Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.1997, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 23.04.1997, Blaðsíða 9
Menningararfleid Evrópu heillaði Ingunni Lilliendahl til náms í arkitektúr í Þýskalandi enda segist hún vilja hafa áhrifá umhverfi sitt. Hún sagði Dagnýju Gísladóttur frá náminu, þjóðverjum og draumahúsinu. Höllin i Stuttgart og torgid í midju Königstralie sem er adal göngugatan í Stuttgart. Myndin er tekin á kaffihúsi í Könnigsbau, fngunnjyjjs. framan Stadtsgallerie í Stuttgart sem er þekkt fyrir hön- nun sina. Breski arkitektirm James-StertimrTéíknadisafnið sem er ípost modernískum stíl. Víkurfréttir Ingunn Lilliendahl er dóttir hjó- nanna Steingríms Lilliendahl og Jóhönnu Jónsdóttur í Keflavík. Hún er nú á fjórða ári í námi sínu í arkitektúr í Stuttgart í Þýskalandi og Ivkur því námi eftir þrjú ár. Ingunn hefur alltaf frá því að hún var unglingur haft mikinn áhuga á byggingum og innanhússhönnun og því fannst henni liggja beinast við að fara í þetta nám. „Eg vildi a.m.k. láta reyna á það hvort þetta ætti við mig og ég sé ekki eftir því í dag. Þetta fag er mjög skap- andi og lifandi. Það er alltaf eitthvað nýtt í gangi og það er svo ótalmargt sem tengist þessu fagi. Mér finnst það áhugaverðast auk þess sem ég hef kannski möguleika á því seinna meir að hafa áhrif á umhverfi mitt“, segir Ingunn. Þegar að Ingunn fór utan til náms varð Þýskaland fyrir valinu. „Ég setti mjög fljótlega stefnuna á Evrópu sem hefur að geyma mikla menningararfleið, öfugt við t.d. Bandaríkin, og mér fannst því rökrétt- ast að nema í því umhverfi. Norðurlöndin kornu aldrei til greina en ég var frá upphafi mjög spennt fyrir Þýskalandi ekki síst af þeini ástæðu að háskólamir þar þykja sérstaklega góðir“. Háskólinn sjálfur liggur í miðborg Stuttgart og_________________— það tekur Ingunni um 20 mínútur að komast þangað í lest því hún býr í einu úthverfanna. Að hennar sögn þykir það ekki langur tími á þýskan mælikvarða. „í háskólanum em 22.000 nemendur og þar af eru ca. 2.200 í arkitektúr þannig að þetta er frekar stór skóli“, segir Ingunn. „Námið sjálft tekur 12 - 14 annir og í dag er meðalnámstími 14,3 annir eða um sjö ár og skiptist námsárið í tvær annir; vetrarönn og sumarönn. Fyrstu fjórar annimar fara í það að ljúka svokölluðu „Vordiplomi" sem er einskonar BA próf og eftir það tekur „Hauptstudium“ við þar sem hinir ýmsu kúrsar og verkefni eru í boði og þá velur hver og einn fyrir sig“. Að sögn Ingunnar er Vordiploma erfiðasti tíminn í nántinu og eru þá alltaf einhverjir sem detta út. ,JFyrstu tvö árin einkennast af hópvinnu og það getur verið mjög eifitt þegar allir eru stressaðir og enginn er sammála urn það hvað á að gera“, segir Ingunn og brosir út í annað. „Núna er þetta orðið frjálsara og margir kúrsar í boði en skólinn er eimitt mikils metinn fyrir fjölbreytt val“. Viðlal: Dagný Gísladóttir Myndir: Úr einkasafni setjast þar að. Stuttgart er frekar róleg borg með sína ca. 600.000 íbúa og er hún alveg einstaklega vel staðsett með tilliti til nágrannalandanna. Það er svo stutt yfir í næstu lönd“, segir Ingunn sem finnst lífsgildi Þjóðverja önnur en íslendinga. „Eftir því sem ég er lengur í Þýskalandi þá finnst mér þjóðverj- amir ólíkari okkur. Hugsunarhátturinn er að mörgu leyti öðmvísi og mér finnst lífsgildin vera önnur. Þjóðverjar leggja mjög ríka áherslu á góða menntun og lífsgæða- kapphlaup þeirra einkennist af því að koma sér í góða stöðu og eru fjölskyl- duáætlanir látnar bíða á meðan". Ingunn segist verða mikill Islending- ur í sér við það að búa erlendis. „Ég sakna fjölskyldunnar og vinanna og landsins íheild sinni. Maður verður mikill Islendingur í sér þegar rnaður býr erlendis og þrátt fyrir að margt mætti betur fara og veðráttan sé eins og hún er þá held ég að héma sé best að vera“, segir Ingunn en íslendingar eru duglegir að halda hópinn í Þýskalandi til þess að slá á verstu heimþránna. „íslend- ingafélagið er mjög virkt hér í Stuttgart“, segir Ingunn og má sjá á svip hennar að þar hefur margt skemmtilegt verið gert. „Það eru um 100 Islendingar hér í Stuttgart og nágrenni og höldum við t;d. stærs- ta þorrablótið í Þýskalandi. A síðasta þorrablóti spiluðu Milljónamæringamir með Bogomil Font og Stefáni Hilmarssyni fyrir okkur og sóttu um 240 manns skemmtunina. Fólk kom hvaðanæva að þ.á.m. frá Prag ITékklandi, Sviss og jafnvel París“, segir Ingunn.,, Einnig höldum við vorgrill, jólaball og hittumst þess fyrir utan einu sinni í mánuði". Ertu búin að hanna draumahúsið í huganum? „Ég er nú ekki ennþá farin að gera mér stórar hugmyndir um hvemig „Draumahúsið" á að vera en það niætti standa einhverstaðar í ómeng- aðri náttúrunni og ég myndi gjaman vilja nota íslenskan efnivið". •nig er að búa í Þvskalandi? ,£g kann mjög fil vel við mig í ■ Þýskalandi þótt Ka| ég gæli varla hugsað mér að

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.