Víkurfréttir


Víkurfréttir - 23.04.1997, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 23.04.1997, Blaðsíða 14
KIRKJA Keflavíkurkirkja: Sumardagurinn fvrsti 24. apríl: Skátaguðsþjónusta kl. 11. Skátar aðstoða. Prestur: Sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Einar Öm Einarsson. Starfsfólk Keflavíkurkirkju. Njarðvíkurprestakall Njarðvíkurkirkja: Miðvikudagur 30. apríl: Foreldramorgunn kl. 10:30. Sunnudagur 4. maí: Aðalsafnaðarfundur Innri- Njarðvíkursafnaðar kl. 14:00. Ytri-Njarðvíkukirkja: Suniardagurinn fyrsti 24. apríl: Guðsþjónustakl. 14. Komum saman til kirkju og fögnum komu sumars. Kirkjukór Njarðvíkur syngur undir stjóm Steinars Guðmundssonar. Fimmtudagur 1. maí: Spilakvöld aldraðra kl. 20. Sunnudagur 4. maí: Aðalsafnaðarfundur Y tri- Njarðvíkursafnaðar að lokinni guðsþjónustu kl. II. Baldur Rafn Sigurðsson. Grindavíkurkirkja: Föstudagur 25. apríl: Spiladagur eldri borgara kl. 14-17. Þriðjudagur 29. apríl: Foreldramorgunn kl. 10-12. Fræðslukvöld kl. 20:30. Efni: Uppbygging eftir missi, horft fram á við, viðhorf til lífsins í Ijósi þungbærrar lífsreynslu. Fyrirlesari séra Sigftnnur Þorleifsson sjúkrahússprestur við Sjúkrahús Reykjavíkur. Sókitariiefndiit, sóknar- prestur og samstarfsfólk t safnaðarstarfi. Fleiri búðir Nokkur hreyfing hefur verið í verslunarrekstri á svæðinu að undanfömu. Tvær heilsubúðir hafa opnað og ein tískuvöru- verslun í Keflavík. Heyrst hefur af því að önnur herrafataverslun sé væntanlega að opna sem og sportveiðivöruverslun en hún mun opnar í Hólmgarði í Kefla- vík. Næsta blað miðvikudaginn 30. apríl. Auglysingar berist í síðasta lagi á þriðjudag! Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. Pú skalt ekki girnast konu náunga þíns... né nokkuð annað sem náungi þinn á. (2. Mósebók 20.1-17.) Hvítasunnukirkjan Vegurinn Samkoma alla sunrtudaga kl. 14. Barnakirkja á sama tíma. Þú skalt ekki bera Ijúgvitni, þú að klukkan hringi Vinur minn var heima í fríi og hat'ði stillt vekjaraklukkuna á tíu að morgni. þar eð hann hugðist hvflast. Nú gerist það, að hann vaknar tveimur stund- um fyrr. getur ekki sofið og fer því niður, snæðir morgunverð og situr síðan á tali við konu sína. Fimrn ára sonur [jeirra er enn sofandi á efri hæð, en eldri sonurinn farinn í skólann. Allt í einu byrjar klukkan sent var mjög hávær að hringja . Vinur minn hleypur upp og ætlar að koma í veg fyrir að yngri drengurinn vakni, en þegar hann kemur inn í svefn- herbergiö situr sá stutti þar skelfingin uppmáluð, heldur á klukkunni og segir í sífellu: “ Stymiir bróðir gerði það, ekki ég.” Níunda boðorðið hljóðar svo:" Þú skalt ekki bera Ijúg- vitni gegn náunga þínum.” Þessi saga er smellin en sýnir okkur samt að litlu saklausu bömin okkar fæðast með eðli syndarinnar. Það er eðlislægt að koma sökinni á einhvem annan. Eins og áður hefur fram komið eru boðorðin til að við lærðum að þekkja syndina og einnig til að við mættum lifa, þ.e. til að vemda en ekki dæma. Lög eru sett til verndar réttlætinu. Sá sem brýtur lög fremur því lagabrot. seni þýðir að hann brýtur gegn réttlætinu, og lögin krefjast þess að slíkur maður sé dæmdur. Að bera Ijúgvitni, getur því verið enn verri glæpur, þar sem þú segir að sá sem þú veist að er sekur sé saklaus eða öfúgt, að þú lýgur sök á mann til að fá hann dæmdan. En til hvers lög ef maðurinn er í eðli sínu góður, eins og sumir kenna. Fer hann þá ekki að eðli sínu og segir satt og gerir rétt? Ég læt þér eftir að svara spurningunni í þetta sinn lesandi góður. Guð blessi þig. Kristinii Asgrínisson. Elsku Ásta, til hamingju með afmælið þann 25. apríl. Mannstu, þessi var fyrir 49 kílóum síðan. Holtsgata 32. 905 2828 Hann Davíð Jón varð 18 ára þann 16. apríl. Til hamingju með afmælið. Systrafélagið og sók- namefnd. Hún Matthildur varð 16 ára þann 14. apríl. Til hamingju með afmæiið elsku krúsidúllan okkar. Stórar stelpur og aðdáendur. P.s. Vertu ekki svona bylgjuð. Lovfsa! Til hamingju með tvítugsafmælið þann 26. apríl. Ekki láta aldurinn hægja á þér í vinnunni eða djamminu. Vinnufélagar á ‘67 iiiiboö í Framnesvegij Reykjanesbær hefur samþykkt að taka lægsta tilboði Toppsins ehf. í fyrsta áfanga gatnagerðar Framnesvegar kr. 8.316.300. Þar sem til- i I boðið er niun hærra en fjárveiting verður að skera framkvæmdir nið- | I ur og verður Framnesvegi norðan Skólaveear frestað. | I-1---------------------------1 SMÁAUGLÝSINGAR KR. 500 OG ÓKEYPIS Á NETINU! Til leigu 2ja herb. íbúð í Heiðarholti. Uppl. í síma 551-9465 eftirkl. 18. Fiskverkunarhús til leigu. Uppl. í símum 421- 5719 eða 898-6902. 3ja herb. íbúð við Brekkustíg í Njarðvík. Aðeins gott og reglusamt fólk kemur til greina. Uppl. í síma 421-2290. 3ja herb. íbúð í Heiðarholti, snyrtileg og falleg. Laus til ca. 4ra ára. Laus I. júní eða samkvæmt sam- komulagi. Uppl. í vs. 421-4200 til kl. 17 og hs. 421-5881 eftir kl. 17. Þorleifur. Óskast til leigu íbúð eða hús Vélfræðingur hjá Hitaveitu Suðumesja óskar eftir íbúð eða húsi með bflskúr í Keflavík eða Njarðvík. Uppl. í síma 565- 0316. Ungt og reglusamt par með eitt barn óskar eftir 3ja herb. íbúð frá 1. maí. Reglusemi, góðri um- gengni og skilvísum greiðslum heitið. Áhugasamir hringi í sfma 421-5752. Einstaklingsíbúð eða 2ja lierb. íbúð óskast strax. Uppl. í síma 421-2856. 2ja lierb. íbúð óskast í Keflavík eða Njarðvík. Uppl. í síma 422- 7217 eftirkl. 17. Til sölu Hesthús 8 hesta hús til sölu á Mánagrund. Uppl. í síma 422- 7285 eftir kl. 19. 20” stelpuhjól vel með farið. Uppl. í síma 421- 3417. JET-SKI annað fylgir með í varahluti. Uppl. í síma 421-6828. Rúmgóð 3ja herb. íbúð í Sandgerði. Hagstæð áhvílandi lán. Útborgun 350-400 þús. Eftirstöðvar langtímalán. Uppl. í símum 423-7643 Sverrir og 423-7839 Linda. Notað hjónarúm Bflstóll 0-9 mán. og regnhlífak- erra. Uppl. í síma 421-3140. Silver Cross barnavagn grár og hvítur vel með farinn. Dýna og plast fylg- ir. Verð kr. 15.000,- Uppl. í sfma 421-4237. Mothercare kerra með skerm og svuntu. Bílstóll fyrir 9-18 kg. Hvort tveggja undan einu bami. Uppl. ísfma 421-6105. Óskst keypt Vel með farið lijól fyrir 7 ára stelpu. Uppl. í síma42l-6172. Atvinna Flísalagnir Tek að mér flísalagnir. Vönduð vinna, gott verð, Euro og Visa. Uppl. í síma 421-4753 eða 894- 2054 Hermann. Prófarkalestur Tek að mér prófarkalestur. Dagný Gísladóttir B.A. Sími 421-1404. Sprunguviðgerðir Tek að mér múrviðgerðir og flísalagnir. Ábyrgð, greiðslu- kjör. Uppl. í síma 896-1702 Gunnlaugur. Efnalaug Suðurnesja óskar eftir starfskrafti. Upplýsinsar á staðnum eða í síma 421-1584. Ymislegt Bílapartasala Suðurnesja Varahlutir í flestar gerði bíla. Kaupurn bfla til niðurrifs, ekki eldri en árg. '87-'88. Opið mánudaga til laugardaga til kl.19.00. Uppl. í síma 421- 6998. Fæst gefins gömul AEG |3vottavél. Uppl. í síma 421-3380. 14 V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.