Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 13.02.1997, Qupperneq 7

Víkurfréttir - 13.02.1997, Qupperneq 7
I Reykjanesbœr: TónlistarskóMr sameinaðir? Við gerð fjárhagsáætlunar Reykjanesbæjar sl. þriðjudag lagði minnihluti fram tillögu þess efnis að undirbúin verði sameining tónlistarskólanna og að sameiningin taki gildi árið 1998. Jafnframt verði þjónustustig skilgreint meðal annars með það í huga ða nýta fjármagn og kennslukrafta sem best. Einnig verði hús- næðisþörf skilgreind. Á fundinum vísaði meirihluti í tillögu sfna í fjárhagsáætlun þar sem lagt er til að vinnu- hópur verði skipaður sem haft það að markmiði að endur- skoða húsnæði, rekstur og skipulag tónlistarskólanna. Minnihluti bókaði um ntálið á fundinum; „Við afgreiðslu j fjárhagsáætlunar fyrir árið 1996 lögðu bæjarfulltrúar Al- þýðuflokksins til „að Tónlist- arskóli Ketlavíkur og Tónlist- arskóli Njarðvíkur verði sam- einaðir og daglegur rekstur verði undir einni stjórn“. Þessa tillögu felldi meirihlut- inn eins og aðrar góðar tillög- ur. Því er það fagnaðarefni að sjá þessa tillögu meirihlutans nú. Hún felur hins vegar að- eins í sér óljósa endurskoðun, að því er virðist án markmiðs. Því vísum við til tillögu minnihlutans um að unnið verði að sameiningu skólanna, slíka stefnumörkun á bæjar- stjóm að setja fram. Hins veg- ar bendir þvf miður margt til þess að meirihlutinn þurfi skoðun í eitt ár enn til að geta fallist á þessa tillögu okkar“. ■ Samband sveitarfélaga á Suburnesjum: Brunavarnir og Dvalarheimili spari Tillaga fjárhagsnefndar Sam- bands sveitarfélaga á Suður- nesjum. að fjárhagsáætlunum sameiginlega rekinna stofn- anna var samþykkt á stjómar- fundi SSS 3. feb. sl. með þeim fyrirvara að tekið verði á upp- söfnuðum halla Brunavarna Suðurnesja og Dvalarheimila aldraðra á Suðurnesjum. Einnig var ítrekað að Heil- brigðisnefnd og framkvæmda- stjóri Heilbrigðiseftirlits taki alla ábyrgð á fjárreiðum emb- ættisins. Uppsafnaður halli Brunavama Suðumesja er áætlaður 4.360 þúsund og Dvalarheimila aldr- aðra á Suðurnesjum 3.973. þúsun auk 1.400 þús vegna viðbyggingar við Garðvang. Stjórn S.S.S. leggur til að sveitarfélögin greiði þriðjung sem verður bætt við hlut sveit- arfélaganna á árinu 1997. Einnig leggur stjóm S.S.S. til að stjómir, framkvæmdastjóri og slökkviliðstjóri þessara embætta finni leiðir til sparn- aðar í rekstri fyrir þeim þriðj- ungi sent ekki fæst bættur á næstu tveimur ámm. Itrekað er að stofnanirnar skulu reknar innan ramma fjárhgasáætlunar hvers árs og þá var einnig ósk- að eftir því við stjórn BS að skoðun fari fram á því hvað kostar að reka slökkvilið án sjúkraflutninga. Heilbrigðisnefnd og fram- kvæmdastjóra HES er gert að taka alla ábyrgð á fjárreiðunt HES þar sem embættið er nú rekið fyrir sjálfsaflafé og er talið eðlilegt að greiðsla reikn- inga og annarra gjalda taki mið af innheimtu og fjárhgasstöðu á hverjum tima. Sandgerðisbær: Hugarað stækkun leikskóla Meirihluti bæjarstjórnar Sandgerðisbæjar hefur lagt til að liugað verði að stækkun leikskóla bæjar- ins. Mun skóla- og fræðslunefnd kanna frek- ar núverandi aðstöðu og bendir meirihlutinn á að rétt væri að kanna þróun þessara mála á síðustu árum og þróun á næstu árum. Einnig var bent á aðstöðuleysi fyrir heils- dagsböm, böm sem þurfa á stuðningi að halda og annað sem taka ber tillit til við fyrirhugaða stækk- un. Bæjarfulllrúar D-lista sátu hjá við afgreiðslu málsins. r,“ •l LYKIIR UUGARDAG ^kóbúdin /Keflavik Hafnargötu 35 sími 421 1230 Útgerðarfélagið Njörður Starfsfólk í lodnufrystingu Óskum eftir að ráða starfsfólk í loðnufrystingu í Sandgerði á komandi vertíð. Upplýsingar í símum 423- 7448, 421 2682 og 896 5521 (Bjarni Geir eða Sveinbjörn). SUÐURNESJABUAR! RoCj retinol sem er bylting í merðferd gegn hrukkum í Apóteki Suðurnesja föstudaginn 14. febrúar kl. 13-18 RoC snyrlifræðiiifnir veitir ráðgjöf og lniðgreiningu á staðnuin. 10% kynningarafsláttur og ef keypt er fyrir 2000 kr. fylgir falleg gjöf ineð. í ri APOTEK SUÐURNESJA Hriugbraut 99 - síini 421 6565 - fax 421 6567 - Ueknasími 421 6566 Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.