Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.1997, Blaðsíða 18

Víkurfréttir - 13.11.1997, Blaðsíða 18
Fræðasetrfö í Sandgerði Gardvegi 1 - 245 Sandgeröi - Sími 423-7551 Símbréf 423-7809 Starfskraftur óskast Frœðasetrið er umhveifistengt náttúrusafn þar sem leitast er við að tengja mann og náttúru. Innan veggja Frœðasetursins eiga gestir kost á að skoða hluta afnáttúru Islands í návígi. Safn ýmissa lífverajurta og lifandi dýra íferskvatns- og sjóbúrum auk steinasafns eru til sýnis. Gestir geta skoðað smá sœdýr afhafsbotni eða úr tjörnunum undir víðsjá.fi'œðst um sögu Sandgerðisjarið í vettvangsferðir í fjöru eða tjarnir o.m.fl. Frœðasetrið er í nánu samstarfi við Botndýra- rannsóknarstöðina í Sandgerði (BIOICE). Nú varitar á Fræðasetrið áhugasaman starfskraft í heilsdags starf og til daglegrar viðveru í safninu. Hann þarfm.a. að geta tekið á móti hópum og frætt þá um safnið og farið í vettvangs- og náttúruskoð- unarferðir um svæðið. Viðkomandi þarfað hafa einhverja reynslu afað vinna sem leiðbeinandi, að hafa góða tungumála- kunnáttu (enska og þýska eða franska) og vera búsettur á Suðurnesjum. Viðkomandi þarfað geta hafið störfsem fyrst. Áhugasamir sendi umsóknir fyrir20. nóvember til: Fræðasetrið, Garðvegi 1,245 Sandgerði. Nánari upplýsingar veitir forstöðukona í síma 896-5598. REYKJ ANESBÆR ATVINNA í BOÐI Sjúkraliðar athugið! Dagdvöl aldraðra auglýsir eftir sjúkraliða eða starfsmanni með reynslu við umönnun. Um er að ræða fullt starf. Laun eru skv. STRB eða Sjúkraliðafélagi Islands. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknum skal skilað á afgreiðslu Bæjarskrifstofu, Tjarnargötu 12, fyrir 21. nóvember 1997. Nánari upplýsingar veitir undir- ritaður í síma 421-4669. Forstöðumaður. Tap og sigur Suöumesjakvenna Keflvíkingar léku gegn hotnliði ÍR-inga á lau- gardag og áttu alls kostar gegn ungum IR- stúlkum. Staðan var 41-19 í háltleik og 94-45 í leikslok. Til marks um yfirburðina áttu Kellvíkingar 75 skol á körfuna en Breiðhyltingar aðcins 44. Þó sárt sé fyrir bcstu leikmenn Keflvíkinga þá helði liæl't þcim best að horfa á og hvetja varamenn liðsins til sigurs að þessu sinni. Leikmenn þeir sem verma bekk Keflvíkinga eru sterkari en bvrjunarlið IR-inga. Stóru stúlkurnar Anna María og Erla Þorsteins réðu öllu í teignum og voru bestar að þessu sinni. Grindvískar heim- sóttu KR-inga í Hagaskóla sama dag og töpuðu 52-47 eftir að hafa verið undir í hálfleik 30-26. Islandsmeistararnir, sem voru í forvstu mest allan seinni háltleikinn, köstuðu frá sér sigrinum með óskynsamlegum leik síðustu mínúturnar. KR-liðið scm býr yfir mikilli breidd kom sér þægilega fyrir á toppnum með sigrinum. I liði grindvískra léku allar vel, engin áberandi á bvorn veginn sem var. Jón Guðinundsson, þjálfari Grindvíkinga, sagði lið sitt óheppið í annað sinn gegn KR-ingum. Hann taldi lið sitt geta bætt sig til muna og mvndi gera það fvrir úrslitakeppnina þar sem spurt yrði að leikslokum. lil hvers eru dyraverðir? Öll dýrin í skóginum eru jöfn. Sum eru bara jafnari en önnur. Þetta dettur mér í hug þegar ég hugsa til dyravarðanna á veitinga- húsinu Ránni í Keflavík. A ekki það sama að ganga yfir alla? A dögunum var mér meinuð innganga á Ránna vegna þess að ég þótti ekki nógu snyrti- legur til fara. „Það tíðkast ekki að fólk sé hér í gallabux- um“, sagði dyravörðurinn. Ég tók þetta gott og gilt, fór annað og eyddi mínum pen- ingum þar. I næstu Ráarheimsókn passaði ég mig á því að vera í mínu fínasta pússi en sá þá mér til skelfingar að þar var fjöldinn allur af fólki í gallabuxum og því alls ekki nógu snyrtilegt til að vera inni á þessum veitingastað. Ég gruna dyra- vörðinn um að eiga eitthvað sökótt við mig. Hann veit best sjálfur hvað það er og sá þama sæng sína útbreidda að „hefna sín“ á mér. Um síðustu helgi var mér svo nóg boðið. Eg fór út að skemmta mér ásamt fleirum. Ein úr hópnum var átján ára gömul og var hringt áður á Ránna og spurt hvort viðkom- andi mætti koma með hópn- um inn. Þar var okkur sagt var að aldurstakmarkið væri 20 ára og það væri ekki mögu- legt að hleypa stúlkunni inn. Ein varð því að sitja eftir heima en hópurinn fór á Ránna. Þá kom í ljós að þar inni var stúlka sem er 18 ára. Dyravörðunum var bent á þetta. Þeir sögðu að það myndu alltaf eitthverjir sleppa í gegn en ætluðu að kanna málið. Það er skrýtið að nokk- ur maður Itafi sloppið inn undir aldri um síðustu helgi því undirritaður fylgdist með því þegar fólk var kratið um skilríki. Unnusta mín var t.a.m. krafin um skilríki en hún er á 23. aldursári. Hvemig kemst þá 18 ára stúl- ka inn? Og hvers vegna var henni ekki vísað út þegar bent var á hana? Er það útaf vin- skap við dyraverðina? Til hvers em dyraverðir? Á ekki það sama að ganga yfir alla? Hilmar Bárðarson p.s. Hjálögð er Ijósmynd tekin á Ránni um síðustu helgi máli mínu til stuðnings. Andlit stúlkunnar hefur verið gert ógreinilegt, því það er ekki œtiunin að koma liöggi á liana, heldur benda á ótétt- iœtið þegarþað sama er ekki látið yjir alla ganga. AFMÆLI Elsku besti afi okkar er 65 ára 15. nóvember. Til hamingju með afmælið. Þín barnabörn, kristinn, Sveinn, Gestur og Edvard. STANGVEIDIMENN! Uppskeruhátíð Stangveiðifélags Keflavíkur verður haldin I KK-salnum við Vesturbraut laugardaginn 15. nóvember. Húsid opnar kl. 19:00. Villibráðarhladbord - bikarafhending - happdrætti - hljómsveit - og gaman gaman. Miðasala verður í húsi félagsins, Hafnargötu 15, fimmtudaginn13. nóvem- ber kl. 20-22. Miðaverð kr. 3200. Uppl. gefur Guðmundur Hreinsson, s. 4212888. Sjáumst hress og káti Skemmtinefndin. 18 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.