Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.1997, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 13.11.1997, Blaðsíða 12
Heilsugæslustöð Suðurnesja: Lokaútkall í bólusetningu! Innflúensu bólusetningu fer nú að Ijúka. Suðurnesjamenn eru hvattir til að láta bólusetja sig, sérstaklega 60 ára og eldri. Bólusett er alla virka daga kl. 13-14 á Heilsugæslustöð Suðurnesja í Keflavík. Hjúkrunarforstjóri. ATVINNA Óskum eftir að ráda hárgreiðs- lukonu til starfa strax. Ef þú hefur áhuga leggðu þá inn nafn og símanúmer á skrifstofu Víkurfrétta merkt „Frami". FAGURLIND Tjarnargötu 7 - Keflavík - Sími 421-7117 ATVINNA Starfsmenn óskast til eftirtalinna starfa hjá glugga- og hurðaverk- smiðju BYKO Seylubraut 1, Njarðvík. 1. Málun/sprautun, menntun eða reynsla æskileg. 2. Vélavinnsla á gluggum og hurðum, starfsem krefst einbeitingar. 3. Smiðir vanir verkstæðisvinnu í almennan frágang á hurðum. 4. Aðstoðarmenn til ýmissa starfa. Áhugasamir komi til viðtals í verk- smiðjunni milli kl. 08:00-09:30 alla daga. BYKO hf. BYKO Glugga- og hurdadeild vp Seylubraut 1, Njarðvík Sími 421-6000. Krabbameinsfélag Suðurnesja: Fræðsluefni um tóbaks- vamir dreift í skóla Krabbameinsfélag Suður- nesja hefur unnið að gerð fræðsluefnis í tóbaksvörnum til handa skólum landsins undir yfirskriftinni „Sköp- um reyklausa kynslóð*1. Að sögn Rósu Víkingsdóttur fræðslufulltrúa Krabbameins- félags Suðumesja verður tó- baksvarnanámsefnið kynnt foreldrum og þeim leiðbeint um hvað þeir geti gert til að stuðla að reykleysi bams síns. Samningur um reykleysi verður boðinn unglingum 8. og 10. bekkja og staðfestur af foreldrum. Dregið verður til verðlauna úr þeim hópi sem standa samninginn. Nemend- ur 10. bekkjar munu sjá um jafningjafræðslu fyrir skóla- systkin sín í 8. bekk. Námsefnið fyrir 8. og 10. bekk (Vær Rökfri) hefur verið tilraunakennt í Noregi sl. 3 ár og lofar góðu. En jafnframt býður krabbameinsfélagið fræðsluefni fyrir 6. og 7. bekk. Tóbaksvarnarnefnd verður með sýnilegt átak í fjölmiðl- um, kannanir um tóbaks- neyslu verða gerðar í skólun- um og mat lagt á þætti verk- efnisins á tímabilinu. Þar á meðal er útgáfa á ítarefni, myndböndum, tóbaksvarna- verkefnum, heimildasafni um tóbak, handbókum um „að hætta að reykja" og tóbaks- vamir fyrir starfsmenn f tóm- stundastaifi fyrir unglinga. Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Rósu Víkingsdóttur hjá Krabbameinsfélagi Suður- nesja á Heilsugæslustöð Suð- umesja fimmtudaga og föstu- daga frá kl. 08 -12.00. Baðstofustemmning á norrænni bókasafnsviku Bókusufn Reykjunesbæjur tók þátt í norrænu bóku- sufnsvikunni, í Ijósuskiptun- um, dugunu 10. -16. nóvem- ber sl. og hófst hún sumtím- is á Norðurlöndum sl. mánudug. Við opnunina voru rafljós slökkt á bókasafninu líkt og annars staðar á Norðurlöndum og kveikt var á kertum. Sfðan las Hallmann Sigurðsson upp úr Egilssögu úr kafl- anum um d a u ð Böðvars en því upphafsatriði var ætlað að mynda ramman um bókasafnsvikuna. Kvæðamenn úr kvæðamanna- félaginu Iðunni kváðust á og félag eldri borgara lét ekki sitt eftir liggja í kveðskapnum og köstuðu fram vísum til þess að skapa hina gömlu bað- stofustemmningu í skamm- degismyrkrinu. Að verkefninu standa kynn- ingarnefnd norrænna bókasafna í samvinnu við að- ila Nordliv verkefnisins og er markmiðið að auka jrekkingu og lestur á norrænum bók- menntum sem og að kynna norræna menningu almennt. Að ofan: Hallmann Sigurðsson las úr Egilssögu. Mynd til hlidar: Gestir hlustuðu með athygli á lesturinn. 12 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.