Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 9
Huldu í bæjarstjóm Eins og öllum ætti að vera ljóst fer fram prófkjör hjá Bæjarmála- félagi jafnaðar- og félags- hyggjufólks, laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. febrúar. Hulda Ólafs- dóttir leikskóla- stjóri á leikskó- lanum Vestur- bergi er ein af frambjóðendum þessa félags. Huida hefur mikla og víðtæka reynslu af uppeldis- og menntamálum, jafnframt af menningar- og ferðamálum. Hún hefur sinnt þessum málefnum mjög ötul- lega. Þar ber hæst í okkar huga framtak hennar á sviði leikskólamála því þar hefur hún staðið sig með eindæ- mum vel. Hún hefur tekið að sér leikskólastjórastöðu á tveimur leikskólum Reykja- nesbæjar. Fyrst má nefna Heiðarsel sem hóf starfsemi haustið 1990 og síðan Vesturberg sem opnaði sl. sumar. Með krafti sínum og metnaði hefur Huldu tekist mjög vel til í báðum þessum skólum. Máltækið segir „Látum verkin tala“ og á það svo sannarlega við um þessa konu. Vinna þarf vel að uppbyggingu leik- skólamála hér í Reykjanesbæ þannig að réttur bama til leik- skóladvalar verði tryggður samkvæmt lögum um leik- skóla frá árinu 1994. Undirritaðar treystum Huldu til að leggja þessum málaflok- ki lið og hvetjum ykkur kjósendur góðir að mæta f prófkjörið dagana 7. - 8. febrúar til að tryggja henni brautargengi í bæjarstjóm. Karen Valdimarsdóttir Sigurbjört Kristjánsdóttir leikskólakennarar. Blásið til sóknar Ágætu bæjarbúar Reykjanesbæjar. Nú er tími kominn til að þeyta her- lúðrana og blása til sóknar í íþrótta- málum. Lítið hefur meirihluti íhaldsins og Framsóknarflokksins áorkað und- anfarin átta ár til uppbyggingar íþróttamannvirkja í bæjarfélaginu. Er nú svo komið að fjöldi íþrótta- fólks sækir æfmgar utan svæðisins vegna aðstöðuleysis. 1 tíð meirihluta Alþýðuflokksins í Keflavík og Njarðvík var annað upp á teningnum. í Keflavík var Sundmiðstöðin við Sunnubraut byggð, nýr grasvöllur við Heiðar- ból byggður, stækkað knattspymu- svæðið við Iðavelli, sparkvellir byggðir víða um Keflavík, æftnga- salur byggður við Iþróttahúsið við Sunnubraut í samvinnu við íþrótta- forystu bæjarins og Iþróttabanda- lagi Keflavíkur gefið íþróttavallar- húsið við Hringbraut undir félags- aðstöðu. I Njarðvík var byggður sparkvöllur í innra hverfinu, áhorfendastæði voru gerð við knattspymuvöllinn í Njarðvík, vestan megin vallarins, gerður samningur við knattspymu- deild Ungmennafélags Njarðvtkur um rekstur vallarins og ráðinn íþrótta- og æskulýðsfulltrúi sem reyndar er enn í starfi sem hann hefur gegnt með miklum sóma. Til að gæta alls sannmælis þá vil ég líka minnast á það sem vel hefur verið gert í tíð núverandi meiri- hluta. Byggð var hlaupa- og skokk- braut, svokölluð Vetrarbraut um- hverfts íþróttavöllinn í Keflavík og skotfélagsmenn styrktir vegna upp- byggingar á svæði sínu vegna smá- þjóðaleikana sl. sumar sem voru skotfélaginu og Reyknesbæingum til mikils sóma. En betur má ef duga skal. Eins og sést á samanburði mínum þá láta jafnaðarmenn verkin tala. í upptalningu minni tók ég íþrótta- mál sem dæmi en á þeim hef ég mikinn áhuga. Sem íþróttamaður og faðir tel ég að með því að blása til sóknar í íþróttamálum þá sækj- um við fram á móti einum mesta bölvaldi tuttugustu aldrarinnar, fíkniefnadjöflinum sem flækt hefur margt gott ungmennið í veft sínum. Um bæjarfélagið hljóma í dag raddir sem hvetja til þátttöku allra í íþróttum, já jafnt ungra sem aldinna og jafnt stúlkur sem drengi. Ttl að taka við þeim aukna fjölda sem við viljum virkja til viðbótar öllu því fólki sem í dag vinnur frábært starf, hvert á sínu sviði, í Iþróttastarf af öllum toga verðum við að eiga íþróttamannvirki sem geta tekið við þeim aukna fjölda. Það sér hver heilvita maður. Ekki er nóg að tala bara um hlutina, þá verður líka að framkvæma. Það veit ég af eigin reynslu úr heimi íþróttanna eftir að hafa stundað NYJAR LEIÐIR Með velferð fjölskyldunnar að leiðarljósi stefnir Bæjarmálafélag jafnaðar- og félagshyggjufólks að því að gera Reykjanesbæ að fjöl- skylduvænum bæ. Ábyrgð okkar foreldra er mikil að skapa börnum okkar gott um- hverfi og uppeldisaðstæður. En ljós er að í þjóðfélagi þar sem ein fyrirvinna nægir ekki til fram- færslu þurfa fleiri en foreldrar að koma að uppeldi bama okkar. Með tilkomu grunnskólans til sveitarfélaganna og lögum um einsetningu skóla fyrir árið 2002 er ljóst að sveitarstjómarstjóm- mál hafa öðlast nýja vídd. Bæjar- stjórn Reykjanesbæjar er ekki lengur kjaftaklúbbur málglaðra einstaklinga meirihlutans heldur í raun tæki okkar foreldra til þess að ákveða framtíð bama okkar. Við gemm auknar kröfur til þess að þeir sem starfa að sveitar- stjómarmálum beiti sér í uppeld- is- og menntamálum sem hljóta að vera grunnforsenda velferðar hvers samfélags. En hvað getur nýr meirihluti jafn- aðar- og félagshyggjufólks í bæj- arstjóm Reykjanesbæjar gert til þess að snúa við þeirri öfugþróun sem birtist í svartri skýrslu RUM um aðstæður unglinga í Reykja- nesbæ? Við getum byrjað á því að koma dagvistarmálum í rétt horf. Á undanfömum átta ámm hefur að- eins einn nýr leikskóli, sem að- eins býður upp á hálfsdagsvistun, verið opnaður í bæjarfélaginu. Þörftnni er hvergi nærri fullnægt sem sést á löngum biðlistum og skorti á dagmæðrum sem hefur verið viðvarandi undanfarin ár. Þvt' er brýnt að byggja nýjan leik- skóla til þess að Reykjanesbær uppfylli sr'nar skyldur við íbúa bæjarfélagsins. Við getum séð til þess að áætlun- um um einsetningu skóla fyrir árið 2002 verði raunverulega fylgt eftir en ljóst er að nýr skóli í Heiðarbyggð mun ekki duga einn til. Lengi býr að fyrstu gerð og með því að hlúa að börnum okkar komum við r' veg fyrir svokölluð „unglingavandamál". En hvað getum við gert fyrir unglinga í dag? Unglinga sem samkvæmt könnun RUM líður hreint ekki vel í Reykjanesbæ? Iþróttastarf er öflugt í bæjarfélag- inu og getum við öll verið hreyk- in af því. En nauðsynlegt er að skoða hvemig því starfi er háttað. Stúlkur virðast eiga erfitt upp- dráttar í Reykjanesbæ og em þær þ.a.l. í áhættuhóp hvað varðar fíkniefnanotkun. Vera má að of mikil áhersla sé lögð á karlaí- þróttir á kostnað stúlknaíþrótta þrátt fyrir það að kvennakarfan hér í bæ hafi ráðið ríkjum á landsvísu sr'ðustu 10 árin. En þarfir unglinga em misjafnar og ljóst er að styrkja þarf íþróttastarf með aukinni þátttöku stúlkna. En hvað með þá unglinga, og þá sérstaklega stúlkur, sem ekki hafa áhuga á íþróttum? Það þarf að skapa þeim tækifæri til þess að sinna áhugamálum sínum og finna þeim farveg hvort sem það er í gegnum listsköpun hjá virk- um áhugafélögum eins og Leik- félagi Keflavíkur og Félagi myndlistarmanna á Suðumesjum eða í samstarfi við íþrótta- og tómstundafélög í Reykjanesbæ. Þannig gefum við sem flestum tækifæri til þess að reyna sig og þroskast á jákvæðan hátt. Slíkt umhverfi viljum við í fjölskyldu- vænum Reykjanesbæ. Eysteinn Eyjólfsson frambjóðandi í prófkjöri Bæjar- málafélags jafnaðar- og félags- hyggjufólks í Reykjanesbæ. íþróttir sjáifur, verið í stjómunar- störfum í íþróttahreyfingunni og setíð í íþróttaráði sl. 12 ár fyrir AI- þýðuflokkinn. Ástæðan fyrir því að ég tek rþrótta- mál fyrir er sú að ég tel að upp- bygging íþróttamannvirkja sé ein besta fjárfestingun sem við eiguin í æsku landsins en eins og öllum ætti að vera kunnugt um kostar hver einstaklingur sem háður verður frkniefnum þjóðfélagið stórfé. Þess vegna gef ég kost á mér í próf- kjöri jafnaðarmanna og félags- hyggjufólks í Reykjanesbæ þann 7. og 8. febrúar nk. Sækist ég eftir stuðningi í 3. - 5. sætið þar sem ég tel að ég geti látið gott af mér leiða. Ekki bara í íþróttamálum heldur öðmm málefnum t.d. atvinnumál- um og umhverfismálum sem ég þekki vel af eigin raun. Skora ég á alla sem vilja hafa áhrif á það hverjir stjórna bæjarfélaginu að taka þátt í prófkjöri jafhaðarmanna og félagshyggjufólks sem haldið verður í Félagsbíói þann 7. og 8. febrúar n.k. Snúum vörn í sókn og sækjum fram. OlafurThordersen. Afram konur - við getum betur Á Islandi hafa konur haft kosninga- rétt í 80 ár og ætti því jafhrétti kynj- anna að vera til staðar en svo er raunin ekki. Þrátt fyrir tilstuðlan jafnréttisnefnda sveitarfélaganna, jöfn tækifæri til náms og verks og aukins kvenfrelsis er jafnrétti kven- na í hinu pólitíska umhverfi ekki fýrir hendi. I tveimur síðustu sveitarstjórnar- kosningum hefur hlutur kvenna verið rýr þrátt fyrir gífurlega baráttu í jafnrétt- ismálum. Árið 1990 vom konur 21,8% sveitarstjómarmanna og við seinustu sveitarstjórnarkosningar árið 1994 vom konur 24,8% sveit- arstjómarmanna og örfáar vom í broddi fylkingar. Hjá Alþýðu- flokknum, jafnaðarmannaflokki Is- lands, náðu konur 26% kjöri. En við konur getum enn betur. Sýnum fordæmi og kjósum fleiri konur. Jafnræði milli kynja I október sl. var eftirfarandi tíllaga Sambands Alþýðuflokkskvenna samþykktí flokkstjórn flokksins: „Flokkstjórn Alþýðuflokksins - jafnaðarmannaflokks Islands skorar á fulltrúaráð og stjómir flokksfé- laga að við uppröðun eða val á fólki til að skipa sæti á framboðs- listum flokksins við komandi kosn- ingar verði tryggt að jafnræði rfld á milli kynjanna og að konur jafnt sem karlar skipi efstu sæti á fram- boðslistum sem Alþýðuflokkurinn á aðild að“. Þrjár konur Nú um þessa helgi verður prófkjör hjá Bæjarmálafélagi jafnaðar- og félags- hyggjufólks í Reykjanesbæ. Tutt- ugu frambærilegir aðilar gefa kost á sér, 13 karlar og 7 konur. I kjörskárstofni þann 1. des- ember 1997 vom á kjörskrá 7.417 aðilar, 3728 karlar og 3689 konur. Konur eru því tæpur helmingur kjósenda, munum það. Eg skora á konur að taka sig til og gera hlut kvenna í prófkjörinu verð- ugan með þvt' að velja 3 konur í fyrstu 8 sætin. Tryggjum hlut kven- na í stjóm bæjarfélagsins. Hauður Helga Stefánsdóttir rekstrarfræðingur stefnir á 3. - 5. sæti í prófkjörinu. Víkurfréttir 9

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.