Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 23.01.1997, Blaðsíða 15
Nágrannaslagur í DHL-deildinni á sunnudag - Keflavík fær Njarðvík í heimsókn: Ætlum að stöðva Keflvíkinga -segir Fribrik Ragnarsson, fyrirlibi UMFN „Við munum láta finna fyrir okkur og það verður ekkert gefið eftir því við ætlum að stöðva Keflvíkingana," sagði Friðrik Ragnarsson fyrirliði Njarðvíkinga en þeir mæta Keflvíkingum í Keflavík á sunnudag kl. 16.00 í DHL- deildinni í körfuknattleik Búast má við hörkuleik og ljóst að Njarðvikingar þurfa að spila vel ætli þeir sér sigur gegn Keflvíkingunt sem tróna nú einir í efsta sæti deildar- innar. Friðrik sagði að nýr þjálfari, Astþór Ingason hafi komið með ný kerfi inn sem væri verið að fínpússa og yrðu orð- in vel æfð fyrir helgi. Reynd- ar hafi hann skoðað liðið ofan í kjölinn og byrjað að nýju með breyttum áherslum, kerfum og öllu sem því fylgir. Aðspurður um skyttuleysi liðsins sem Hrannar kvartaði undan þegar hann var látinn fara, sagði Friðrik Hrannar hafa nokkuð til síns máls. Þá væri bara að nota aðra styrk- leika sem væru t.d. undir körfunni. „Það eru allir heilir hjá okkur sem er mikilvægt því breiddin er ekki mjög mikil en hafa ber í huga að við þurfum fyrst að vinna Haukana á fimmtudag (í kvöld) sem eflaust eru hungraðir í sigur eftir slæmt gengi undanfarið", sagði Friðrik. Því má bæta við að í vikunni tók Keflvíkingurinn Einar Einarsson við þjálfun Haukaliðsins. Nú er bara að sjá hvort Njarðvíkurgrýlan sitji í Keflvíkingum á laugar- dag og Njarðvík fari með sig- ur af hólmi á heimavelli Kefl- víkinga. Keflavíh vann í toppslagnum Keflvíkingar unnu auðveldan sigur á Grindavík í Kcllavík á föstudaginn var í toppslag DHL-dcildarinnar í körfuknatt- lcik. Lokatölur urðu 95-69. Þ;tr með hal'a Kcflvíkingar náð tveggja stiga forskoti á Grinda- vík og silja nú cinir í efsta sæli með 22 stig. Leikurinn var ckki mikið fyrir augað enda mættu Grindvík- ingar mcð vængbrotið lið cn Marcl og Helgi Jónas voru báðir vcikir og Páll Axel hætli leik strax í upphafi enda ný- skriðinn upp úr flensu. Kclla- vík náði fljótlega öruggri for- ystu scm þcir héldu til leiks- íoka. A fimmtudag mættust Njarð- vík og KR á Seltjamamesi og sigruðu Njarðvíkingar með góðum lokaspretti með fjög- urra stigti mun. Næstu lekir 1. deíld kvenna: Lau. 25. jan. kl. 19.00 Kellavík-Breiðablik kl. 16.00 Njarðvík-Grindavík DHL-deildin: Fim. 23. jan. kl. 20.(X) Grindavík-Þór Ak. Njarðvík-Haukar ÍA-Kellavík Sun. 26. jan. kl. I6.(K) KeHavík-Njarövík kl. 20.ÍK) Skallagrímur-Grindavík UTBOÐ Hitaveita Sudurnesja óskar eftir tilboðum í verkið „KYNNINGAR- OG MÖTUNEYTISHÚS, SVARTSENGI - ÚTBODIIFULLFRÁGENGIÐ HÚS, HS96001". Verkið felst í byggingu kynningar- og mötuneytishúss í Svartsengi og skal húsinu skilað fullfrágengnu að innan og utan (ófrágengin lóð). Húsið er steinsteypt, flatarmál þess er 1220 m2 og rúmmál 5360 m3. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. desember 1997. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Njarðvík gegn 10.000.- kr. skilatryggingu frá og með föstudeginum 17. janúar 1997. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 10. febrúar 1997, kl. 11:00. HITAVEITA SUDURNESJA. NYTT DEILISKIPULAG Samkvæmt 17. grein skipulagslaga nr. 19/1964 er lýst eftir athuga- semdum við tillögu af deiliskipulagi í Reykjanesbæ. Skipulagssvæðið afmarkast af Bolafæti, Hjallavegi, Móavegi og Borgarvegi. Um er að ræða ein- býlishús og raðhús á einni hæð og fjölbýlishús á tveimur hæðum. Tillagan liggur frammi á skrifstofu fíeykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, frá 22. janúar til 19. febrúar 1997. Athugasemdum við tillöguna skal skila til bæjarstjóra Reykjanesbæjar eigi síðar en 5. mars 1997, og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir innan tilskilins frests, teljast samþykkir tillögunni. Reykjanesbæ, 22. janúar 1997. Bæjarstjórinn. ATVINNA Óskum eftir að ráða starfskraft. Timabundin ráðning. LJpplýsingar í símum 421-5254 og 421-5665. Úrvals flatkökur ehf. IMUTTY SYND UM HELGINA • UPPLYSINGARISIMSVARA NVJ/1 B|C) KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170 0 II DHL-DEILDINIKORFUKNATTLEIK: KEFLAMÍK-NMRDVÍK i íþróttahúsi Keflavikur ki 16 á sunnudag. L hnúsbaái íslands V/ ,Samvinnuferdir Landsýn adidas V íkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.