Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1997, Side 12

Víkurfréttir - 11.12.1997, Side 12
♦ Inn við beinið IÝ GÆLUDYRAVEl Ný og glæsileg gæludýraverslun opnar laugardaginn 13. desember kl. 10. Höfum mikið úrval skrautfiska, einnig páfagaukar, dísarfuglar, fínkur og hamstrar. Gæðafóður og leikföng fyrir flest öll gæludýr. Gleymum ekki gæludýrunum um jólinl Verið velkomin í VATNAVERÖLD Hafnargötu 35, niðri - Keflavík ♦4! fefi'aZit*vt4c - heitt á könnunni! Við veitum 12 mán. greiðslukjör á grafskreytingum (legsteinum) ef panta er fyrir áramót. Stórglæsileg vara - Ijósmyndir og letur. Verð frá kr. 3.698 pr. mán. Einnig sérhannaðir verðlaunagripir með mynd af viðkomandi fyrir íþróttafélög, fyrirtaeki og einstaklinga. Panta verður með 30 daga fyrirvara. Framlciöum einnig styttur, skúlptúra og fleira. Pantanir og upplýsingar alla daga í símum 421-6513, 421-6979 eða 898-6913. RóttcehHngur ntcd sterkum íltaldsþáttum Eiríkur Hermannsson skólamálastjóri Revkjaneshæjar stóð auk annarra fyrir borgarafundi um skólamál í Reykjanes- bæ nýverið þar sem í Ijós kom að Suðurnesjamenn þurfa að taka sig á. Hann segist þó líta á stóðuna sem sóknarfæri. Ei- ríkur er bæði söngmaður og veiöimaður og blustar m.a. á Björk og íslensk sönglög í bland. Nafn: Eiríkur Hermannsson. Aldur: 46 ára ( bráðum 47). Fjölskylduhagir: Kvæntur Oddnýju Harðardóttur og á dætum- ar Ástu Björk 13 ára og Ingu Lilju 11 ára. Átthagar: Keflavík, nánar tiltekið Hafnarsvæðið og Túnin. Starf: Skólamálastjóri Reykjanesbæjar. Bíll: Mitshubishi Lancer árgerð '93, fólksbíll. Laun: Þokkaleg. I uppáhaldi: Sunnudags- morgnar með fjölskyldunni og héraðsmót. Besti matur: Grísakótelett- ur í raspi á aðfangadag (að hætti mömmu). Besti drykkur: Malt og appelsín við sama tæki- færi. Uppáhaldspersóna: Fyrir utan konu og dætur hafa foreldrar mínir ver- ið mestu áhrifavaldam- ir.en annars ýmsir góðir menn. Tónlist: Tónlistará- hugi er mikill, allt ffá Bítlum , Stónes og Kinks til Bjarkar og íslensk sönglög í bland. Áhugamál: Knattspyrna, söngur með Víkingum og silungsveiði með „Þremur fisknum og for- manni" , lestur og útivist. íþróttafélag: Keflavík og Víðir í kvennatlokki og Leeds Utd. Gæludýrið: Hvolpurinn Virðisaukaskattur ( kallaður Vaskur). Hvenær vaknar þú á morgnana: Rétt fyrir 7 alla daga. Morgunmatur: Hafragrautur eða Cheerios hringir og lýsi. Heimilisstörf: Geng í allt en sé yfirleitt um matreiðsluna. Pólitíkin: Alltaf verið óflokksbundinn róttæklingur með sterk- um íhaldsþáttum. Það fyndnasta: Mummi bróðir. Bókin á náttborðinu: Yfirleitt nokkrar en núna: Hressingar- hælið eftir Montalban, Blackout eftir Lawton og Z eftir Vigdísi Grímsdóttur. Helsti veikleiki: Ég er sagður ráðríkur og kröfuharður við mína nánustu. Helsti kostur: Ég er sagður seigur og bjartsýnn. Besta sumarfríið: Cala d'Or á Mallorka 1995. Hvað myndir þú gera ef þú ynnir stóra vinninginn í Lottó- inu: Reyna að tryggja fjárhagslega framtíð dætra minna. Fallegasti staður á Isiandi: Þingvellir að hausti og Veiðivötn þegar vel veiðist. Hvað er það fyrsta sem þarf að gera til úrbóta í skólamálum á Suðurnesjum: Það þarf að tryggja að starfsmenn skólanna séu sæmilega sáttir við starf sitt og lífsafkomu og eins þarf að tryggja að hvert bam fái námstilboð við sitt hæfi, bæði bókleg og verkleg, þannig að þeir hæftleikar sem í hverjum búa fái að njóta sín. Síðast en ekki síst þarf að stórefla tengslin á milli foreldra og skóla, einkum í gegnum umsjónarkennara bekkja, þannig að námið sé raunveru- legt samstarfsverkefni skóla og heimilis. .. .óflokksbundinn róttœklingur með sterkum íhaldsþáttum.... 12 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.