Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 05.02.1998, Blaðsíða 19
Efstu menn í Tölvuskólamótinu, Jón Jónasson, Adolf Sveinsson og Jón Ingi Ægisson. Adolf sigraði á Tölvuskólamótinu Adolf Sveinsson sigraði á Tölvuskólamótinu í snóker sem lauk um síðustu helgi. Adolf lagði besta snókerleikara Suðumesja, Jón Inga Ægisson í úrslitunt 5:2. Þriðji varð Jón Jónasson en hann vann Þórð Pálsson í viðureign um 3. sætið 4:1. Mjög góð þátttaka var í mótinu, alls 37 manns og sýndu mar- gir góð tilþrif. Tölvuskóli Suðumesja var bakhjarl mótsins og gaf glæsileg verðlaun. Guðmundur St. og Jón Ólafur Jónsson eru með forystu í ásamótunum eftir þrjú mót. Þeir eru með 150 slig en þeir Þormar og Þórður Pálsson eru næstir með 140 stig. Glæsileg pizzuverðlaun eru í hverju móti fyrir þrjú efstu sætin og þrenn aukaverðlaun fyrir þrjá stigahæstu eftir tut- tugu mót þar sem tólf telja. Sportveidibladið er komið út, fjölbreytt og skemmtilegt efni að venju Haukamir lutu í gras á heima- velli 82-83 gegn Njarðvík sl. fimmtudag eftir glæsilegt gegnumbrot Örlygs Sturlu- sonar skömmu fyrir leikslok. Njarðvíkingum tókst að grafa sig upp 52-38 gröf í hálfleik með góðum vamarleik. Leik- ur Njarðvíkinga var köflóttur en sem betur fer var sfðasti efnisbúturinn grænn en ekki rauður. Teitur, Sessoms, Ör- lygur og Friðrik voru bestir Njarðvíkinga að þessu sinni en Simpson og Pétur helstir Hafnfirðinga. Neisti leiksins: Treyja nr. 7 hjá Njarðvík, langt síðan hann hefur sést þessi. Njarðvíkinga tóku Valsmenn í kennslustund 113-89. Pressu- vörn heimamanna í upphafi leiks tók Valsmenn úr sam- bandi. Um tfma var ástandið á Valsmönnum ekki ósvipað því sem á ensku kallast "road- kill" eins og tölumar 35-9 og 44-11 gefa til kynna. Seinni hluta fyrri hálfleiks notuðu Njarðvíkingar til að hvfla lyk- illeikmenn og síðustu 4 mín- útur fór leikur varamannanna úr böndunum og Valsmenn minnkuðu muninn hratt í lok- in 51-36. I seinni hálfleik kom getumunurinn aftur í Ijós í upphafi og þrátt fyrir stór- góðan leik Warrens Peeples jókst munurinn hægt og ró- lega. Njarðvíkingum tókst með liðsheildinni að komast hjá því hægt sé að skrifa sig- urinn á einn leikmann frekar en annan. Varnarleikurinn þeirra var frábær í u.þ.b 30 af 40 mínútum og sóknin traust allan tímann. Teitur Örlygs- son sem leikið hefur í treyju nr. 11 um árabil og á stundum verið spaugilega hjátrúarfullur um ellefuna st'na lék í annað sinn í röð í treyju nr. 7. Hann lék stórvel í vöm og sókn og virðist jafnvel kunna betur við sig í nr. 7 sem er annað en hægt er segja um starfsmenn leiksins. Páll Kristinsson sem hrifsaði til sín ellefuna þegar Teitur skipti um númer datt af þessum orsökum í lukkupott- inn því ritari leiksins skráði nefnilega öll stigin sem Teitur skoraði á leikntann nr. 11 bara rétt eins og vanalega. "Þessi númeraskipti mín voru hluti af hugafarsbreytingu hjá mér" sagði Teitur "Það er greinilegt að ég var búinn með kvótann á ellefuna".Neisti leiksins: Friðrik Rúnarsson þjálfari Njaiðvfldnga hafði sína menn á tánum allan leikinn. Tap og sigur hjá Keflavík Er það vegna þess að Hrannar fór?, vegna þess að Jón Sig. kom? eða vegna þess að Her- mann Hauks fór? Hver svo sem ástæðan eru Vesturbæ- ingar að spila vel þessa dag- ana. Islandsmeistarar Kefl- víkinga leiddu framan af fyrri hálfleik en stórhríð KR-inga tryggði þeim 45-36 forskot í hálfleik. Eftir að hafa veitt KR-ingum 13 stiga forskot tóku meistaramir til hendinni og komu muninum niður í 2 stig en nær komust þeir ekki og Vesturbæingar sigruðu 79- 74. Neisti leiksins: Fannar Ólafsson, fyrirmyndarbarátta. Keflvíkingar sigruðu Sauð- kræklinga á ögurstundu eftir framlengdan leik 100-94. Guðjón Skúlason stórskytta Keflvíkinga sannaði að mál- tækið betra seint en aldrei með því að skora mikilvægar 3 stiga körfur í lok venjulegs leiktíma og í lok framlenging- ar. "Það var kominn tími til að hitta eftir afskaplega slakan leik að minni hálfu. Eg klikk- aði úr sams konar skoti þama úr hominu á móti Haukum í upphafi tímabilsins og það kom ekki til greina að klikka aftur" sagði Guðjón. Sauð- kræklingar voru betra liðið framan af leik og Keflvíking- ar virtust andlausir. Vara- mennimir Fannar og Kristján Guðlaugs héldu lífinu t' heimamönnum og áhorfend- um með skemmtilegum til- þrifum framan af ásamt Sverri Sverrissyni, fyrruin Keflvík- ing, sem lék best Sauðkræk- linga að þessu sinni. Undir lok venjulegs leiktíma leit út fyrir að Dana Dingle væri að tryggja Keflvíkingum sigur- inn með vítum 85-82 og 4,3 sekúndur eftir en Torrey John jafnaði leikinn með glæsilegri 3 stiga körfu þegar tíminn rann út. Af mikilli harðfylgni virtist sem lærisveinar Páls Kolbeins ætluðu að hafa það af í frantlengingunni en seigla meistaranna reyndist þeim of stór biti í hálsi. Neisti leiksins: Fannar Ólafs- son, barðist eins og ljón, skor- aði og frákastaði á mikilvæg- um augnablikum. Tæpt skal það vera Páll Axel Vilbetgsson og nýja liðið hans, Borgames, kom í heimsókn til Grindavíkur og urðu þar fagnaðarfundir. Fyrri hálfleikur fór vel af stað en þegar virtist sem Grindvík- ingar væru að skilja Borgnes- inga eftir hitnaði undir Páli og hann byrjaði að raða niður þriggja stiga körfum og hætti ekki fyrr en flautað var til hálfleiks. Seint í fyni hálfleik lenti Benedikt þjálfari Grind- vflcinga í einhvetju þrakki við bandarflcjamanninn D.J. Wil- son og setti hann að því loknu á bekkinn. Wilson sem skor- að hafði 20 stig í fyrri hálfleik kom ekkert meira við spgu í leiknum. Grindavíkurliðið mætti dýrvitlaust til leiks í seinni hálfleik, lokuðu fyrir langskot Páls Axel með Pétri Guðmundssyni og hófu leift- ursókn með Helga Jónas í broddi fylkingar. Fór hann mikinn, eins og sagt var til foma, barði sér á brjóst og lei- ddi liðið til fyrirheitna lands- ins. Tsartsaris og Bergur Hin- riks léku einnig stórvel í sein- ni hálfleik. Annars er, þrátt fyrir frábæra sóknarmenn, liðsvörn Grindavíkurliðsins aðall liðsins og er án efa besta vöm deildarinnar þessa dag- ana. Neisti leiksins: Konstant- ín Tsartsaris, tók frákast í vörninni rak knöttinn yfir endilangan völlinn og tróð með tilþrifum í sókninni, 207 cm, 18 ára. Grindvíkingar heimsóttu Skagamenn léku vel framan af(34-47 í hálfleik) og virtust ætla að innbyrða auðveldan sigur. Tuttugu stigum yftr(77- 57) seint í seinni hálfleik slök- uðu Grindjánar á og Skaga- menn söxuðu á forskotið með Damon Johnson í miklum ham. Náðu þeir að minnka muninn jafnt og þétt og kom Johnson muninum í 1 stig á lokasekúndunni, 84-85 Grind- víkingum í vil. Damon John- son var langbestur Skaga- manna en Grindavíkurliðið var jafnt, liðsheildin vann vel og enginn stóð upp úr. D.J. Wilson hóf leikinn á bekknum Tsartsaris hmn griski risi Grindvikmga skorargegn Tindastóli. VF-MYND: Páll Ketilsson vegna agabrots í síðasta leik I en varð samt sem áður stiga- hæstur með 27 stig. Neisti leiksins: Guðlaugur | Eyjólfsson, duglegur og sókn og vöm og hitti úr 5 af 7 þrig- gja stiga skotum. Endurtekið efni í kvenna- boltanum Keflvísku stúlkurnar heim- ! sóttu Grindvílcinga í annað j sinn með sama árangri. Með í sterkri pressuvöm slógu Kefl- víkingar vopnin úr höndum Grindavflcurstúlkna öðm sinni á rúmlega viku. í hálfleik var staðan 28-43. Með Önnu Dís Sveinbjörnsdóttur (17) sem langbesta mann reyndu heimamenn allt sem í þeirra valdi stóð en enginn má við margnum og gestimir sigmðu örugglega 48-73. I mjög jöfnu, ákveðnu, liði Keflvik- inga voru Jennifer(15) og Anna María(21) mest áber- andi. Neisti leiksins: Anna María þjálfari, komin með tak á Grindavíkurstúlkum og sleppir ekki. Tveir í röð hjá Njarðvík Víkuifréttir 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.