Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 23.01.1997, Blaðsíða 8
Tréskuflib er f(<unal<liif(s: TRAUSTIR GOGGAR ÚR PLASTI Eitt nauðsynlegasta verkfærið tii sjós er goggurinn. Hann hefur í gegnuni tíðina verið samsettur úr tréskafti og járnsting. Nú hefur Sigurður Eiríksson þúsundþjala- smiður á reiðhjólaverkstæðinu í Ketlavík hafið smíði á goggum sem notiö hafa mikilla vinsælda. Skaftið er úr plasti og stingurinn er úr ryð- l'ríu stáli, traustir goggar, sem eru tilbúnir í slaginn við stóra fiska. I samtali við blaðið sagði Sigurður vera ágæta sölu í goggunum og hefut' Sölumiðstöð Hraðfrystihús- anna meðal annars keypt nokkurt magn. Sjómenn á Suðumesjum geta snúið sér til Reiðhjólaverkstæðis M.J. við Hafnargötu og fengið nán- ari upplýsingar um goggana góðu. Fesgu30 IðÍAÍ * A___ i tyrra ♦ Stafnes KE 130 kemur til hafnar í Sandgerái. Strákarnir fengu 125 tonn afþorski í netin í sídustu viku og 3000 tonn á sídasta ári. VF-myndir: Hilmar Bragi Það hefur fiskast vel hjá strákunum á Stafnesi KE frá áramótum. 250 tonn af fiski eru kontin úr sjó og þar af 125 lonn í síðustu viku. Síðasta ár var einn- ig gott hjá Stafnesmönnum, því 3000 tonn komu í netin og þá er miðað við óslægðan afla, sem gerir Stafnes KE sennilega að aflahæsta netabátnum á síðasta ári. „Þetta var mest allt þorskur sem var veiddur í Faxaflóa og undir Ingólfs- höfða. Þá voru um 600 tonn af aflanum ufsi,“ sagði Oddur Sæm- undsson skipstjóri í samtali við Víkurfréttir á mánudag. Af þessum 3000 tonnum sem komu úr sjó voru einungis 250 tonn kvóti skipsins. Þorrinn af aflanum var veidd- ur fyrir aðra á föstu verði, 60 krónur fyrir kílóið. Oddur segir fiskinn hafa verið stórann, frá átta til fimmtán og allt upp í tuttugu kíló. Mikið meira er um fisk á grunnslóð en áður og menn eru að sjá stærri fisk. Þetta þakkar Oddur þeirri friðun sem átt hefur sér stað. Þó svo eigin kvóti Stafness KE sé ekki mikill þegar á heildaraflann er litið, þá er Oddur ánægður með að kvótinn er farinn að aukast að nýju eftir „botná- stand" fyrir tveimur árum. „Ef kvóta- aukningin verður sú sama og verið hefur, þá verður hægt reka skipið á eigin kvóta eftir .2-3 ár og vægi leigukvóta verður minna,“ segir Oddur. Oddi lýst ekki vel á þær hugmyndir sem fram hafa komið um afnánt á framsali veiðiheimilda. „Þá verðum við að hætta rekstri skipsins, öllum yrði sagt upp og skipið selt. Þetta myndi þýða atvinnuleysi hjá fjölmörg- um sjómönnum um allt land. Það er örugglega ekki það sem sjómannastétt- in vill,“ sagði Oddur Sæmundsson skipstjóri að endingu. HÚSASMIÐJAN Smiðjuvöllum 5 • Sími 421 6500 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.