Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.1998, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 12.02.1998, Blaðsíða 2
M Víkurfréttir: Samstarf við FS Samstarf er hafið milli Víkur- frétta og Fjölbrautaskóla Suð- umesja um kynningu á starfi skólans. Almenningi er boðið upp á kynningarefni frá skólanum, svo sem fréttir af nýjungum í kennslu, búnaðarkaupum og öðru sem einkennir starfsemina. Fyrsti fréttapakkinn birtist í næstu viku. Þemadagar Þemadagar verða í skólanum 24. - 27. febrúar. Hefðbundin kennsla er þá brotin upp og nemendur velja sér verkefhi af allt öðru tagi en venjulega. Kennarar stjóma starfmu og er reynt að bjóða upp á áhugaverð eftii fyrir alla. Nemendaskipti Þann 19. febrúar fara 15 nem- endur til Italíu og endurgjalda heimsókn ítalskra nemenda frá sl. vori. Ferðin er kostuð af Sókrates-Lingua áætluninni Fasteipnasalan HAFWRGÖTU 27 - KEFLAVÍK C3 SÍMAR4211420 OG4214288 Háholt 22, Kellavík 138 ferm. einbýlishús með 39 ferm. bílskúr. 4 svefnh., góðar innréttingar og nýleg gólfefni. Skipti á minni og ódýrari eign. Góðir greiðsluskilmálar Tilboð. Mávabraut 7, Keflavík 69 ferm. íbúð á 3. hæð með tveimur svefnherbergjum. Hagstæð lán áhvílandi Bein sala. Nýir gluggar og gler á suðurhliðinni. 4.200.000,- Mávabraut 9c, Keflavík Ibúð á 1. hæð með sérinn- gangi. Ný tæki í eldhúsi og ísskápur fylgir með. Ibúð í góðu ástandi, alltaf sami eigandi. 4.300.000,- Fitjabraut 6, Njarðvík Tvær 4ra herb. íbúðir í húsinu á 1. og 2. hæð. Ibúðir á góðu verði og ekkert áhvílandi. 2.900.000,- Suðurgata 1, Sandgerði 3ja herb. 84 ferm. efri hæð með 29 ferm. bílskúr. Ibúð í góðu ástandi og á góðum stað. Hagstæð lán áhvílandi. 5.700.000.- Heiðarvegur 14, Keflavík 91 ferm. einbýli á þremur hæðum með 23 ferm. bílskúr. Húsið er í ágætu ástandi. Hag- stæð lán áhvílandi. Lækkað verð. 6.200.000,- Aáðframboðbyggingarlóða fyrireinstaklingaogfyrirtæki Stuðningsmenn Skothúsið þjónaði margs konar hlutverki og var m.a. samkomuhús Keflvíkinga um nokkurt skeið. Húsið var byggt 1870 og stóð á Duus-túni. Mynd: Byggðasafnið Si Prófkjör Fyrsta prófkjtir ársins á Suðurnesjum var haldið nú um helg- ina. Nýtt jafnaðarmannafélag í Reykjanesbæ reið á vaðið með fjölmennu prófkjöri og sjálfstæðismenn munu fylgja í kjölfarið á næstu vikum. Framsókn verður með skoðanakönnun innan flokksins en hinir tveir flokkarnir bjóða galopið. Þar hafa bæjarbúar tækifæri á að hafa áhrif á uppröðun listanna. Fólk ætti að notfæra sér þann rétt í opnum prófkjörum hvort sem það kemur til með að kjósa flokkinn eða ekki. Ekki eru þó allir sammála um ágæti þeirra eins og oft hefur komið í Ijós, nú síðast hjá R-listanum í Reykjavík. Sameiningorvindar Sameiningarvindar blása nú um Suðurnesin og hafa bæði Gerðahreppur og Vatnsleysustrandarhreppur ákveðið að leggja málið fyrir íbúa í næstu sveitarstjórnarkosningum. Vogamenn munu velta fyrir sér sameiningu við Hafnarfjörð eða Reykjanesbæ þótt sumum fmnist fyrrnefndur kosturinn undar- legur. Garðbúar munu íhuga sameiningu við Sandgerði eða Reykjanesbæ. Svo virðist sem að tregða hreppsnefndarmanna sé meiri en íbúanna og hefur það gengið svo langt í Vogunt að sérstakt framboð þurfti til þess að menn þar á bæ tækju við sér. PK/DG/HBB Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Böðvar Jónsson 3. sæti „Skothúsball" að nýju - Nýr skemmtistaður opnar Mýr skemmtistaður sem hefur fengið nafnið Skothúsið opnar föstu- daginn 13. að Hafn- argötu 30 í Keflavík þar sem Staðurinn var áður til húsa. Rekstraraðilar eru Ólafur Sólimann Lárusson og Agúst Þór Bjamason en þeir reka jafh- frarnt veitingastaðina Sólsetrið, Kaffi Iðnó og Kína-takeaway. Opnað verður á miðnætti en þá hefst dansleikur með Páli Ósk- ari og Bjama Ara ásamt Mill- jónamæringunum og verður forsala á Kaffi Iðnó í kvöld. Nafnið er tekið frá húsnæði skotfélagsins sem byggt var árið 1872 og jafnan kallað Skothúsið. Skothúsið þjónaði margs konar hlutverki og var m.a. samkomuhús Keflvíkinga um nokkurt skeið. Helgi S. Jónsson skrifaði eitt sinn greinaflokk um skotfélagið og sagði þá um Skothúsið: „Þó að Skothúsið sé farið veg allra vega, þá lifa ennþá sælar minn- ingar um „Skothúsball" - þar sem dansinn dunaði fram á Ijósan dag og ungt par leiddist á móti morgunsólinni". Það átti einnig fyrir Skothúsinu að liggja að hýsa allt aðra tegund skytta. Amorsörvar leystu hvellhettur og kúlur af hólmi. Mun hið síðamefnda síst minni íþrótt en að skjóta að málaðri skotskífu. með byssur um 1870. ISLANDSBANKI Útibú ársins 1997 Viðskiptavinir athugið! r I tilefni af góðum árangri útibúsins á síðastliðnu ári bjóðum við upp á kaffi og meðlæti föstudaginn 13. febrúar. f I von um að við sjáum ykkur flest. Starfsfólk íslandsbanka í Keflavík. ATVINNA Óskum að ráða pizzubakara, pizzubílstjóra, ræstingafólk og uppvaskara. Upplýsingar í síma 421-1777. Leiðarinn 2 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.