Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 23.04.1997, Blaðsíða 15
Teitur Örlygsson ásamt Ernu Lindu dóttur sinni við heimkomuna til Keflavíkur í gærkvöld. VF-mynd/Vfr. Fyrsta opna golfmótið: Sveinn Sig. bestur í Hard Rock Sveinn Sigurbergsson úr Golfklúbbnum Keili sigraði á Hard Rock golfmótinu á Hólmsvelli í Leiru sl. laug- ardag. Sveinn lék geysi vel, kom inn á 70 höggum eða tveimur undir pari og fékk 40 punkta á átján holunum. Leiknar voru 18 holur, punktakeppni með 7/8 forgjöf. Um eitthundrað og þrjátíu kylfingar mættu til leiks og léku golf á fínum Hólmsvelli þó snemma vors sé. Veitt voru verðlaun fyrir tíu efstu sætin. 1. Sveinn Sigurbei^sson GK 40 2. Gísli Böðvarsson GK 38 3. Guðni Sigurðsson GS 37 4. -6. Kristinn Ámason GR 37 4.-6. Jens Kr. Guðmunds GR 37 7. Vignir Freyr Agústsson GO 36 8. Amar Jónsson GO 35 9. Sigurður Albertsson GS 35 10. Jón Pétur Jónsson GR 35 Púttkeppni í Röst Hin árlega púttkeppni milli félaga í Golfklúbbi Suður- nesja og Púttklúbbi Suður- nesja verður í púttsalnum í Röst á sunnudaginn 27. apríl. Hefst hún kl. 13 og em félag- ar í báðum klúbbum beðnir að tjölmenna. MíÉia Ketlvíkingar hafa hafið sölu á bílnúmeramerki með K-inu. Kjartan Másson, fram- kvæmdastjóri Knattspyrnu- deildar sagði að merkið væri smekklegt og færi vel á bílum. Settið með tveimur merkjunt kostar aðeins 500 krónur og fæst í K-video við Hringbraut og á bensínsölunni Torginu í Keflavík. -segirTeitur en telur einnig möguleika á að hann leiki erlendis aftur Teitur Örlygsson fyrrum leikmaður úrvalsdeild- arliðs N jarðvíkinga í körfuknattleik kom heim á þriðjudaginn að loknu keppnistímabili í Grikk- landi. Teitur hefur nú lausa samninga en Larissa, félagið sem hann lék með hefur nú verið úr- skurðað gjaldþrota. „Það er allt óráðið ennþá hvað ég geri nú en ég hef áhuga á að spila hér heima og þá er Njarðvík mér ofarlega í huga. Það er ljóst að ég fer ekki til Larissa aftur en önnur félög úti í heimi koma vel til greina,“ sagði Teitur við heimkomuna. Kemur þú til með að tapa peningum á þessu vegna gjaldþrots félagsins? „Nei, ég hef nú þegar fengið mest allt borgað og restin kemur innan mánaðar." Að undanskildum fjárhagsmálunum, hvemig kunnir þú við þig hjá Larissa? „Eg kunni mjög vel við mig þar og mannskapurinn var mjög góður. Eg var mikið með bandarísku leik- mönnunum því ekki allir aðrir leikmenn töluðu ensku. Hvað greiðslur varðar var ekkert verið að spá í |iað livort þær bærust eða ekki. Við hugsuðum bara uni það klára tímabilið með sæmd,“ sagði Teitur Örlygsson, einn fremsti körfuboltamaður íslands sem gæti e.t.v. leikið á Islandi að nýju á næsta ári. Larissa endaði í tíunda sæti í deildinni og tapaði í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. I\lý heilsuverslun íHólmgarði Heilsuhornið Hólmgarði heitir ný heilsuverslun sem Brynja Kristjánsdóttir í Bömunum hefur opnað í Hólmgarði 2c. Verslunin býður upp á heilsuvörur, bætiefni, íslenskar jurtir o.fl. Einnig verður þar hægt að fá bókina Mataræði eftir Sólveigu í Grænum kosti og Gaua litla auk þess munu liggja frammi ókeypis matamppskriftir frá Rósu Björg. Hún mun verða með ráðgjöf í versluninni á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum. ,.Ég mun áfram verða með bamafot en þessar tvær verslanir em í sama húsnæðinu þannig að bamafataversl- unin minnkar. Það var tilvalið að vera með þessar tvær verslanir saman þar sem ég hafði áður hugsað mér að minnka bamafataverslunina. Astæðan fyrir því að heilsubúð varð íyrir valinu er sú að um áramótin breytti ég sjálf um mataræði og fann þá að svona vöm vantaði hér á svæðinu," sagði Brynja. Heilsubúð, nudd og leirpökkun Hjónakornin Katrín Sólveig Guðjónsdóttir og Jóhann Ellertsson settu á stofn um páskana heilsu- búðina Heilsulindina að Hafnargötu 39. þar sem sölutuminn Lindin var lengi til húsa. Þau hafa einnig opnað í sama húsnæði nuddstofu þar sem boðið verður m.a. leir- pökkun, nuddböð og förðun. I versl- uninni er fjölbreytt úrval heilsuvara eins og vítamín, lífræn ræktuð krydd og grænmeti, olíur til matargerðar, heilsumatvömr, margskonar jurtir með lækrúngamætti til að búa til te. Þar er einnig glæsilegur ólífu- bar og uppskriftir liggja þar frammi fyrir gesti og gangandi. Reykjanesbær: NÁMSKEID Stofnun og rekstur smáfyrirtækja I samvinnu vid Idntæknistofnun hyggst Markaðs- og atvinnu- málaskrifstofa Fteykjanesbæjar halda námskeið um „Stofnun og rekstur smáfyrirtækja". Námskeiðið verður haldið í Reykjanesbæ dagana 24.-31. maí (kvöld og helgar) næstkomandi að því gefnu að nægjanleg þátttaka fáist. Frekari upplýsingar um tímasetningu og verð eru veittar í síma 421-6700. Skráningu á námskeiðið lýkur miðvikudaginn 30. apríl. Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Re ykjanesbæjar. Teitur Orlygsson, atvinnumaður í körfubolta kominn heim eftir ársdvöld í Grikklandi: 1 óráðið en Njarðvík ofarlega í huga Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.