Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.09.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 18.09.1997, Blaðsíða 10
Húseigendur athugið! Er kominn raki eda móda á milli glerja? Fjarlægi módu og raka á milli glerja á skjótan og audveldan hátt, kem og skoda rúdur og geri tilbod ad kostnadarlausu. Móduhreinsunin - Sími 421-6903 Jesús Krístur er svaríð Samkoma öll fimmtudagskvöld kl: 20:30. Allir velkomnir. Hvítasunnukirkjan l/egurinn Hafnargötu 84 Keflavík SONGMENN! Karlakór Keflavíkur óskar eftir söngmönnum í allar raddir. Áhugasamir eru beðnir að hafa samband við Valgeir í síma 421-1037 Pálísíma 421-2836 V/ Úlfarísíma 421-3965. \v' OSKAST TIL LEIGU Traustur adili óskar eftir ca. 80-120 ferm. verslunarhúsnædi á jardhæð, til leigu eða kaups. Helst á góðum stað við Hafnargötu. Mætti afhend- ast innan næstu 4ra mánaða. Vinsamlegast leggið inn tilboð á skrifstofu Víkurfétta merkt „Traust" fyrir þann 30. september n.k. Allsherjar- atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð um kjör fulltrúa á 21. þing L.I.V. sem haldið verður 10.-12. október n.k. á Grand-hóteli í Reykjavík. Kosið eru um 3 fulltrúa og 3 til vara. Framboðslistum sé skilað til formanns kjörstjórnar Guðmundar R.J. Guðmundssonar, Víkurbraut 13, Keflavík, eigi síðar en kl. 18 fimmtudaginn 25. september n.k. Öðrum listum, en lista stjórnar skulu fylgja meðmæli 50 félags- manna annarra en í framboði eru. Lesendur skrifa Innri-hljarð- vík útrýmt Frú bæjarstjóri: Nú þykir mér aldeilis leitt að þú nefndir mig „frú“ A.O. því sjaldan eða aldrei hef ég séð frúr spila á sparkvellinum í Innri-Njarð- vík. Því miður áttu engan rétt til þess að kalla 17 ára gamlan strák frú. Allavega þegar ég fór síðast á salemið var ,Jífs- blómið“ á sínum stað og hef ég ekki hugsað mér að láta það hverfa. Kannski er það of seint í rass- inn gripið núna, en þegar að þú ritaðir bréfið til A.Ó þá var búið að slá fótboltavöllinn einu sinni en ekki 3-4 sinn- um og þykir mér miður að einhver hafi logið að þér. ikmn Elli vildi okkurfeiga frúr eöa ekki frúr þaö má hann sjálfur eiga að þykjasl sínu kyni trúr. Svo er það annað. Það er mal- bikaði göngustígurinn frá Háseylu í Innri-Njarðvík til Hagkaupa og svo til Ytri- Njarðvíkur. Þessi stígur er al- deilis fínn nema að því und- anskyldu að til að komast á næsta hluta þarf maður að fara yfrr gatnamótin á Fitjum. Á þessurn gatnamótum hafa oft orðið hörmuleg slys og held ég að „frú“ bæjarstjóra sé eitthvað illa við Innri- Njarðvíkinga. Ekki veit ég hvað hann ætlar að gera í málinu en eitthvað verður að gera svo að þessir fínu Innri- Njarðvíkingar útrýmist ekki. Hr. Alexander Ólafsson. Útgerð til sölu Landsbankinn hefur nú boðið til sölu fyrrum útgerð Aðal- verktaka sem Reginn, eignar- haldsfélag Landsbankans, yf- irtók alfarið er Aðalverktök- um var breytt i hlutafélag. Forsaga þess að Aðalverktak- ar fóru í útgerð er flestum væntanlega kunn. Á ámnum 1992-93 var Aðal- verktökum ætlað að taka þátt í efnahagsaðstoð þeirri sem þá- verandi ríkisstjórn Alþýðu- flokks og Sjálfstæðisflokks kom á við svæð- ið vegna mikillar lægðar sem þá var ( atvinnulífi hér, svokallaðri „Suðurnesja- hjálp“. Fjárfestu Aðalverktakar þá í ymsum fyrir- tækjum og fram- kvæmdum. Stærst voru kaup þeirra á Að- alvíkinni og kvóta hennar af Eldey hf. sem þá var í mikl- um kröggum og hætta á að skipið hyrfi héðan. Aðalverktakar leigðu síðan skipið út og bættu jafnframt við það kvóta með frekari skipakaupum 1995, stofnuðu dótturfyrirtæki um reksturinn, sem hefur séð um hann síðan f ársbyrjun 1996 með góðum árangri. Jafnframt högnuðust þeir verulega á tilkomu við- bótarkvóta vegna línuveiða skipanna, auknum kvóta und- anfarið og snarhækkandi kvótaverðs á síðustu árum. Reginn yfirtók þessa útgerð nú í vor og vill eðlilega losna við hana. Kostar pakkinn rúman milljarð eða þar um bil. Um er að ræða 1500 tonna kvóta í þorskígildum, þar af 1000 tonn í þorski. Hefur Landsbankinn lýst áhuga sínum á að stuðla að því að skipin, og það sem mikilvægara er, kvótinn, hald- ist hér á svæðinu ef sam- komulag næst um það. Má telja það með öllu eðlilegt ef horft er til þess að þessi út- gerð er upphaflega tilkomin sem sértækar stuðningsað- gerðir við okkur. Það er ákaflega mikilvægt að þetta takist og eru án efa nú miklar þreifingar í gangi milli útgerðaraðila hér á svæðinu og Landsbankans um málið. Bæði skipin, Að- alvík og Njarð- víkin eru skráð hér í Reykjanes- bæ og hefur bær- inn því forkaups- rétt að þeim skv. lögum. Vegna þessarrar stað- reyndar er ljóst að bæjarstjóm Reykjanesbæjar getur gegnt lykilhlutverki í því starfi sem framundan er við að halda þessari útgerð og atvinnu samfara henni hér á staðnum. Því miður virðist ekkert vera að gerast í málinu á þeim bæ og er það hörmulegt ef svo er. Skora ég á bæjarstjómarmenn að taka ákveðið og einarðlega á málinu strax og ákveða að beita öllum tiltækum ráð- um til að koma málinu í rétta höfn. Kynnið síðan ákvörðun ykkar opinberlega svo enginn þurfi að velkjast í vafa um vilja ykkar til að standa vörð um þetta mikla hagsmunamál okkar allra hér. Reykjaneshœ Il.septemher 1997. Kristmundur Asmundsson, lœknir. HITAVEITA SUDURNESJA C3\\\ ÚTBOD Hitaveita Suðurnesja óskar eftir tilboðum í endurbygg- ingu þaks á rofahúsi í Svartsengi. Verkið felst í megin- dráttum í að fjarlægja núverandi kantáfellur, þakdúk og einangrun og að byggja upp nýtt uppstólað sperruþak með steinullareinangrun ofan á steypta plötu. Þakið skal klæða með tvöföldum dúk. Flatarmál þaksins er um 230 m2. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 15. desember 1997. Útboðsgögn verða afhent hjá Hitaveitu Suðurnesja, Brekkustíg 36, Reykjanesbæ gegn 5000.- kr. skilatrygg- ingu frá og með mánudeginum 22. september 1997. Tilboð verða opnuð á sama stað föstudaginn 3. október 1997 kl. 14:00. HITAVEITA SUDURNESJA 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.