Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.12.1997, Side 26

Víkurfréttir - 11.12.1997, Side 26
SFrá Fjölbrautaskóla Suðurnesja Prófsýning og afhending einkunna verða í skólanum 17. desember sem hér segir: Nemendur dagskóla mæti kl. 11:00- 13:00. Rútur fara frá öllum stöðum kl. 10:30 og frá skólanum kl. 13:00. Nemendur öldungadeildar mæti kl. 18:00-19:00 ístofu 106. Brautskráning fer fram á hátíðarsal skólans laugardaginn 20. desember kl. 14:00. Skólameistari. Tveir bílar lentu utan vegar Tveimur bifreiðum var ekið út af á sama tíma á Reykja- nesbraut rétt fyrir ofan Grindavíkurafleggjara sl. þriðjudagsmorgun. Bifreiðamar voru báðar að taka fram úr þriðju bifreiðinni þegar ökumenn þeirra misstu stjóm á þeim með þeim afleiðingum að þær lentu utan vegar. Þurfti að fjarlægja bifreiðamar | með kranabifreið og var annar ökumaðurinn fluttur á Sjúkrahús Suðurnesja. Hann hlaut minniháttar meiðsl og fékk að fara heim að skoðun lokinni. Hinn ökumaðurinn siapp ómeiddur. Mikið snjókrap var á Reykjanesbrautini þegar slysið varð. Bæjarmálafélag jafnaðar- og félagshyggjufólks í Re ykjanesbæ Félagsfundur verður haldinn mánudaginn 15. desember næstkomandi, að Hafnargötu 31, þriðju hæð og hefst hann kl. 20.30 stundvíslega. Dagskrá fundarins: 1. Tillögur kjörnefndar félagsins um reglur til prófkjörs. 2. Tillögur um málefnahópa. 3. Bæjarmál. 4. Önnur mál og gamanmál. Félagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Nýir félagar sérstaklega velkomnir. Stjórn Bæjarmálafélagsins. REYKJANESBÆR ÚTBOÐ Reykjanesbær óskar eftir tilboði í daglega ræstingu við Holtaskóla að Sunnubraut, Keflavík. Stærð grunnflatar er u.m.þ.b. 3.800 ferm. sem skiptist í 10 ræstirými. Útboðsgögn verða til sölu á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, frá og með föstudeginum 12. desember 1997. Verð útboðsgagna er kr. 1.000.- Tilboð verða opnuð að Tjarnargötu 12, mánudaginn 22. desember 1997 kl. 11:00. Innkaupastjóri Reykjanesbæjar. Fundur í Björk ogFUF Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 19 verdur haldinn félagsfundur í Björk Félagi Framsóknarkvenna í Reykjanesbæ. Fundarefni: 1. Kosning 19 varamanna í Fulltrúarádid. 2. Önnur mál. Stjórn Bjarkar. Mánudaginn 15. desember 1997, kl. 20 verdur haldinn félagsfundur í Félagi Ungra Framsóknarmanna í Reykjanesbæ, FUF. Fundarefni: 1. Kosning 29 varamanna í Fulltrúarádið. 2. Önnur mál. Stjórn FUF. Félagsleg eignaríbúð Laust er til umsóknar fjögurra her- bergja raðhús við Leirdal í Vogum. Umsóknarfrestur er til 31. desember n.k. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Vatnsleysustrandarhrepps í síma 424-6541. Sveitastjóri Vatnsleysustrandarhrepps. Jólastund á Bókasafninu Möguleikhúsið sýnir leikritið „Hvar er Stekkjastaur" laugardaginn 13. desember kl. 14 í Bókasafni Reykjanesbæjar. Sýningin hentar fyrir börn á aldrinum tveggja til níu ára og tekur 40 mínútur. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 26

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.