Víkurfréttir


Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 06.11.1997, Blaðsíða 8
Páll Pétursson félagsmálaráðherra um launahækkanir kennara: Sveitarfélög verða sjálf að bera kostnaðinn Páll Pélursson félagsmálaráð- herra sagði í ávarpi sfnu 20. aðalfundi SSS sem haldin var um helgina að sveitarfélögin yrðu sjálf að bera kostnað vegna launahækkanna kenn- ara þar sem samið hafí verið umfram almennar kjaravið- ræður í þjóðfélaginu. Páll sagði það ekki eðlilegt að sveitarfélögin „rukki“ ríkið vegna launahækkananna held- ur verði sveitarfélögin að standa straum af þeim í gegn- um útsvarshækkun eða jöfn- unarsjóð. Jafnframt tók hann fram að samningur urn flutn- ing grunnskólana verður end- urskoðaður árið 2000. Að sögn Páls eru fjármála- samskipti ríkis og sveitarfé- laga viðkvæm en þó sagðist hann telja að færa beri verk- efni frá ríki til sveitarfélaga eins og gert hafði verið með grunnskólana og til stendur með málefni fatlaðra. Hann sagði yfirfærslu grunnskól- anna hafa tekist vel og hefði ekkert óvænt borið að fyrir utan launahækkanir kennara sem hann sagði að yrðu sveit- arfélögum þungar í skauti. Páll ræddi einnig um húsa- leigubætur en nú liggur fyrir frumvarp í félagsmálaráðu- neyti þar sem lög um húsa- leigubætur hafa verið endur- skoðuð. Að sögn Páls hafa húsaleigubæturnar sannað gildi sitt og munu þær færast alfarið til sveitarfélaganna árið 1998. Kom fram í máli hans að bætumar ná einnig til leiguíbúða sveitarfélaga. Nokkur tregða hefur verið hjá sveitarfélögum við að taka upp bætumar og að sögn Páls hefur það orðið til þess að ungt námsfólk hefur flutt lög- heimili sitt frá sinni heima- byggð. Sveitarfélögin hafa deilt hart á meðferð skatta á húsaleigu- bótum og hefur þess verið krafist að þær verði skatt- frjálsar. Páll sagði ekki vera vilja til þess innan fjármála- ráðuneytis þar sem það er talið opna kerfið og flækja það. Hann sagði það hag- kvæmara að skila innheimtum skatti aftur til sveitarfélaganna þar sem mikilvægt væri að styrkja leigumarkaðinn.. ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★★ NAMSKEIÐ FYRIR 17-2.0 ÁRA ÖKUMENN í jboði Sjóvá-AImenma trygginga hí. Námskeiðið verður haldið í Fjölbrautaskóla Suðurnesja, laugardagirm 8. nóvember kl. 11:00-17:00. Við gerum stundum glappaskot sem við getum iært af. Hvað umferðina vardar þá tekur það okkur mörg ár að ná góðri færni sem ökumenn. Meðan vid erum að ná þessari færni er okkur hættara viö mistökum. Því munu Sjóvá-Almennar tryggingar bjóða ungum ökumönnum á aldrinum 17-20 ára á dags námskeid um ökutækjatryggingar og tjónamál í Keflavík. Á námskeiðinu verða skoðaðir þeir þættir sem hjálpað geta ungum ökumönnum til að verða enn betri ökumenn. Góð reynsla er af námskeiðum þessum og má geta þess að þeir sem sótt hafa námskeiðin eru í þrefallt minni hættu að lenda í tjóni. Með þátttöku á námskeiðinu fá þátttakendur tveggja bónus- flokka hækkun á bílatryggingu á sínu nafni (allt að 20% lækkun iðngjalds á ári). Séu þeir ekki með bíl tryggðan, eiga þeir þessa hækkun inni þegarþeir koma með bíl í tryggingu. Á stórum fólksbíl nemur upphæðin um 18.000.- kr. á ári eða um kr. 104.000.- á næstu 9 árum meðan þú ert að ná fullum bónus. (12.000.- kr. á ári fyrir lítinn bíl). NÁMSKEIÐIÐ ER FRÍTT - ÖLLUM 17-20 ÁRA ÖKUMÖNNUM ER BOÐIÐ AÐ KOMAl SKRÁNJNGHJÁ UMBOÐISJÁVÁ-ALMENNRA KEFLAVTK í SÍMA 421-3099 SJOVADIPALMENNAR ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ Páll Pétursson félagsmálaráð- herra kynnti á aðalfundinum nýtt ffumvarp sem lagt verður fyrir núverandi þing um hús- næðiskerfi sveitarfélaganna. „Það þarf að sm'ða vankantana af húsnæðiskerfinu án þess að það verði sveitarfélögunum of mikil baggi. Hægt er að lána kaupverð beint til einstaklinga þannig að þeir geti fest sér hús- næði við hæfi á hinum al- menna markaði og öðlast eign- artryggingu. Sveitarfélögin gætu komið að því með því að ábyrgjast hluta af láninu eða með beinum fjárstuöningi". Aðalfundur SSS var á tíðum ekki ályktunarbær og á tímabili gekk illa að samþykkja reikn- inga SSS þar sem aðeins vant- aði upp á fjölda atkvæðisbærra fúndargesta. Það tókst þó um síðir en margir veltu því fyrir sér í framhaldi hvort ekki þyrfti að fækka þeim sem þyrftu að samþykkja mál á fundinum þar sem hann stæði yfir í tvo daga og ekki gætu allir séð sér fært að sitja þá báða. Tala fundar- gesta er því breytileg og oft er orðið fátt í salnum þegar álykt- anir em samþykktar í lok fund- ar. Enda sagði Drífa Sigfús- dóttir formaður SSS það hafa gerst áður að ótrúlegustu mál væru samþykkt í lok fundar þegar fáir væru eftir til þess að andmæla. Drífa lagði jafnframt til að fúndurinn yrði aðeins haldinn einn dag í staðin fyrir tvo eins og verið hefur. Þórólfur Þórlindsson prófess- or við félagsvísindadeild Há- skóla Islands vakti mikla at- hygli með erindi sínu á aðal- fúndinum og kveikti liann marga elda í fundargestum. Hugmyndir hans þóttu ferskar og sérstaka athygli vakti sú til- laga hans að einungis ættu að vera tvö skyldufög í íslenskum gmnnskólum; stærðfræði og Islenska. Vafalaust yrðu margir nemendur ánægðir með þá þró- un mála. Mikill áhugi varfyrir skólamálum á fundinum og varð fundargestum á orði að [reir hefðu þurft heilan dag í umræðumar. Kjaramál á SSS fundi: ÓÁNÆGJA MED STARFMATSKERFI Kjaramál voru til umræðu á aðalfundi SSS um helgina og þá einkum það starfsmatskerfi sem í noktun er hjá sveitarfé- lögum. í ræðu Drífu Sigfúsdóttur for- manns SSS kom fram að sníða þurfi sem fyrst ýmsa agnúa af núverandi kerfí sem komið hafa í ljós eða ræða við stéttarfélög á Suðurnesjum um annað fyrirkomulag. „Það hefur iðulega tekið lang- an tíma frá því að viðkomandi sveitarfélag eða stofnun send- ir frá sér mál þar til það hefur fengið fullnaðarafgreiðslu. þessi biðtími er báðunt aðil- um til ama og skapar hann bæði óvissu og óþægindi sem best er að vera án“, sagði Drífa. Eftir að erindi unt starfsmat hefur farið frá starfsmanni eða yfirmanni til starfskjaranefnd- ar er það sent til starfsmats- nefndar sem metur það og sendir aftur til starfskjara- nefndar sem afgreiðir erindið til viðkomandi stjómar. „Þá er loks hægt að greiða viðkontandi þau laun sem hann á rétt á samkvæmt kerf- inu. Þetta er seinlegt kerfi og það er óeðlilegt að geta ekki sagt nýjum starfsmanni hver laun hans verða". Aðalfundur Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum haldinn í Reykjanesbæ, 31. október og 1. nóvember 1997 skorar á yfir völd vegamála að þegar verði ráðist í tvöföldun Reykjanes- brautar. Fundurinn telur óþarft að minna á öll þau rök sem fram hafa komið um nauðsyn þessarar frantkvæmdar. Jafnframt minnir fundurinn á fyrri ályktanir sambandsins um vegamál a Suðumesjunt. 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.