Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.09.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 18.09.1997, Blaðsíða 7
SKIPASALA REGIIMS Á AÐALVÍK OG NJARÐVÍK - ÞORSTEINN ERLINGSSON, FORMAÐUR ÚTVEGSMANNAFÉLAGS SUÐURNESJA: Skiptir mestu máli að kvóti skipanna verði hér áfram „Það skiptir Suðurnesin miklu máli að bátarnir verði áfram á þessu svæði og veiti hér atvinnu fyrir sjómenn og fiskvinnslufólk. Afla- heimildir þessara tveggja báta nema alls um 3% af heildarkvóta Suðurnesja eða um 1500 þorskígildum. í þessu máli skiptir mestu að aflaheimildirnar fari ekki út af svæðinu, hvort sem skipin gera það eða ekki“, sagði Þorsteinn Erlingsson, formaður Útvegsmannafélags Suðumesja á kynningarfundi sem haldinn var í Keflavík á miðvikudag í sl. viku. Umræðu efnið var sala á tveimur fiskiskipum Regins, Aðalvík og Njarðvík en Regin er dótturfyrirtæki Landsbank- ans en skipin vom áður í eigu Islenskra Aðalverktaka. Sverrir Hermannsson, banka- stjóri Landsbankans sagði á kynningarfundinum að það væri vilji fyrir því hjá stjóm- endum Landsbankans að ski]> in yrðu áfram gerð út frá Suð- umesjum, en besta tilboðinu í þau yrði að sjálfsögðu tekið. Sverrir sagði að Suðumesja- menn ættu að sitja fyrir að öllu jöfnu en Þorsteinn Er- lingsson sagði í ræðu sinni að fyrir þremur ámm hafi nokkr- ir útgerðamenn óskað eftir því að kaupa þessi skip sem þá vom sem kunnugt er í eigu Is- lenskra aðalverktaka. Vilja kvótann „Við fengum þau svör að bát- arnir væru ekki til sölu, en haft yrði samband við okkur síðar, ef breyting yrði þar á. Okkur þykir við látnir vita ansi seint núna en við munum engu að síður berjast fyrir því að kaupa þá, þó aðallega kvótann". Þorsteinn sagði að á sínum tíma hafi umræddur hópur ætlað að kaupa bátana og skipta kvótanum jafnt á milli manna. Vestmannaeyingar hafa nokkrum sinnum keypt sameiginlega báta og kvóta í Eyjum og skipt þeim á milli sín. Það hefur gengið vel. „Eg er þess fullviss að mikill áhugi er meðal aðila í sjávarútvegi hér á þessu svæði til að kaupa þessa báta og tryggja áfram- haldandi rekstur hér enda er ég ekki í vafa um að hvergi verður hagkvæmara að gera út báta á næstu ámm með vax- andi aflaheimildum í þorski. Eg hvet þess vegna Lands- bankann að vinna að því að skipin verði hér á svæðinu og seld til aðila sem starfa hér. Sameiningar Þorsteinn sagði að með til- komu hlutabréfamarkaðar og sameiningar fyrirtækja væri ekki ólíklegt að sameiningar ættu eftir að líta dagsins ljós á Suðurnesjum á næstu ámm. „Það styrkir svæðið ef fyrir- tæki innan svæðis sameinast. Þá eru þau betur búin undir svona uppákomur og hægt að bregðast við t.d. með því að bjóða út hlutafé. Það er hins vegar ljóst að sameining smærri fyrirtækja á Suður- nesjum við stærri fyrirtæki í öðrum landshlutum skapar óvissu", sagði Þorsteinn. Sverrir Hermannsson sagði á fundinum að það yrði ekki skilyrði að fyrirtæki samein- uðust vegna kaupa á skipun- um, enda væru fjárhagslega sterk fyrirtæki á Suðumesjum. Hann vildi ekki nefna neinar tölur um söluverð eða lána- kjör en taldi ljóst að lána þyrfti verulegar upphæðir í þeim til langs tíma. Miklar sviptingar hafa verið í sjávarútvegi að undanförnu. Þorbjöm hf. í Grindavík hefur keypt Bakka hf. í Bolungarvík og er á leið á hlutabréfamark- aðinn. Miðnes hf. hefur sam- einast H.B. og Co. á Akranesi og nú liggur fyrir að Njörður hf. í Sandgerði sameinist Bú- landstindi hf. á Djúpavogi. , J>að hefur einnig nokkuð ver- ið um kaup á skipum hingað“, sagði Þorsteinn en til að mynda hefur fyrirtæki hans, Saltver hf. í Njarðvík keypt fjóra báta og kvóta sem nem- ur samtals um 1600 þorsk- ígildistonnum á síðustu fjór- um árum og er nú með um 2600 alls. Fiskanes í Grinda- vík hefur keypt tvo báta og kvóta og fleiri fyrirtæki hafa bætt kvótastöðu sína. „Við höfum verið að berjast harðri kvótabaráttu og náð að halda hlut Suðurnesjamanna (12,9%) á undanfömum árum. Þess vegna er mikilvægt að kvóti Aðalvíkur og Njarðvík- ur verði hér á svæðinu“, sagði Þorsteinn. Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 18:20 19:30 20:30 Spinning - eróbikk EvaLOKAÐ fituhrennsla Spinning Judo Spinning Reynir - teygjur Barbara eróbikk Spinning Spinning - eróbikk Spinning Spinning Reynir - teygjur eróbikk Spinning Spinning __ w IFITNESS CENTERl ^mMWMm iMW M W ■ ★ ★ VIÐ HOTEL KEFLAVIK ISÍMI420 7001 12:05 Spinning Spinning Spinning Spinning Spinning Spinning 15:30 Judo (frjálst) 17:15 Spinning Halldór - eróbikk Spinning Eva LOKAÐ - fitubr. Spinning Halldór Spinning Eva LOKAÐ - fitubr. Spinniny Spinning I 09:00 Yíkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.