Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.09.1997, Side 8

Víkurfréttir - 25.09.1997, Side 8
Með Samvinnuferðiim Landsýn til „Eyjunnar grænu": Studeo Huldu mun stækka við sig á næstunni og bjóða upp á nýjan sal með þrek- tækjum, sólbekkjum og spinning. Nýi salurinn verður tekinn í notkun um mánaðamiótin og samanlagt verður því hús- næði Studeo Huldu unt 460 fermetrar. Tveir sólbekkir verða í nýja húsnæðinu og eru þeir með nýjar perur. í tilefni stækkunarinnar er boðið upp á 10 tírna Ijósa- kon á kr. 2000. Studeo Huldu liefur jafn- framt aukið við sig kennur- um. Þeir sem kenna í vetur eru Hulda, Odda, Bryndís, Sigríður og Emelía. Allar hafa þær mikla menntun og reynslu. Meðal nýjunga í vetur er jógaleikfimi sem hefur notið mikilla vinsælda. Kennari er Emelía. Hulda mun áfrarn bjóða ráðgjöf í sambandi við mataræði og fitubrennslu- námskeiðin vinsælu halda áfram en þar er boðið upp á mikið aðhald. Boðið verður upp á fitumælun með full- komnasta tækinu á landinu þar sem vöðvamassi og fita em mæld. _ Námskeið í spinning hefjast um mánaðarmótin sem er mikil þolþjálfun. Að sögn Huldu Lárusdóttur annars eiganda Studeo Huldu er mikilvægt að leiðbeinendur í spinning hafi þekkingu og mikla reynslu á bak við sig vegna mikils álags á hjarta- vöðva. í spinning er meira álag á hjartavöðva en í venjulegum leikfimitíma og sagði Hulda mikinn mun vera á þrekhjóli og spinning þar sem hjólað er með þyngd. Bamahomið vinsæla verður áfram á sínum stað en Stu- deo Huldu er eina líkams- ræktarstöðin á Suðumesjum sem býður upp á barna- gæslu. Dagmæður sjá um vörsluna á meðan á kennslu stendur og jafnframt á morgnana sem færri vita af að sögn Huldu. Hulda Lárusdóttir og Kristmundur Carter eigendur Studeo Huldu munu brydda upp á ýmsum nýjungum í vetur. Samvinnuferðir-Landsýn efndu til golfferðar til ír- lands fyrir skömmu og var leikið golf á iðagrænum völlum á eyjunni grænu. Suðurnesjamenn áttu nokkra fulltrúa í ferðinni og undu þeir sér vel eins og hinir en alls voru tæplega fjörtíu manns í hópnum. Leikið var golf í fjóra daga, annars vegar í Wicklow sýslunni ekki langt frá Dublin og hins vegar í ná- grenni smábæjarins Enniscorthy sem er á suðaustur strönd írlands. Hápunkturinn var þegar leikið var golf á Druids Glen golfvellinum en þar er opna írska meistaramótið haldið. Bestu atvinnukylfngar í heimi berjast þar um há peningaverðlaun og völlurinn hef- ur cinnig verið nefndur til sögunnar um að halda Ryder bikarinn skömmu eftir aldamótin. Ryderinn er hvergi haldinn nema á stórvöllum. Víkurfréttir áttu sinn fulitrúa á írlandi og voru með- fylgjandi myndir teknar í ferðinni. brúbkaup í LHFSSTÍMU Það er ekki á hverjum degi sem brúðkaup fer fram í Leifs- stöð en það gerðist nú samt þar á dögunum. Þá gaf séra Baldur Rafn Sigurðsson, sóknarprestur í Njarðvík saman þau Svanfríði Aradóttur og Ragnar Einarsson úr Njarðvík- um. Uppákoman var leyndarmál brúðgumans sem kom spúsu sinni á óvart með því að biöla til hennar eftir sextán ára búskap. „Hún vissi ekki af þessu þó hana hafi grunaö eitthvað, sérstaklega þegar hún ætlaði aö fara í gallabuxum upp í Leifsstöð. Eg baða hana að fara í eitthvað fínna“, sagði brúðguminn hress í bragði að lokinni athöfninni. „Þetta var skemmtilegt og óvænt ekki síst þar sem við vor- um að fara til útlanda í fyrsta skipti saman“, sagði Svan- fríður. Studeo Huldu stækkar við sig: p. Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.