Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.1997, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 23.01.1997, Blaðsíða 6
Tónlistarskólinn í Keflavík A' Vinnukoinigrip á gítar 6 vikna námskeið Kennari: Kjartan Már Kjartansson. Námskeiðid hefst i byrjun febrúar. Innritun i sima 421 1153 alla virka daga frá kl. 13 til 17. Skólastjórí Samvörbur '97 í Reykjanesbœ: ogeiÉ1 n i Bæjarstjórn Reykjanes- bæjar hefur ákveðið að veita frí alnot af íþrótta- vellinum þann 21. og 28. júlí nk. fyrir opnunar- og lokaathöfn almannavamar- æfingarinnar „Samvörður '97" eða Partnership for Peace. Jafnframt leigir Reykjanesbær aðstöðu í íþróttahúsinu við Sunnu- braut og í Holtaskóla. UPPL YSINGAR FYRIR FARÞEGA AVR TILATHUGUNAR FYRIR FARÞEGA Farkon eru til sölu í afgreiðslu SBK Umferðamiðstöðinni að Hafnargötu 12, á skrif- stofu Njarðvíkurskóla, Myllubakkaskóla, Holtaskóla og F.S. Hafið rétt fargjald, peninga eða kort tilbúið þegar þið stigið upp í vagninn, vagnstjórar gefa ekki til baka. Gætið þess að ná góðri handfestu á súlu eða loftstöng. Sleppið ekki takinu lyrr en vagninn hefur numið staðar. Standið ekki ef sæti eru laus. Bamakerrur og vagnar þurfa að vera vel skorðaðir og með hemlum. Þeim tilmælum er beint til bama og unglinga að þeir bjóði fötluðum og öldruðum sæti. Gætið vel að ykkur þegar þið stigið úr vagn- inum. Ef þið eruð með bam, þá látið það fara út á undan ykkur, því vagnstjórinn sér þá betur til ferða þess í hliðarspeglum vagnsins. Látið vita með bjöllunni tímanlega áður en þið ætlið úr vagninum. VERÐÚTSKÝRINGAR Fargjald fyrir fullorðna er kr. 100.- Mánaðarkort kr. 2.500.- Eigandi kortsins getur lánað það öðmm í fjölskyldunni eða vinum og kunningjum. Fargjald fyrir 12-15 ára kr. 50.-, og fyrir 6-11 ára kr. 25.- Grunnskólanemum em seld kort sem gilda fyrir námsönn og kosta kr. 2.000.- Fjölbrautaskólanemum em seld kort sem kosta kr. 5.IXX).- og gilda námsönn. Kortin verða seld á skrifstofum viðkomandi skóla. Gmnnskólanemendur í 1 - 3 bekk greiða ekki fargjöld til og frá skóla. Farkort þeirra verða atbent á skrifstofu viðkomandi skóla. GERÐ KORTA Mánaðarkort eru græn. Gmnnskólakort em gul. Fjölbrautaskólakort eru blá. Farkort 1.-3. bekk eru rauð. Kortin em gerð úr plasti og í stærð venjulegra viðskiptakorta. Einstök fargjöld em greidd við komu í vagninn. TÍMATAFLAN Ekið er á 30 mínútna fresti frá kl. 06:40 til kl 19:10, en 60 mínútna fresti eftir það fram að miðnætti. Vagnar AVR hefja ferðir frá Umferðamiðstöð að jafnaði á heilum og hálfum tíma til Njarðvíkur, en 10 mínútur yfir heilan og hálfan tíma um Keflavíkur. Við lok hverrar ferðar breytast vagnar þannig að Leið 1 verður Leið 2 við Umferðamiðstöð og á sama hátt verður Leið 2 að Leið 1 á sama stað, Fyrsta ferð frá Umferðamiðstöð til Hafna er kl. 07:30 og síðasta ferð er kl 22:30 ÓHEIMILT Farþegum er óheimilt að flytja með sér fljót- andi efni í opnum ílátum. Neysla á mat, drykk, tóbaki og sælgæti er óheimil í vögnunum. Vagnstjóra er óheimilt að flytja áberandi ölvað fólk. Farþegum er óheimilt að hafa með sér dýr í vaenana. TILLITSEMI Sérstaka athygli ber að vekja á að hér er um tilraun að ræða, sem vafalaust á eftir að sníða ýmsa vankanta af. Það em því tilmæli til far- þega að þeir nýti vagninn sem best, fari ávallt sem aftast og myndi ekki örtröð eða óþarfa þrengsli við dyr eða í framhluta vagnsins. Einnig er þeint bent á að fara inn í vagninn að framan og út úr honum að aftan. Jafnframt og ekki síður biðjuni við aðra í umferðinni, að sýna tillitsemi og reyna að liðka til svo sem hægt er. Við þökkum þá miklu tillitsemi sent okkur hefur verið sýnd til þessa. Hefurþú farii) meÖ slrœló ? Beitu-Brcindur brunur um bœinn: Sláttuvélmni breytt í nýtt farartæki „Þetta er allt annað líf. Nú kemst ég allra minna ferða um bæinn og hef reyndar farið alla leið út í kirkju- garð," segir Guðbrandur Guðmundsson í samtali við blaðið. Guðbrandur, eða Beitu- Brandur, fékk góðan vin sinn, Sigurð Eiriksson á Reiðhjólaverkstæðinu, til að smíða nýstárlegt farartæki sem sést hefur á götum bæjarins á síðustu vikum og mánuðum. „Hugmyndina af þessu farartæki fékk ég þegar ég hoifði á sjónvarpið. Eg fór strax til Sigurðar og nefndi það við hann hvort hann vildi ekki smíða svona tæki fyrir mig. Hann var nú ekkert allt of hrifinn af því í upphafi, en ákvað að slá til og þetta er árangurinn. Ég er búinn að keyra um 450 kílómetra og það hefur ekkert bilað ennþá. Ég hef komist allt sem ég hef ætlað mér, en það em einungis mjög brattar brekkui' sem em erfiðar", segir Beitu- Brandur í samtali við blaðið. - En livers vegna þetla farartœki? „Ég er orðinn 75 ára gamall og fyrir löngu orðinn fótafúinn og þurfti eitthvað til að koma mér á niilli staða. Það er alltof rnikill kostnaður fyrir mig að reka bifreið. Ég hef verið að stokka upp línu í Röstinni og þurfti þvf að ferðast með leigubílum. Það var því sannkölluð himnasending að sjá svipað farartæki í sjón- Reykjunesbrant: Steypa flæddi úr steypubíl Töluverðar skemmdir urðu á nokkmm bifreiðum sem leið áttu um Reykjanesbraut um miðjan dag á laugardag. Bilun varð í steypubíl sem var á leið til Kellavíkur með þeim atleiðingum að mikið magn af steinsteypu flæddi úr bílnum. Steypubílíinn var á fullri ferð þegar óhappið varð og úðaðist steypa og grjót yftr bifreiðar sem á móti komu. Bílstjóri steypubílsins varð ekki sUrtx var við hvað hafði gerst og því var Reykjanesbrautin útötuð í steypu á um 1,4 km. kafla. Fjöimargar bifreiðar lentu í steypu- og gijóúegni og brotnuðu m.a. framljós, rúður sprungu og lakk skemmdist á nokkrum bíl- um. Lögreglan í Keflavík var kölluð til og tók hún skýrslu af steypubílstjóranum. Eigendur bifreiða sem lentu í steypu- og grjótregni af völdum bílsins geta snúið sér til lögreglunnar í Keflavík. 6 Víkupfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.