Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.11.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 13.11.1997, Blaðsíða 7
MIKIL ÁHRIF Aðgerðin mun hafa mikil áhrif á líf Halldóm. Eftir þessa aðgerð þarf hún ekki lengur að fara í skilun í nýmavél Ifkt og fyrir aðgerðina og heilsa hennar er betri. Þegar lengra líður frá aðgerðinni mun hún þurfa minna af lyfjum en áður og minni hætta er á bakteríu- sýkingum í þvagi sem að sögn foreldra hennar varð uppruna- lega til þess að nýra hennar eyðilagðist. Halldóra getur nú farið á klósett og losað þvag eðlilega og jafnframt hefur mataræði hennar gjörbreyst. Hún getur nú nánast borðað hvaða mat sem er og það er mikill léttir að sögn foreldra Halldóru og notaði hún tæki- færið og bragðaði á banda- ríska hamborgaranum. Að sögn Sigfúsar og Ingi- bjargar er Dagbjört mjög sátt við þá ákvörðun að hafa gefið Halldóm nýra sitt en hún var nokkuð máttfarin eftir aðgerð- ina. Dagbjört starfar á sauma- stofunni Liljunum í Keflavík og mun hún taka því rólega næstu 3 mánuðina. Halldóra mun ávallt vera á of- næmisbælandi lyfjum þar sem sú hætta er fyrir hendi að of- næmiskerfi líkamans hafni nýja líffærinu. Þau lyf hafa það í för með sér að hún er mjög næm fýrir öllum sýking- um og þurfa foreldrar hennar að passa vel upp á hana. LÆRIR HEIMA Hún mun því fá heimakennslu fram að jólum en foreldrar hennar vonast til þess að hún geti mætt í skólann eftir ára- mót. „Hún hefur lítið úthald en annars líður henni ágæt- lega. Hún finnur ekki fyrir aukaverkunum eða vanlíðan en lyfin fara nokkuð í skap- gerð hennar", segir Ingibjörg móðir hennar. Halldóra mun fara í eftirlit til Viðars Arnar tvisvar í viku næstu tvo mánuðina en svo mun það minnka eftir því sem frá líður aðgerðinni. Fylgdi þvf ekki mikill léttir þegar aðgerðinni var lokið? .J’að var alveg geysilegur létt- ir. Þetta var í raun mikið álag allan tímann. Maður þurfti að bjarga sér á öðru tungumáli og þetta var búið að vera mik- il bið“. Hvað sagði Halldóra sjálf eftir aðgerðina? „Hún sagði að sér liði vel og var hún að hugsa um að fara fram úr rúminu“, segir Ingi- björg. „Hún upplifði mikinn létti og hún sagði við mig að [ það hefði komið mjög góð til- finning yfir sig þegar hún vaknaði eftir aðgerðina og heyrði að hún hafði tekist mjög vel. Það var eins og hún hefði fengið uppljómun og sú tilfínning flæddi um hana að það væri í rauninni að gerast kraftaverk", sagði Sigfús, fað- ir Halldóru. Staðið var fyrir söfnun á Suð- | urnesjum til þess að styðja Halldóm og fjölskyldu hennar vegna aðgerðarinnar og söfn- uðust um kr. 1.300 þúsund. Foreldrar hennar vildu koma á framfæri innilegu þakklæti sínu fyrir þann stuðning og hlýhug sem bæjarbúar hafa sýnt. STERKIR STRAUMAR „Við erum sannfærð um að sterkir straumar frá Islandi hafi hjálpað okkur þarna úti þvf það var ekki einleikið hvað þetta gekk vel. Það er al- veg einstakt að upplifa svona samkennd“, segir Sigfús. Þau segja fólk mikið hafa spurt um líðan Halldóru á förnum vegi og óskað henni góðrar ferðar fyrir aðgerðina. „Þegar við komum heim eftir aðgerðina var maður um- faðmaður og fólk vild ifá að heyra hvernig hafi gengið. Þetta hefur verið alveg stór- kostlegt og fjölskylda okkar hefur jafnframt staðið við hlið okkar eins og klettur“. Dagbjört móðursystir Hall- dóru eftir aðgerðina. Hún var mjög sátt við þá ákvörðun sína að gefa Halldóru annað nýra sitt. Pabbi hugar að litlu stúlkunni sinni eftir að- gerðina. I/ið höfuðlag Halldóru má sjá viður- kenningarskjal sem hún fékk frá svæfingarhjúkr- unarfræðingi sem starf- aði við aðgerðina. i1 1 iiiH gg a m Nóvembertilboð! (ifvegg- og loftfestingum fyrir sjónvörp, hátalam og myndbandstœki. ,Sfiin.viiitf/ inyndhtnulstteki m/NTSC afspilun (anieríska kerfid). Verð trá kr. 26‘.900.- 28" sjónvarpstwki í mikln úrvali. \erð frá kr. 49.900.- t l\intendo 64, örugglega besta leikjatölva í heimi í dag, á besta verdi á landinu, aðeins kr. 23.500.- Þar að auki er 10% afsláttur af öllum leikjum í Nintendo tölvur. Ilikið úrval af þráðlausum síinum. Þjónustum og seljiim símkerfi, Jijófa- og brunavamakerfi. Komið og leitið tilboða og ráðlegginga. Allar almennar rafeindaviðgerðir. mm Baldursgötu 14 ■ Keflavík ■ sími 4215991 Víknrfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.