Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.09.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 18.09.1997, Blaðsíða 11
Nval vHjum við fyrir börrin okkar ? Foreldrar vilja aðeins það besta fyrir börnin sín. Börnin sem erfa eiga landið. Þessar setning- ar og aðrar í svipuðum dúr kannast sjálfsagt flestir við og hafa heyrt notaðar af ráða- mönnum á tyllidögum. En hafa verkin verið látin tala? Nei því er nú öðru nær að mínu mati og er það álit margra að Island sé ekki fjölskylduvænt samfélag sé t.d. litið til nágranna okkar á Norðurlöndum og fyrir því lig- gja ástæður eins og langur vinnudagur, lágar bamabætur, dýrt að koma sér upp húsnæði, Eilifðarvinnan Þá er tími haustverka að hefjast bæði í görðum og matargerð en það verður ekki sagt um það sem hér fer á eftir þar sem það verður aldrei bundið árstíð þar sem það er eilífðarvinna á árs- grundvelli, út lífið. Mín umfjöllun hér er að leggja áherslu á mikilvægi þess að hver kona sjái um sinn grindar- botn. Hvemig koma megi í veg fyrir þvagleka að því leyti sem það er hægt. Einnig minni ég þær konur á sem eru með önnur þvagfæravandamál s.s. bráð þvaglát eða óeðlilega tíð þvaglát að opnuð var þjónusta við Heilsugæslustöð Suður- nesja 1. mars 1996 sem heitir .jnóttaka kvenna". Viðtökur hafa verið góðar og sem dæmi má nefna að fyrsta árið var komuijöldi 140 og eftir því að dæma virðist þörfin vera nokkur fyrir slíka þjónustu. Að sjálfsögðu er móttakan opin konum á öllum aldri og hvaðan sem er af landinu. Panta þarf tíma og einnig er hægt að skilja efitir skilaboð á símavakt til undirritaðrar ef nánari upplýsinga er krafist. Eins og margir vita eru vandamál sem tengjast þvaglátum ekki bundin sér- stökum aldri og hafa margir rekið sig illilega á það og bruðgið verulega eins og nærri má geta t.d. þegar þvagleki gerir vart við sig. Flestir þekkja nafnið „grindarbotnsæfingar“ og margir vita allt um þetta en það eru einnig mjög margir sem ekki vita hvar grindar- bomsvöðvar eru og geta þar af leiðandi ekki vitað hvað þeir eiga að gera. Myndir og annað fræðsluefni hafa ekki verið nægjanlega til sýnis á for- vamarstöðum. Nú hefur verið bætt úr þessu hér við Heilsugæslustöð Suðumesja og minni ég konur á að vinna í sínum málum. Þær sem t.d. þurfa aðstoð við að læra grindarbotnsæfingar eða vita ekki hvort þær séu að gera rétt að leita þá fyrirbyggjandi leiða þ.e. nýta sér þjónustuna. Móttaka sem þessi er mjög viðkvæm af skiljanlegum ástæðum og hef ég reynt að vinna samkvæmt því og haft það sem markmið að finna og/eða leita leiða til úrbóta fyrir hverja konu. Ég tel að t.d. yngri konur þurfi að taka þennan þátt forvama mun alvarlegar en hingað til hefur verið gert. Almennt er þetta of mikið feimnismál sem ekki hefur fengið þá umfjöllun sem skyldi. í því sambandi vil ég nefna t.d. að ungum konum á bamseignaraldri, á meðgöngu og eftir fæðingar finnst oft þetta vandamál vera mjög langt í burtu, en er það þó ekki. Það er einmitt á þessu tímabili í lífi kvenna sem sumar verða varar við þvagleka í fyrsta sinn og eru virkilega miður sín og vilja leita sér hjálpar. Enn aðrar hafa aldrei talað um vandamálið. Aldrei fengið aðstoð og sætt sig við þetta þó ungar væru að aldri. Það er vitað að áhættu- þættir eru ýmsir sem leiða t.d. frekar til þvagleka og þar kemur til meðganga, fæð- ingar, offita og fleira sem stuðlar að aukinni þyngd/ þrýstingi á grind- arbotn sem getur stuðlað að sker- tum taugaboðum. Með leiðbeiningum er hægt að gera svo margt sjálfur þar með talið að gera grindarbotnsæfin- gar sem auka blóðflæði, styrkja vöðva sem umlykja þvagrás/fæðingarveg/ endaþarm, bæta taugaboð, auka gæði kynlífs og ná upp fyrri styrk í grindarbotni. Þar sem um er að ræða bráð eða tíð þvaglát eiga æfingar alltaf við en þó getur þurft að beita öðru við í meðferðarformið s.s. rafmeðferð og lyfjagjöf í sumum tilvikum. Það er von mín að forvarn- arþáttur sem þessi eigi eftir að festa sig í sessi í heilbrigðis- þjónustunni og þykja jafn sjálf- sagður og hver annar. Kœr kyeðja, Aðalheiður Valgeirsdóttir Ijósmóðirlhjúkrunaifrœðingur og si'ðast en ekki síst lág laun. Og þar með erum við komin að rótum vandans. Forskólaböm og foreldrar þeirra eiga það yftr höfði sér að leikskólum lands- ins verði lokað 22. september n.k.vegna verkfalls sem Félag íslenskra leikskólakennara boð- aði til í maí síðastliðinn. Það sýnir hug sveitastjórna með launanefnd sveitarfélaga í farar- broddi að síðan em liðnir rúmir þrír mánuðir án þess að nokkuð hafi gerst. Þolmæði leikskóla- kennara er löngu þrotin sem og reyndar annarra uppeldisstétta. Leikskólar á Islandi eru viður- kenndir sem fyrsta skólastig barnsins með lögum frá Menntamálaráðaneytinu og þar fer ffarn metnaðarfullt og fram- sækið skólastarf. Leikskóla- kennurum finnst því kominn tfmi til að þriggja ára fram- haldsnám þeirra í uppeldisfræð- um sem er að færast á háskóla- stig verði metið að verðleikum. Ég held að nú sem aldrei fyrr þurfi að forgangsraða í íslensku samfélagi, á hvaða þætti ætlum við að leggja áherslu á? Ég vil hvetja foreldra til að styðja Ieik- skólakennara í baráttu sinni fyr- ir mannsæmandi launum því við eigum sameiginlegra hags- muna að gæta. Ingibjörg Hilmarsdóttir leikskólastjóri á Heiðarseli. DANSSKOLI ASTVALDSSONAR , Nióttu þess^ð--- læraað dansa--- KEFLAVIK • GRINDAVIK • GARÐUR • SANDGERÐI KENNSLA HEFST MANUDAGINN 22. SEPTEMBER LÁTTU SKRÁ ÞIG SEM FYRST. Kennum alla dansa fyrir alla aldurshópa BARNAHÓPAR, YNGST 3 ÁRA UNGLINGAHÓPAR / ALLIR NÝJ USTU DANSAR TTilr -hQPp> HJÓNA -OG PARAHÓPAR EINKATÍMAR SALSA MAIUton pp imm AMBo 0 STREET DftMCma INNRITUN OG UPPLÝSINGAR DAGLEGA I' SÍMA: 426 76 80 MILLI KL 20 OG 22. HUSTLE f fkt?Btur komið 1 "eir,M einn tínia °g Þarft ekki ^ dansfélaea BÓIíov21 LÍNU°ANS KOMIN ÚT" V íkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.