Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.09.1997, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 18.09.1997, Blaðsíða 6
A-flokkarnir saman í nýjum flokki -íhald og framsókn skemmra á veg komin í undirbúningi fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í Reykjanesbæ vorið 1998 Drífa Sigfúsdóttir oddviti Fram- sóknar í Reykja- nesbæ. Færhún óvænta sam- keppni um efsta sætið? Öruggt þykir ad Ellert Eiriksson, bæjarstjóri verði áfram í toppsæti íhaldsins og bæjarstjóraefni. Anna Margrét og Co. ætla að fara fram með Alþýðu- bandalagi í sér bæjarmálaflokki og viðhafa próf- kjör. Talið er að fátt geti komið í veg fyrir sameiginlegt fram- boð vinstri manna fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ. Samkvæmt heimildum Víkurfrétta er lík- legt að stofnaður verði sér- stakur bæjarmálaflokkur utan Alþýðuflokks og Alþýðu- bandalags og boðið verði fram undir nafninu „Súlan“. Bæjarfélagið mun verða opið jafnaðar- og félagshyggju- mönnum eins og einn við- mælanda blaðsins orðaði það og er lrklegt að haldið verði Fasteignaþjónusta Suóurnesja hf. Fasteigna- og skipasata Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - sími 4213722 - fax 4213900 Fífumói 3e, Njarðvík 2ja herb. íbúð 0101 í fjölbýli á fyrstu hæð. 3.100.000.- Kirkjubraut 20, Njarðvík Um 200 ferm. einbýli með tveimur íbúðum. Upplýsingar á skrifstofu. Heiðarholt 4, Kellavík 3ja herb. ibúð á 3. hæð 0301 í fjölbýli. Hagst. áhvíl. Laus strax. 5.600.000.- Hátún 12, Keflavík 3ja herb. íbúð á neðri hæð í tvíbýli. 4.700.000,- Óðinsvellir 2, Keflavík Mjög gott 270 ferm. einbýli ásamt 60 ferm. bílskúr. Upplýsingar á skrifstofu. Heiðarbraut 13, Keflavík 141 ferm. einbýli ásamt 34 ferm. bílskúr. Skipti mögu- leg. 12.500.000.- Efstaieiti 51, Ketlavík 106 ferm. raðhús ásmt 28 l'erm. bílskúr. Fullbúið að utan, fokhelt að innan. Ákv. 5 millj. húsbréf til 40 ára. 7.000.000.- Hlíðargata 1, Sandgerði 200 ferm. einbýli ásamt bíl- skúr. Sér íbúð á neðri hæð, þarfnast lagfæringa. Tilboð. Heiðarbrún 13, Keflavík 200 ferm. einbýli á tveimur hæðum. Möguleiki að hafa sér íbúð á n.h. Eign í góðu ástandi. Upplýsingar á skrif- stofu. Hjallavegur lh, Njarðvík 3ja herb. íbúð 0204 á 2. hæð í fjölbýli. Hagst. áhvíl. Skipti möguleg á ódýrari eign. 4.800.000,- opið prófkjör. Er tali víst að hinn nýi bæjarmálaflokkur muni tefla fram bæjarstjóra- efni. Fyrir síðustu bæjarstjórnar- kosningar var fulltrúum Njarðvíkur tryggt sæti á öllum framboðslistum vegna sam- einingar Keflavíkur og Njarð- víkur. Öruggt er að svo mun ekki vera nú og víst að Njarð- víkingar munu ekki fá neinn „forgang" eins og síðast. Hjá Framsókn er mjög ólík- legt að opið prófkjör verði eins og síðast. Samkvæmt heimildum blaðsins mun veruleg ólga vera á toppi flokksins í Reykjanesbæ. Óft- ar en ekki kemur nafn Drífu Sigfúsdóttur þar upp og raddir um að nú sé komin tími á breytingu á „toppnum“. Boð- að hefur verið til fundar í fé- lagi framsóknarmanna á laug- ardag þar sem tillaga frá upp- stillingarnefnd verður rædd. Eins og fyrr segir þykir nokk- uð öruggt að ekki verði próf- kjör. Steindór Sigurðsson, annar á lista flokksins fyrir síðustu kosningar sagði í sam- tali við blaðið allt opið hvað sjálfan sig varðaði. „Ef flokk- urinn hefur not fyrir mig mun ég fara fram“. Fastlega er gert ráð fyrir því að Drífa Sigfús- dóttir forseti bæjarstjórnar muni bjóða sig fram aftur. Þessi mál eru skammt á veg komin en margir hafa nefnt nöfn „krónprinsanna“ Skúla Skúlasonar, fulltrúa Kaupfé- lagsstjóra og Kjartans Más Kjartanasonar, skólastjóra Tónlistarskóla Keflavfkur, sem hugsanlega forystumenn í flokknum án þess þó að geta staðsett núverandi oddvita sem menn telja að erfitt verði að ýta úr toppsæti flokksins. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum blaðsins mun for- ysta Framsóknarflokksins undrast þessar hræringar í ljósi stöðu hennar innan flokksins en hún er vararitari og varaþingmaður flokksins auk þess að vera forseti bæjar- stjórnar og formaður Neytendasamtaka íslands. Hjá Sjálfstæðisflokki hafa litl- ar fféttir borist og eins og hjá Framsókn munu málin vera mjög skammt á veg komin. Þó mun það vera öruggt að Ellert Eiríksson, bæjarstjóri muni verða oddviti og bæjar- stjóraefni flokksins næsta kjörtímabil og það verði hans síðasta tímabil. Ömggt þykir að Jónína Sand- ers, formaður bæjarráðs, verði áfram og sömuleiðis Þor- steinn Erlingsson. Hann hefur fylgt eftir mikilvægum at- vinnumálum, samanber Helguvík og annað í sjávarút- vegi. Ekki er vitað með Böðv- ar Jónsson og Björk Guðjóns- dóttur. Ljóst er að sviftingar geta orð- ið í næstu kosningum ekki síst með sameiginlegu A-fram- boði. Hvað mun það þýða? Stærstu flokkamir í Reykja- nesbæ hafa verið íhald og kratar mörg undanfarin ár og fylgi hefur sveiflast á milli þessara flokka enda flokkamir oft verið taldir „svipaðir" að mörgu leyti. „Keflavíkurkrat- ar hafa löngum hallast meira til hægri og nálgast þannig íhaldið en sjálfstæðismenn að sama skapi ekki mjög ntiklir hægrimenn. Það verður því stór spuming hvað kjósendur sem flakkað hafa á milli þess- ara flokka muni gera f næstu kosningum. Munu kjósendur krata vera tilbúnir að styðja sameiginlegt A-framboð eða flytja þeir sig yfir á íhaldið. Þetta verða líka skemmtilegar kosningar í Ijósi þess að nú mun fyrsta kjörtímabil sam- einaðs bæjarfélags liggja fyrir dómi kjósenda", sagði einn viðmælandi blaðsins úr sveit- arstjómargeiranum. SÍJAIríf svmii SÍ MIIÍ SVHI ÍÍ KEFLAVÍK ■ SlMI 421 1170 KEFLAVÍK - SÍMI421 1170 KEFLAVfK - SÍMI 421 1170 KEFLAVlK - SÍMI 421 1170 Face off Sunnudag kl 9 Mánudag kl. 9 Þriðjudag kl. 9 DAMON WAYANS ADAM SANDLER BULLETPROQF Bulletproof Fimmtudag kl. 9 Föstudag kl. 9 Sunnudag kl. 5 SÚUÍf SVlllH SVlAllí SVIAIÍÍ KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170 KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170 KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170 KEFLAVÍK - SÍMI 421 1170 6 V íkuifréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.