Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 1

Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 1
Lffleg útgáfa hjá Víkurfréttum þessa viku/ § FRETTIR 44. TÖLUBLAD 18. ÁRGANGUR FIMMTUDAGURINN 6. NOVEMBER 1997 Óvenju lífleg útgáfa er hjá Víkurfréttum þessa vikuna. Auk hefðbundinnar útgáfu Víkurfrétta, sem eru 16 síður í dag fylgir blaðinu blaðauki frá Sparisjóðnum í Keflavík í tilefni af 90 ára afmæli Sparisjóðsins. Það blað er unnið í sameiningu af Sparisjóðnum og Víkur- fréttum. Þá kemur út sérút- gáfa af Bæjartíðindum í Grindavík. Þar er á ferðinni 12 síðna blað þar sem 50 ára afmæli björgunarsveitarinnar Þorbjamar er gert skil. l&riartíftuibt Björgunarsveitin Þurbjörn ■ Griiidavík fuiiintíii ára SPHRISIÓDURIHH í KEFLAVÍK Þjóimstan verður aóaUmerki Sparisjóðs franitíóaruiiiar IM«, fJr V* • Q Q -j OQ <3 2 V) CD Q C3 O I h- K 'Ul cc u. h- <0 cc I— <0 Framkvæmdir Hitaveitu Suðumesja við orkuver 5: Umsókn um virkjana- leyfi í bið Haft var eftir Finni Ingólfs- syni í Morgunblaðinu ný- verið að ekki hafi verið gefin nein fyrirheit varð- andi virkjanaleyfi í Svarts- engi fyrir nýtt orkuver Hitaveitu Suðurnesja og séu framvkæmdir við virkj- un þar hafnar sé það alger- lega á ábyrgð Hitaveitunn- ar. Beðið er umsagnar Orku- stofnunar um umsókn Hita- veitu Suðumesja um virkj- analeyfi vegna byggingar orkuvers 5 en henni hefur verið frestað þar til þar til niðurstaða fæst í viðræður Hitaveitunar og Lands- virkjunnar. Framkvæmdir við orkuverið eru þegar hafnar og er áætlað að hefja rafmagnsframleiðslu í sept- ember 1999. Hitaveitan hefur ítrekað óskað eftir virkjunarleyfi síðastliðna tæpa tvo áratugi en ekki fengið að virkja nema hluta af því sem ósk- að hefur verið eftir. Telur hitaveitan sig geta framleitt orkuna fyrir mun lægra verð en Landsvirkjun og segir Ámi Ragnar Ámason þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjaneskjör- dæmi í morgunblaðinu að engin pólitísk sátt sé um það að meina orkufyrir- tækjum sem ekki eiga eign- araðild að Landsvirkjun um eðlilega endumýjun á úrelt- unt virkjunum. Hann sagði það auðsætt að íbúar á Suð- urnesjum ættu að njóta þessarar virkjunar sinnar í lægri orkukostnaði. Ljósmynd: Dngný Gísladóttir Krakkarnir í 2. bekk Myllubakkaskóla fengu litabækur Lionsklúbbi Keflavíkur: r L Móttökuskilyrði útvarps og sjónvarps á Suðurnesjum rædd á SSS fundi: Hrúga loltnetsbúnaði á hús sín með tjlheynandi sjonmengun og kostnaði Stjórn SSS lét á dögunum kanna mót- tökuskilvrði útvarps og sjónvarps og þvkir Ijóst að þau eru yfirhöfuð slök og víða óviðunandi. Þetta kom fram á aðalfundi SSS sem haldinn var um sfðustu helgi og sendi fundurinn frá sér ályktun um málið. Víða á Suðurnesjum nást sendingar sjónvarps- og útvarpstöðvanna mjög illa og mikill og kostnaðarsamur búnaður dugar ekki til að ná þeim lágmarks hljóð- og myndgæðum sem tækni nú- tímans býður upp á. Margir íbúar á Suðumesjum þurfa að fjárfesta í talsverðum búnaði til þess að geta með sæmilegu móti horft á Ríkissjónvarpið. Að mati stjómar SSS er þetta kostnaðarsöm leið og með öllu óviðunandi að neytendur sem greiða afnotagjöld geti ekki með eðlilegum tækjabúnaði notið þess dagskrárefnis sem greitt hefur verið fyrir. Stjóm SSS hefur því skorað á sjónvarps- og útvarpsstöðvar að haga uppsetningu, tíðnisviðum og staðsetningum á endurvörpun þannig að notendur geti komist af með einn einfaldan búnað til að ná sendingum í stað þess að þurfa að hrúga loftnetsbúnaði á hús sín með tilheyrandi sjónmengun og kostnaði. Skipulagður sparnáður Hsmimsiómiihhii

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.