm við að flytja heilan fisk í flugi inn á Englandsmarkað og byrjuðum svo að llaka hann. Eiríkur var reyndar með útflutningsfyrir- tæki og hafði verið að flytja út fisk frá öðrum til Ameríku og síðan byrjuðum við sjálfir að flaka hann. Við fluttum fljótlega til Sandgerðis. Keyptum þar bílaverkstæði og vomnt svo heppnir að það var með átta niðurföllum. Við byrjuðum þar í 240 fermetra húsi sem við höfum síðan stækkað mikið". Gæðin númer eitt Logi segir að hann hafi verið heppinn með starfsfólk sem hefur nánst verið það sama alla tíð. Þegar Ixigi er spurður um mikilvægi vörunnar er hann ekki lengi að svara: „Gæðin em númer eitt, tvö og þrjú. Efþú ætlar að halda haus í fersk- fiskmarkaðinum þá verðurðu að tryggja það að fiskurinn sent þú ert að senda hafi svona tíu til fjórtán daga líftíma eftir að hann kentur til kaupandans." I dag kaupir þú nýveiddan fisk. Hvenær er hann kominn til kaupenda? „Yfirleitt daginn eftir eða degi síðar. Breytingin reyndar sem orðið hefur á síðastliðnum ámm hefur verið á þá lund að það hafa verið stórir línubátar sem em með beitingavélar og hafa verið úti í fimm til sjö daga. Við kaupum mikið af afla frá síðustu tveimur til þremur veiðidögunum. Þessi útgerð skiptir okkur mjög miklu máli vegna þess að þessi bátar em nánast á línu allt árið og þorskurinn og ýsan af þeim er eitt besta hráefni sem hægt er að fá að undanskyldum þessum dagróðrarbátum á línu sem em bestir. Einnig höfum við notað netaýsu af Selvogsbanka. Eg veit ekki alveg út af hverju en bankaýsa er betri ýsa en önnur. Einnig höfum við fundið út eftir tilkomu fiskmarkaða hringinn í kringum landið að netaýsa og línuýsa af Austfjörðum er líka mjög góð og sérstaklega af norðurfjörðunum. En ýsa er okkar mál". Umhverfisvænt Aður en fiskmarkaðir komu til var Tros með föst viðskipti við lfnubáta auk þess sem fyrirtæk- ið gerði út tvo til þrjá báta til ársins 1989. „Þá hættum við öllum afskiptum af útgerð enda teljum við okkur vera færara fiskvinnslufólk heldur en útgerðarmenn". Tros lenti í úrtaki og var boðið að vera eitt af tíu fyrirtækjum á landinu sem Evrópusambandið styrkir til að láta votta sig sem með umhverfisstefnu. Logi segir að um 99% af því sem telst úrgangur hjá fyrirtækinu færi í endurvinnslu og nú væri unnið í þessu verkefhi en að því loknu fær Tros vottun sem um- hverfisvænt fyrirtæki. En hvert er uppluifið að fiskinum í — Logi hefur eingöngu flutt út ferskan fisk með flugi frá Kellavík. „Þegar við byrjuðum fluttu Flugleiðir einhver 700 tonn af frakt, 200 tonn af því var fiskur, hitt einhver annar vamingur. Nú eru flutt út urn 20 þúsund tonn og fiskur uppi- staðan. Þróunin hefur orðið geysileg bæði vestur og austur, til Evrópu og Ameríku en okkar útflutningur er mestur til Bandaríkjanna". Hvaða tegundir eru þetta seni þið hafið aðallega verið að selja? „Við seljum nánast allar tegundir. Uppistaðan af því sem við fJamleiðum sjálfirerýsa, karfi, grálúða og allur flatfiskur. Við flytjum einnig mikið út af þorski en framleiðum tiltölulega lítið. Við emm í mjög góðu samstarfi við Fiskanes í Grindavík sem við flytjum út fyrir og markaðsetjum fyrir þá ferskfisk". MYÍVDIR ÍR STARFI Myndirnarhérad ofan og til hliðar voru teknar á upp- boði hjá Fiskmarkaði Suðurnesja í Njarðvík sl. mánudag. Eyþór Jónsson og Ólafur Þór Jóhannsson að störfum við uppboð. Ólafur hefur starfað með Loga frá upphafi. Ingólfur Órn Guðjónsson er sérfræðingur FMS í öllu sem viðkemurtölvum og nú ersvo komið að fyrirtækið selur ekki lengur einungis fisk heldur hug- búnað líka. LOGI um fiskverd ..... Sjómenn hafa lært mjög fljótt að samþykkja bæði lág og há verð og einnig að nýta kvótann vel með því að róa þegar verð er hátt... “ LOGI um kaupendur og seljendur ..... Ifið höfum ekki áhyggjur á meðan bæði kaupendur og seljendur kvarta. Seljendur kvarta yfirþví að við séum kaupendahollir og öfugt. Það er ekki hægt að hugsa sér það betra "... LOGI um svarta kassann .....menn höfðu áhyggjur afþví að sjómenn myndu Ijúga. Þá komu upp hugmyndirað setja „svarta kassa" í bátana... Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.