Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.01.1997, Síða 15

Víkurfréttir - 16.01.1997, Síða 15
Snóker Jón Oli trompaði Ingimund í ósamótinu Jón Olafur Jónsson sigraði á ásamóti Knattborðsstofu Suðrnesja á miðviku- dagskvöldið í sl. viku. Atján keppendur mættu til leiks og gekk mótið vel í alla staði. Reglur í ásamó- tum eru frábrugnar að því leyti að aðeins ein rauð kúla er höfð á borðinu og leikurinn því fyrr að klárast pg allir geta unnið alla. I umspili um þriðja sætið spiluðu Atli Geir Einars- spn frá Isaftrði og Reynir Astþórsson sem verið hefur í „útlegð" í Dan- mörku. Reynir kom öllum á óvart og sigraði þó svo að hann væri aðeins farinn að ryðga þegar kom að lituðu kúlunum sem þarf að skjóta í réttri röð. Bronsið fór því á sömu leið eins og handritin forðum nú f fylgd Reynis sem fór á kostum með kjuðann. Jón Óli og Ingimundur Magnússon kepptu um fyrsta sætið en þeir eru tveir af bestu og reyndustu mönnum félagsins. Þeir voru báðir orðnir býsna framlágir þegar kom að úrslitaleiknum enda búnir að spila í tæpa fimrn tfma. Svo fór þó að lokum að Jón Óli sigraði og hefur hann aldrei spilað betur en um þessar mundir. Ingimundur hirti silfrið í annað skipti á skömmum tíma og sýndi fram á hve sterkur spilari hann er þegar komið er út mótin. Píparkökur hússins boru í boði Hafsteins Gíslasonar og Tælenska flamengo tríósins bahajol. Annað ásamót ársins fer fram nk. laugardag kl. 17.00 og eru allir spilarar hvattir til að niæta. Skráning er á staðnum og í síma 421 3822. 80 ára afmæli átti Elísabet Þórhallsdóttir þann 15. janúar. Hún tekur á móti gestum í samkomuhúsinu Garði, laug- ardaginn 18. janúar kl. 18. Kareii reynir víi dmmmhi Karen Sævarsdóttir íslandsmeistari kvenna í golfi síðustu átta árin hefur ákveðið að reyna sig í atvinnumennsku í Bandaríkjunum en hún lauk markaðsfræðinámi sínu frá Lamar há- skólanum í Beaumont í Texas um jólin. „Það er annað hvort að hrökkva eða stökkva. Eg tel að það sé kominn tími til að reyna við ný markmið og þá er atvinnu- mennska næsta skrefið", sagði Karen í samtali við blaðið en hún var stödd á heimaslóðum yfir jól og áramót en fór til Bandaríkjanna í morgun. Karen sagði að hún teldi sig til- búna til að takast á við þetta erf- iða verkefni sem atvinnu- menska er.,.Þegar komið er út í atvinnumennsku er það ekki síst höfuðið, þ.e. hugarfarið sem spilar stóran þátt í því hvemig árangri maður nær. Eg hef verið í góðri samvinnu með þekktum golfkennara sem heitir Mr. Mark Steinbauer og hef notið leiðsagnar hans undafarin tæp tvö ár. Þá hef ég fengið leiðsögn frá kunnum íþróttasálfræðingi sem heitir Dr. Fran Pirozollo", sagði Karen en báðir þessir kappar em kunnir fyrir sín störf í Bandaríkjunum. Sá síðar- nefndi hefur m.a. unnið mikið með Greg Norman og Berhard Langer en þeir eru tveir af fremstu kylfingum heims. Karen mun leika á mótaröð sem heitir Golden Bear Tour en það er Gullbjörninn sjálfur, Jack Nicklaus sem er aðalstyrktarað- ili hennar. Fyrsta mótið verður 20. mars. Þetta er nokkurs kon- ar neðri deild frá mótaröðinni þar sem bestu kylfingar heims leika á LPGA mótaröðinni. Nái Karen að spreyta sig á Gull- bjamarmótaröðinni kemst hún j hugsanlega í hóp eitt hundrað j bestu kvenkylfinga í Bandaríkj- unum. Hún segist hafa sett upp dagskrá næstu þrjú árin og fyrsta árið mun hún Ieika í a.m.k. 23 mótum sem flest verða á Floridaskaganum. Þá mun hún einnig taka þátt í einu eða tveimur úrtökumótum fyrir LPGA mótaröðina ef hún hefur | ekki unnið sér þátttökurétt þar á Gullbjamarmótaröðinni. „Þetta er stíf dagskrá en nú er ég að reyna við atvinnumennsku og það verður skemmtilegt verk- efni að geta einbeitt sér ein- göngu að því. Ég hræðist það ekki og tel mig hafa líkamlega getu og kunnáttu til að komast áfram en eins og ég sagði er hugarfarið mjög stórt atriði. Þar greinast meistararnir frá öðr- um", sagði Karen. Aðspurð um fjárhagslega getu sagði Karen að peningar væm vissulega svolítið áhyggjuefni þegar farið væri út í svona verk- efhi. Ekki væri um miklar vinn- ingsupphæðir að ræða á þessum | minni mótaröðum en kostnaður við uppihald, ferðalög, móta- gjöld og annað væri talsverður. A stóru mótaröðinni, LPGA eru hins vegar stórar peningaupp- hæðir í veði. „Peningamálin eru í svolítilli óvissu. Því neita ég ekki en það er verið að skoða þau mál“, sagði Karen en einn | þeirra möguleika sem ræddir hafa verið er stofnun hlutafélags um hana líkt og verið er að gera með Birgi Leif Hafþórsson, Is- landsmeistara karla en hann stefnir einnig á atvinnu- mennsku. Subur- nesjaliðin sigrubu öll „Þetta eiu tvö bestu liðin í deildinni og Ijóst að bikarúrslitaleikurinn el'tir hálfan trtánuð verður s|X‘nnandi og skemmtile- gur“, sagði Anna María Sveinsdóttir, fyrirliði Keflavíkurliðsins sem bar sigurorð af KR á þriðjudagskvöld í Keflavík 61-56. Sigur þeirra var þó alls ekki sannfærandi og það var aðeins á loka- mínútunum sem þær náðu að sigla fram úr, með góðri pressuvörn, því þegar skammt var til leiksloka voru KR- stúlkur með sjö stiga forystu. I Njarðvík tóku Njarðvíkurstúlkur á móti ÍR og sigruðu 49:40. Grindavíkurstúlkur burstuðu hins vegar Breiðablik á útivelli 31:72. Hnnnar fær gömlu félagana í heimsókn í Veslurbæinn -og spáir Grindvíkingiun sigri gegn Keflvíkingum „Vonandi get ég nýtt mér eitthvað þekkingu mína á Njarðvík- urliðinu. Liðin em nokkuð jöfn að getu þannig að þá má ömgglega búast við hörkuleik", sagði Hrannar Hólmar þjálf- ari KR sem fær Njarðvík íheimsókn íVesturbæinn í kvöld. Eina áhyggjuefni Hrannar er að Jon- athan Bow er meiddur í baki og óvíst livort hann geti leikið með KR-ingum gegn síðustu lærisveinum Hrannars. 1 Keflavík eigast við heimamenn og Isl- andsmeistarar Grindavíkur.. „Ef við gefum okkur að skyttur liðanna jafnist nokkum veg- inn út því bæði lið eiga mjög góðar skytt- ur þá gætu Banda- ríkjamennimir ráðið miklu um úrslitin. Keflvíkingar hafa mjög fjölhæfan kana sem fáir leikmenn geta stöðvað án hjálp- ar samherjanna og Grindvíkingar hafa gríðarlega sterkan mann undir körfunni sem Keflvíkingar gætu átt í erfiðleikum með. Annars er þetta líka mikið spursmál um dagsfonn skyttanna og reyndar alls liðsins. Það kæmi mér þó frekar á óvart að Grindavík næði að leggja Keflavík á þeir- ra eigin heimavelli," sagði Hrannar. Víkuifréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.