Víkurfréttir - 16.01.1997, Qupperneq 10
FISKURINN
ER MITT LÍF!
Loga? Hvernig kemur þetta
til að þú ferfí inn á þessa
braut?
„Eg held því fram að ég sé
búinn að vinna fyrir mér síðan
ég var tíu ára. Allar vertíðar var
maður að vinna í fiski |)egar
mikið barst að. Mér hefur aldrei
leiðst að vinna. Maður fór í síld
á haustin og á vetuma var
maður í því að leggja niður
hrogn. Mér þykir eiginlega
ekkert skemmtilegra en að
vinna í fiski. Það em líka svo
ofboðslegar sveiflur. Stundum
ofboðslega mikið að gera og
stundum nákvæmlega ekki
neitt. Ég held að maður sé eins
og nokkurs konar barómet.
Maður er latur þegar það er rok
og er duglegur þegar það er
logn“, segir Logi og hlær.
Uppruninn
Logi er vel þekktur
Suðumesjamaður og þegar
hann er spurður út í upprunann
tók hann sér stutt málhlé sem
þó gerist sjaldan, dreypir á
kaffinu sem hann hafði ekki
hreyft lengi og spyr svo á móti.
„Fær maður ársins ekkert út í
kaffið, svona seint á föstu-
dagskvöldi"? og lítur spumar-
augurn á blaðamanninn sem
lofar því komi hann með góða
sögu um sig frá bamæsku. Því
haft nefnilega verið laumað að
blaðamanni að nafngift Loga sé
engin tilviljun.
Logi í bruna
„Ég er fæddur í Skagafirði og
kom undan í Málmey og tel
mig einn mesta Skagfirðing
allra tíma". Logibrosirog
blaðamaðurinn getur ekki
annað. „Ég fæddist 14. mars
1951 uppi íLitlu-Brekku 1951
og var sendur strax út í eyju í
kommóðuskúffu í opnum bát.
A Þorláksmessunótt brann
bærinn okkar. Ég var lagður í
jötu 24. desember og svaf í
fjárhúsunum yfir jólin". Logi
segir að þessi saga svari
spumingunni með nafnið en
það sé þó eitthvað sem hann
Itafi aldrei fengið staðfest.
Fjómm ámm síðar eða árið
1955 lágu leiðir þessa unga
Skagfirðings með fjölskyldu
sinni til Keflavíkur. Faðir hans
fékk vinnu hjá fyrirtæki sem hét
Hamilton á Keflavfkurflugvelli
])egar uppbygging var þar í full-
um gangi. Hans vissi ekki þá að
yngsti sonur hans ætti eftir að
verða mikill herstöðvarand-
stæðingur.
„Ég hef búið hér síðan, reyndar
á sennilega tuttugu og eitthvað
stöðum í Keflavík en aldrei í
Njarðvík. Ég hef alltaf litið á
mig sem Suðumesjamann því
mér finnst þetta eitt atvinnu-
svæði og hef oft sagt frá því
þegar ég bjó f Keflavík, átti
fiskverkun í Sandgerði, beitti
úti í Garði, gerði báta út í
Grindavík og keypti fisk á
fiskmarkaðinum í Njarðvík.
Sem btim þá var ég sendur í
sveit í níu sumur, þar af þrjú á
Isaólfsskála í Grindavík sem er
sennilega sú sveit sent mér
þykir vænst um. Þannig að
maður hefur alltaf þurft að vera
einhvers staðar og gera eitt-
hvað. íhaldssemin erekki til
þannig að maður er opinn fyrir
því að breytingar þurfa ekki
endilega að vera vondar".
Logn hefur ekki fyigt Loga
hvorki sem peyja eða fulloðm-
um manni. Skólaganga var t.d.
ekki efst á lista hans sem bams.
„Nei, mér gekk nú alltaf mjög
erfiðlega að fara í gegnum
skóla. A flestum stigum eftir 5.
bekk í bamaskóla var ég rekinn
annaðhvort í langan eða
skamman tíma þannig að ég
útskrifaðist ekki sem gagnfræð-
ingur fyrr en þremur árum
seinna þá tvítugur. Þaðan fór ég
í fiskvinnsluskólann. Ég ætti
ekki minn maka í dag hefði ég
ekki verið rekinn úr skóla vegna
þess að ég kynntist konunni
minni þegar ég fór aftur í skóla.
Úr ftskvinnsluskólanum útskrif-
aðist ég árið 1975 og vann
fyrstu mánuðina lyrir
Ríkismatið og hafði náttúmlega
engan veginn afkomu af því.
Sama vetur byrjaði ég hjá
Andra sem jteir Þórarinsbræður
áttu. Ég tek svo við verkstjóm
þar 1. maí 1976 og er verkstjóri
þar til haustsins 1977 þegar þeir
hætta starfsemi. Égræðmigþá
á Sjöstjömuna, í tækin þar og
síld og þar byrjar sem sagt þessi
ferskfiskvinnsla. Ég hafði
unnið eitthvað fyrir Eirík um
vorið 1977 í Andra og þar byrj-
ar sem sagt Tros."
Golt, brids og lax
Þrátt fyrir dugnað á atvinnu-
sviðinu þá hefurðu gefið þér
tínia fyrir áhugamál.
„Ég hef alltaf verið rosalegt
félagsmálafrík og hef haft
gaman af öllum íþróttum. Golf
hefur átt hug minn allan
ingur að ég var oft upp á kant
við þá sem stjómuðu, skólayftr-
völd og svoleiðis."
Þannig að þú \ erður helst að
stjórna?
„Nei nei, alls ekki. Það verður
helst að vera þannig að menn
hlusti á það sem ég er að segja."
Sem sagt ofit frekur?
Logi svarar ekki alveg að
bragði, dreypir snöggt á kaffinu
og segir svo: „Þegar ég var í
öðmm bekk í gagnfræðaskóla
kom ég heim úr miðsvetrarprófi
með þessa umsögn: Hegðun -
mjög slæm og aðrar umsagnir;
frekur, ókurteis, óhlýðinn.
Ég velti því lengi fyrir mér
hvort ég ætti að sýna pabba eða
mömmu einkunnabókina en ég
ákvað að vera hugrakkur og
sýna pabba hana. Hann kvittaði
undir hana og sagði: „Logi
minn. Þetta er bestu meðmæii
sem nokkur nemandi getur
fengið frá kennara." Þetta er
síðastliðin ár og á undan því var
ég á kafi í briddsi og spilaði þar
með mörgum góðum mönnum
sem hafa síðan orðið landsliðs-
menn. Sjálfur spilaði ég í úrslit-
um í Islandsmóti bæði í
sveitakeppni og í tvímenningi.
Síðan er það laxveiðin sem
tengdapabbi minn smitaði mig
af. Þar á ég marga yndislega
vini sem ég fer með 3-4 sinnum
á ári í veiðitúr. Mér finnst
voðalega leiðinlegt að hvíla mig
og sef tiltölulega mjög Iítið og
mér finnst ofsalega gamttn að
vera til og vera að gera eitthvað
en hins vegar er ég oft mjög
hvass og hreinskilinn og hef
aldrei lært að tala ljúflega og
þess vegna oft lent í andstöðu
um ýmis mál. Það má segja að
minn heisti kostur og helsti galli
sé sá að segja það fyrsta sent
kemur upp í hugann enda var
það þannig þegar ég var ungl-
eina einkunnabókin sem ég á í
dag."
Jafnaðarmaður
Logi hefur ekki komist h já
því að skipta sér af póiitík.
Hann liefur þótt verulega vin-
stra inegin og hafa margir
lial't á orði að það væri skrítið
Itvað Koinminn græddi niikla
peninga á fiskútflutningnum.
Kapitalískur kommi. Hvernig
er það liægt?
„Ég er náttúruiega alinn upp í
fátækt og ég gleymi því ekkert
að áfram verður fullt af fátækt í
landinu. Það þarf að athuga vel
í uppbyggingu okkar samfélags
að það þarf að hugsa mjög vel
um fólkið í landinu ekki bara þá
sem eru að stússast í atvinnu-
rekstri og græða peninga. Það
þarf að byggja upp
félagsaðstöðu því annars erum
við ekki samfélag. Ég hef
aldrei verið í pólitískum flokki
fýrr en nýlega og það er einföld
ástæða fyrir því. Ég held að
pólitísk afskipti mín sem hafa
ekki verið flokksbundin heldur
svona mannleg. Ég féll sem
ungur maður fyrir Geir
Gunnarssyni sem var þing-
maður Alþýðubandalagsins og
ég hef fáum mönnum kynnst
um ævina sem hafa verið eins
félagshugsandi um að sam-
félagið þyrfti að vera heilt. Þú
hugsar ekki heila hugsun ef þú
hugsar ekki að allir eigi að hafa
þaðaf. Ef bara einhver
ákveðinn hópur á að liafa það af
þá er þetta ekki samfélag. Geir
Gunnarsson kenndi mér þetta.
Svo hef ég alla tíð verið her-
stöðvarandstæðingur. Ég er á
móti því að menn megi drepa
hvem annan í hvaða tilgangi
sem er. Síðan þegar Geir lét af
störfum tók Olafur Ragnar við
af honum sem frambjóðandi
fýrirAlþýðubandalagið. Það
var maður sem ég treysti mjög
vel fyrir samfélaginu og í sumar
þegar hann bauð sig fram til
forseta þá studdi ég hann og
stjórnaði kosningabaráttu hans
hér og kannski frelsisbaráttu
minni líka fyrir því að vera ekki
bundinn þessum alþýðubanda-
lagsafturhaldssöflum. Ég geng
síðan eftir kosningabaráttu
Ólafs Ragnars í Alþýðu-
flokkinn, ekki pólitískt heldur
eingöngu til þess að leggja
áherslu á það að það eigi að
vera tveir stjómamálaflokkar á
íslandi. Þá geta stjómmálamenn
ekki svikið kosningaloforð eins
og þeir hafa gert. Það er nefni-
lega alltof mikið af þessu
samssteypustjómum. Þá þarf
enginn að standa við kosninga-
loforðin og stefnur ríkisstjóm-
anna verða alltaf allt aðrar en
flokkanna. Menn segja alltaf að
ekki sé hægt að gera meira út af
samstarfsflokknum. Þessvegna
legg ég áherslu á að það verði
tveir flokkar. I þessu samfélagi
verður að taka tillit til allra
þjóðfélagshópa. Það þurfa allir
að lifa og þess vegna er ég jaf-
naðarmaður en það kemur ekki
í veg fyrir það að ég sé líka
bissnessmaðurí'.
nm
„Logi er mjög félagslega sinnaður og er tilbúinn að fóma sér í
þágu málstaðarins. Pcrsónulega hef ég átt mjög gott samstarf við
Loga. Því til staðfestingar vorum við saman í stjóm Golfklúbbs
Suðumesja í sex ár sem aldrei bar skugga á“. segir Hörður
(luðmundsson, rakari og förmuður Golfklúbbs
Suðurnesja í timmtán ár.
„Logi hefur ekki fengið neitt með silfurskeið og þurft að vinna
fyrir sínu með hörku. Tryggari og hjálpsamari mann er erfitt fmna
- Itann segir sjaldan nei og má ekkert aumt sjá þegar leitað er til
hans. Hann cr fljótur að setja sig inn íliluti og taka ákvarðttnir þó
ef til vill ekki allir séu honum sammála. Svo sýndi hann einstakt
stiiðumat jiegar liann valdi sér maka". segir Helgi Jóhannsson,
æskufélagi Loga og forstjóri Samvinnuferða Landsýnar.
.Jfann er kraftmikiil og fylginn sér og lætur verkin tala. Ef hann
fær hugmynd þá ann hann sé ekki hvfldar fyrr en hún helur verið
framkvæmd. Þessi eiginleiki lians hefur komið sér vel í störfum
hans hjá FMS. Logi er þrátt fyrir að vera harður í viðskiplum
hjartahlýr, raungóður og er vinur vina sinna [regar þeir þurfa á
honum að halda", segir Olafur Þór Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri FMS og sainstarfsmaöur Loga frá
upphafi vega hjá fiskmarkaðmim.
„Logi mjög ákveðinn og fvlginn sér og af inörgum talinn
frekur. Mætti stundum sitja á strák sínum og spara stórvrð-
in“, segir Hörður Guðmundsson.
„Imgi segir hlutina stundum umyrðalaust þó mönnuin svíði
undan. Hann getur verið mjög einstrengislegur og allt að því
sauöþrár. Eg man t.d. að á lians yngri árum leyfðu pólitískar
skoðanir hans honum ekki að kaupa einbýlishús. Þetta
hrcyttist þó með aldrinum. Logi er eitilharður og beitir oft
|ieirri taktík - að þú mátt hafa hvaða skoðun sem er - svo
lengi sem luin er hans", segir Helgi Jóhannsson.
„Hann er iníkill ákafamaður og hættir til að fara fram úr sér.
Það leiðir til þess að liann á það til að vera ekki nógu „dipló"
á viðkvæmu stigi í samningaferli. Þá kemur það fyrir liann
eins og okkur öll að það liggur illa í bólið hans. Þá verður
hanns snakillur, sem fer í taugarnar á ntér, en þetta líður
alltaf fljótt h já og þá er hann fl.jótur að koma og gera bragar-
bót“, segir Ólafur Þór.
VIÐTAL'. PÁLL KETILSSOH
WYNDIR: HILNIAR BRAGIBÁRÐARSON
10
Víkurfréttir