Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 11
♦ Þessir hlutu mermingarverðlaun fíeykjanesbæjar í ár. Birgir Guðnason, fíagnheiður Skúladóttir, Sigrún Hauksdóttir ogKefla- víkurverktakar en Haukur Ingason tók við verðlaununum fyrir hönd fyrirtækisins. Menningarverðlaun Reykjanesbæjar 1997: Súlan veitt í fyrsta sinn Menningarnefnd Reykjanes- bæjar afhenti sl. miðvikudags- kvöld fjórum aðilum Súluna sem eru menningarverðlaun Reykjanesbæjar 1997. Jafn- framt afhenti menningamefnd styrki til ýmissa aðila sem auglýstir eru tvisvar á ári. Súlan var veitt þeim sem öðm fremur hafa stutt við nienn- ingarlíf á Suðurnesjum og hlutu hana að þessu sinni Birgir Guðnason fyrir varð- veiðslu menningarverðmæta, Sigrún Hauksdóttir sem hefur stutt við bakið á myndlistar- mönnum, Ragnheiður Skúla- dóttir fyrir áratuga starf sem píanóleikari og Keflavíkur- verktakar sem hafa stutt hina ýmsu listviðburði á Suður- nesjunt. Hugmyndin að verðlauna- gripnum er sótt til bæjarmerk- is Reykjanesbæjar sem er Súla og var það Karl J. Ólsen sem hannaði gripinn. Þeir sem hlutu styrki em verk- efnið Tónlist fyrir alla, Leikfé- lag Keflavíkur samkvæmt lögum, Kolrassa Krókríðandi, Erla Brynjarsdóttir vegna tón- leikaferðar, Karlakór Kefla- víkur, Kvennakór Suðumesja, Viðar Oddgeirsson vegna kvikmyndagerðar, Baðstofan og myndlistarmaðurinn Guð- mundur Maríasson. Útskálakirkja: Fræðslukvöld um bænin -bæna og kynrðarstundir íslendingar em trúhneigðari en margar aðrar þjóðir og hafa sterka þörf fyrir að hugleiða andleg málefni og hið óræða í tilverunni - svo segja fræðilegar kannanir. Ætla má að bænin sé sú guð- rækni sent flestir iðka en þá oft- ast í einrúmi. Kannanir hafa einnig leitt í Ijós að þekkingar- leysi á gildi bænarinnar og inni- haldi kristinnar trúar almennt er mjög mikið. í kvöld, fimmtudaginn 6. nóv- ember, kl. 20.00 hefjast í Út- skálahúsinu fræðslu- og sam- talsstundir þar sem fjallað verð- ur um bænina og verða þær hálfsmánaðarlega í 4 skipti fram í aðventu. Umsjón hefur sókn- arprestur Hjörtur Magni Jó- hannsson. Kyrrðar og bænastundir verða einnig í Útskálakirkju sömu kvöld kl. 21.00. Þar eru allir hjartanlega velkomnir, jafnt | Sandgerðingar, Garðbúar sem og aðrir Suðumesjabúar. Dulúð, hugleiðsla, máttur bæn- arinnar og hinar andlegu víddir tilvemnnar er nokkuð sem okk- ar lútherska kirkja hefur ekki lagt næga áherslu á í boðun sinni. Hér er viðleitni til að bæta það upp. I okkar háttspennta neyslusam- félagi er rík þörf fyrir kyrrðar- stundir og íhugun. Flest okkar höfum ríka þörf fyrir (jafnvel þótt við gemm okkur ekki grein fyrir því sjálf í amstri dagsins) að taka frá afmarkaða stund frammi fyrir augliti Guðs í hans húsi, við kertaljós og í kyrrð. Stundimar í Útskálakirkju gefa þér tækifæri til að koma fram fyrir Guð þinn með þakkarefni þín, bænarefni, kvíða eða ein- faldlega að leita kyrrðar og end- urnýjast í andanum - í friði. Umjónarmenn verða Jón Hjálmarsson og sóknarprestur. Hægt er að koma bænarefnum til þeirra í síma 422-7244 (Jón) og 422-7025 (sóknarprestur). Fræðslu og kyrrðarkvöld verða á fimmtudögum dagana 6. og 20. nóvember, 4. og 18 desem- ber. Fræðsla hefst kl. 20.00 en bæna og kyrrðarstund í kirkju hefst kl. 21.00. TAKIÐ EFTIfí! emjmkomin MEÐHINVINSÆLU, ), „POWERPACINE"HJOL& - sem eru ad tröf/ríða ölluíhemimmíáag. ERUM MEÐ JL O HJOL OG FRABÆRA LEIÐBEINENDUR MEÐ MIKLA ÞEKKINGU OG MENNTUN. Erum að fara a stað með frábært 5 vikna fitubrennslunámskeið Brjálað fjör og brennsla - Tökum okkur í gegn fyrir jólin. Hefst 17. nóvember til20. desember. Láttu þig alls ekki vanta! Skráning er hafin í síma 421-6303. JÓLA HVAÐ? / siú«jíó\V Huldu /Æ /J sl y Hafnargötu 23 - Keflavík - Sími 421-6303. Óskum að ráða duglegan starfs- kraft til verslunarstarfa í verslun okkar. Nánari upplýsingar gefur Ágústa, á staðnum ekki í síma. Fícikacjp Njarðvík Stofnfundur MARKADSRADS REYKJANESBÆJAR verður haldinn á Glóðinni kl. 20:00, fimmtudaginn 6. nóvember. Sýnum samstöðu og mætum öll. Undirbúningsnefndin. Víkurfráttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.