Víkurfréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Víkurfréttir - 09.10.1997, Qupperneq 13

Víkurfréttir - 09.10.1997, Qupperneq 13
Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar: „Hleypt af stokkum - viðskiptahugmynd að venuleika" - Stuflningur við fólk sem vill stofna fyrirtæki Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar, MOA, er að hefja verkefni sem snýst um að vinna með fólki sem vill fara út í sjálfstæðan atvinnurekstur. Verkefnið hefur hlotið nafnið Hleypt af stokkum - viðkipta- hugmynd að vemleika. Við fengum starfsfólk MOA, þau Jón Bjöm Skúlason, Ragnheiði Gunnarsdóttur og Sigríði Jónu Jóhannesdóttur, til að segja okkur nánar frá því. Suðurnesjamenn með viðskip- tahugmyndir. I stuttu máli gengur verkefnið út á að vinna með fólki í allt að 12 mánuði að því að gera viðskiptahugmynd þess að veruleika. Byrjað verður á því að finna og skilgreina viðskiptahugmyndir þátt- takenda. I framhaldi af því vinna þátt- takendur upp viðskiptaáætlun hver fyrir sína hugmynd og í kjölfarið, reynist niðurstaða áætlunarinnar já- kvæð, standa vonir til að þátttakendur stofni sitt eigið fyrirtæki. Við vitum að margir Suðumesjamenn ganga með góðar viðskiptahugmyndir í magan- um, en það að vera með hugmynd er ekki skilyrði fyrir þátttöku í verkefn- inu. Fjöldinn sem kemst að í verkefn- inu verður takmarkaður en þau hvetja alla, ekki síst konur, ungt fólk og fólk án atvinnu til þess að sækja um. Hér er um einstakt tækifæri að ræða. Hvernig fer þessi vinna fram? Hópurinn kemur saman tvisvar í viku til að bytja með, þar sem hver og einn vinnur að viðskiptahugmynd sinni í samvinnu við okkur. Farið verður yfir alla þá þætti sem snúa að stofnun og rekstri fyrirtækja samhliða því sem þátttakendur vinna sína viðskip- taáætlun. Þátttakendur munu hafa aðgang að vinnuaðstöðu í húsakynn- um MOA meðan á verkefninu stendur. Aðferðaffæðin gengur út á að fólk læri sem mest með því að gera hlutina sjálft. Miðað er við að hver og einn geti haldið sínum hraða, þ.e. aðstoðin verður mismunandi eftir því hversu langt einstaklingar hafa þróað sína viðskiptahugmynd. Þátttakendur ! munu í samvinnu við okkur læra skref fyrir skref hvað felst í því að stofna fyrirtæki um leið og þeir gera viðskiptahugmynd sfna að veruleika. Stvrkur og aðstoð við fjármögnun Akveðið hefur verið að halda kostnaði við verkefnið í lágmarki og er þátt- tökugjald kr. 5.000. Það er síðan von | okkar að þeir sem koma saman væn- legum viðskiptaáætlunum gætu átt von á fjárstyrk. I verkefninu felst að auki aðstoð við að ftnna fjármagn til að stofna væntanlegt fyrirtæki. I þessu sambandi hefur Sparisjóðurinn í Keflavík ákveðið að styrkja verkefnið og auðvelda fjármögnun á vænlegum fyrirtækjum. Faglegt og persónulegt í samvinnu við Iöntæknistofnun Lögð er áhersla að verkefhið snúist ekki eingöngu um faglega þætti. Það er í raun ekki auðvelt að greina faglega þætti við stofnun fyrirtækis frá þeim persónulegu. Fólk getur t.d. búið yfir góðum hugmyndum en skort þjálfun til að „selja“ þær öðrum. Kynningartækni, samningatækni, mannleg samskipti, sjálfsstyrking og jress háttar em þættir sem ekki er hægt að líta framhjá þegar farið er út í sjálf- stæðan atvinnurekstur. Hér mun Iðntæknistofnun koma við sögu, en í raun er þetta evrópskt tilraunaverkefni sem stofnunin stendur að ásamt MOA, en írar, Svíar og Finnar em evrópsku samstarfsaðilamir. Iðntæknistofnun hefur um árabil haldið námskeið undir heitinu „Stofnun og rekstur smáfyrir- tækja“. Verkefnið Hleypt af stokkum - viðskiptahugmynd að vemleika dreg- ur dám af því námskeiði en hefur það framyftr að vinnu þátttakenda er fylgt eftir frá upphafi til enda. Allar frekari upplvsingar um verkefnið fást á skrifstofu MOA. HLíYPT Af STOKKUM VIÐSKIPTAHUGMYND AÐ VERULEIKA Uiltu ráða meiru um tíma þinn og tekjur - dreymir þig um eigið fyrirtæki? Efsvarið er já, en þú ert ekki viss hvernig láta á drauminn rætast, þá er þetta... i$SPRRISJOf)URIHH í KEFLAVÍK Líttu inn til okkar og fáðu nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 13. október. Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar Hafnargötu 57, Reykjanesbæ Sími 421 6700, fax 421 6199 Víkurfréttir 13

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.