Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.01.1997, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 23.01.1997, Blaðsíða 2
Fegurðarvali að Ijúka Val á þátttakendum í Fegurðar- samkeppni Suðumesja 1997 er að Ijúka en keppnin verður haldin í Stapa 5. apríl nk. Ibúar í minni byggðarlögum Suðumesja, Grinda- vík, Garði, Sandgerði og Vogum em hvattir til að láta ekki sitt eftir liggja og benda á stúlkur. Agústa Jónsdóttir tekur við ábendingum í símum 421 -6362 eða 421 -3099. Fjárhagsáœtlun Reykjanesbœjar liigð fram tilfyrri umrœðu: Minníhlutinn úti í kuldanum Stórbpunafundun í Keflavík Slökkvistjóri Itrunavarna Suðurnesja boðar til opins fund- ar á föstudag í næstu viku á (ílóðinni í Keflavík. Að sögn Siginundar Eyþórssonar, slökkviliðsstjóra BS er markmið fundarins að ná athygli forráðamanna fyrirtækja og bæjarbúa um áhrif, samvirkni eldvarna og slökkvistarfa þar sem teknir verða fvrir stórbrunar á svæði Brunavarna Suðurnesja. A fundinum niunu margir taka til máls, s.s. forráðamenn Víkuráss og brunainála á Suðurnesjuin og fleiri. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar var lögð fram til fyrri umræðu af meirihluta á fundi bæjar- stjómar sl. þriðjudag. I framhaldi lagði minnihluti bæjarstjórnar fram bókun þar sem vinnubrögð meirihluta í gerð fjárhagsáætlunar voru rædd. Kemur fram í bókuninni að minnihluti hafi ekki tekið þátt í gerð rekstraráætlunar í bæjarráði eins og áður hefur tíðkast og því sé um að ræða breytingu á vinnubrögðum. Segir m.a. í bókuninni: „Sú fjárhagsáætlun sem nú er verið að leggja fram er þriðja fjár- Fastei pnasalan HAFNARGÖTU 27 - KEFLAVÍK SÍMAR421 1420 OG 4214288 ÍG3 3 Hlíðarvegur 44, Njarðvík I45 ferm. raðhús ásamt 28 ferm. bílskúr. Húsið er í góðu ástandi m.a. nýja lagnir og nýtt járn á þaki. 8.900.000.- Austurgata 1, Sandgerði 84 ferm. einbýlishús. Hagstæð Byggingarsj.- og Húsbréfalán áhvílandi. 5.300.000,- Eyjaholt 4A, Garði 2ja herb. parhús 69 ferm. í góðu ástandi. Hagstæð lán áhvílandi. Tilboð. w- r S i i Á Háseyla 9, Njarðvík 152 ferm. einbýli ásamt 46 ferm. bílskúr. Vandað hús. 1-Iagst. Bygg.sj,- og Húsbr.lán áhvfl. Skipti á minni fasteign koma til greina. 13.000.000,- Suðurgata 46, Kellavík 5-6 herb. 139 ferm. einbýli. m/ 23 ferm. bílskúr. Húsið hefur verið endum. m.a. lagnir ofl. Skipti á minni fasteign koma til greina, einnig ýmsir aðrir greiðslumöguleikar. 7.500.000.- Óðinsvellir 10, Keflavík 165 ferm. einbýli ásamt 35 ferm. bílskúr í smíðum. Húsið selst í núverandi ástandi. Hér er um fallegt hús að ræða. Allar nánari upplýsingar um söluverð ofl. á skrifstofunni. Heiðarbvammur I, Keflavík 3ja herb. íbúð á 1. hæð í góðu ástandi. Ymsir góðir greiðslu- möguleikar koma til greina m.a. hægt að taka bifreið uppí útborgun. 4.950.000,- Heiðarhvammur 5d, Keflavík 2ja herb. íbúð á 2. hæð í mjög góðu ástandi. Hagstæð Byggingarsjóðslán áhvflandi. 4.600.000,- Lyngbraut 15, Garði 144 ferm. einbýli ásamt 34 feim. bflskúr. Góð eign á eftir- sóttum stað. Hiti í stéttum fyrir framan útidyr og bflskúr. Stórt bflaplan. 11.000.000,- Skoðið myndaglugga okkar, þar eru að finna sýnishorn affasteignum, sem eru á söluskrá hjá okkur. hagsáætlun þessa meirihluta. Hún nær jafnframt yfir síðasta heila ár þessarar bæjarstjómar. Þess vegna er það enn mikil- vægara fyrir meirihlutann að geta með ffamlagningu hennar, sýnt bæjarbúum hver áhersluat- riði meirihlutans eru. Sérstak- lega er þetta mikilvægt nú þar sem meirihlutinn hefur enn ekki lagt fram áætlun til þriggja ára um framkvæmdir í bænum eins og lög gera þó ráð fyrir“. Það kom fram í máli Jónínu Sanders formanns bæjarráðs að vinna við gerð fjárhagsáætlunar yrði skilvirkari kæmu fulltrúar minnihluta og meirihluta fram með mótaðar tillögur til um- ræðu á fundi bæjarstjómar. Bæjarfulltrúar hafa nú viku til þess að gera tillögur um breyt- ingar á fjárhagsáætlun sem verður tekin til seinni umræðu þann 4. febrúar nk. Hafnasamlag Suðurnesja stofnað: Horft til framtíðar Hafnarsamlag Suðurnesja var stofhað sl. mánudag. Þar sameinast sveitarfélögin Gerðahreppur, Vatnsleysu- strandahreppur og Reykja- nesbær en innan þeirra marka eru sjö hafnarsvæði og næst betri hagkvæmni í rekstri með sameiningunni. Hafnarsvæði Hafnasamlags Suðurnesja er fyrir allri stran- dlengju lögsagnarumdæmis Gerðahrepps, Reykjanesbæjar og Vatnsleysustrandarhrepps og skiptist í Garðsjó, Stakksfjörð og Hafnaleir. Helstu hafnasvæði eru Garðshöfh, Njarðvíkurhöfh, Keflavíkurhöfn, Smábátahöfnin í Gróf, Helguvíkurhöfn, Hafnahöfn og Vogahöfn og telj- ast þau öll til innri hafhar. Haustið 1995 heimsóttu samgöngumálaráðherra Halldór Blöndal og Kristján Pálsson alþingismaður sveitarfélögin á Suðumesjum og hvöttu heima- menn til að mynda hafnasam- lag. í framhaldi af þeim fundi var skipuð undirbúningsnefnd og sátu í henni fulltrúar þeirra sveitarfélaga sem nú ntynda Hafnasamlag Suðumesja. Pétur Jóhannsson hafnarstjóri hafhar- ínnar Keflavík- Njarðvík var síðan ráðinn starfsmaður nefh- darinnar. Með þessari sameiningu er talið að betri hagkvæmni náist í rekstri og mun núverandi starfs- mannafjöldi Hafnarinnar Kefla- vík - Njarðvík ekki aukast frá því sem er í dag fyrr en með aukinni umferð um hafnirnar. Horft er til framtíðar með stofn- un þessa hafnasamlags, bæði hvað varðar framkvæmda- áætlun næstu tjögur árin sem og nýframkvæmdir við nýjar hafhir í tengslum við stóriðju. Á framkvæmdaráætlun þessa árs er fyrirhuguð viðgerð og endurbætur á grjótvarnar- garðinum í Vogum og 1998 verður haldið áfram með grjótvöm utan á löndunarkant- inn í Garði. Auk þess verða lagðar lagnir, lýsing og þekja inna við nýja grjótvamargarðinn í Keflavíkurhöfn ásamt endur- bótum á stigum í öllum höf- -ó sama tíma kvartuð yfir skorti á faglærðu starfóUti á leikskólum Skólanefnd Reykjanesbæjar tók nýverið til umfjöllunar tvær umsóknir um stöðu leiksskóla- stjóra leikskólans að Vestur- braut 13. Tvær sóttu um stöð- una þær Sigfríður Ingibjörg Sigurðardóttir og Hulda Olafs- dóttir og var mælt með Sigfríði Ingibjörgu í stöðuna. Málið vakti athygli Önnu Mar- grétar Guðmundsdóttur, odd- vita Alþýðuflokks á fundi bæj- arstjórnar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag og benti hún á að á sama tíma og skólanefnd væri að lýsa yfir áhyggjum sínum á skorti á fagfólki mælti hún með aðila sem ekki uppfyllti mennt- unarskilyrði sent frtun hafi ver- ið tekin í auglýsingu um starfið. Anna Margrét sagði það skjóta skökku við og benti á að hinn umsóknaraðilinn hafi bæði menntun og mikla reynsu af leikskólastöfum í sveitarfélag- inu að baki sér. Samkvæmt heimildum blaðsins lýkur Sig- fíður Ingibjörg námi í Fóstur- skóla Islands í vor en hún hefur unnið á leikskólanum Garðaseli til fjölda ára. Málið var tekið fyrir í bæjarráði í gær en þar sem blaðið var far- ið í prentun er ekki ljóst hver niðurstaðan var. 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.