Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.1998, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 12.02.1998, Blaðsíða 10
■ Prófkjör Bæjarmálafálags jafnaðar- og fálagshyggjufólks: Hant barist um efsta sætið Jóhann Geirdal vara- formaður Alþýöu- bandalagsins mun leiða lista Bæjar- málafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosning- um en opið prófkjör fé- lagsins fór fram nú um helgina. Alls tóku 1400 manns þátt í prófkjörinu sem samanlagt er 60% af kjörgengi Al- þýðuflokks og Alþýðu- bandalags í síðustu sveitar- stjórnarkosningum. Þátt- takendur í prófkjörinu voru 20 talsins. Baráttan um efsta sætið var nokkuð jöfn og hafnaði Kristmundur Asmundsson í öðru sæti en tvö efstu sæti voru bindandi. Aðeins tvær konur skipa átta efstu sæti listans en kjörnefnd mun leggja til endanlega upp- stillingu og er gert ráð fyrir að hlutur kvenna verði auk- inn. Kosningavaka fór fram á Glóðinni í Keflavík þar sem stuðningsmenn félags- ins fylgdust með úrslitum kvöldsins. Þeir sem skipa listann eru Jóhann Geirdal í fyrsta sæti, Kristmundur As- mundsson í öðru sæti, Kristján Gunnarsson í þriðja sæti, Ólafur Thorder- sen í fjórða sæti, Sveindís Valdimarsdóttir í fimmta sæti, Guðbjörg Glóð Loga- dóttir í sjötta sæti, Eðvarð Þór Eðvarðsson í sjöunda sæti og Valur A. Gunnars- son í áttunda sæti. Sá möguleiki hefur verið ræddur innan félagsins að auglýsa eftir bæjarstjóra- efni. Úrslit í prófkjöri Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks GLEÐIOG SORGIR Á KOSNINGAVÖKU Fjöldi stuðningsmanna frambjóðenda í prófkjöri Bæjarmálafélags jafnaðar- og félagshyggjufólks safnaðist saman á Glóðinni sl. sunnudagskvöld til að fylgjast með úrslitum í prófkjörinu. Þar mættu einnig flestir frambjóðendur til að gleðjast eða svekk- jast yfir tölunum. Ljósmyndari Víkurfrétta, Dagný Gísladóttir, fylgdist með kosningavökunni og tók meðfylgjandi myndir af fólki að stinga saman nefjum og fagna úrslitum. Einhverjir sárir Það var barist hart í prófkjöri Bæjar- málafélagsins og vafalaust hafa ein- hverjir orðið sárir eins og Jóhann Geirdal orðaði það [xgar úrslit voru ljós. En hann benti á það að innan listans væri læknir sem gæti grætt sárin... Hlutur kvenna Margir voru óánægðir með hlut kvenna í próf- kjörinu en aðeins hlutu tvær kosningu í átta sæti listans. Það voru þær Guðbjörg Glóð Loga- dóttir og Sveindís Valdi- marsdóttir. Þó er talið hugsanlegt að raðað verði á lista þannig að konum- ar verði fleiri... Tvær fylkingar Svo virtist sem að tvær fylkingar tækjust á í prófkjörinu, annars vegar stuðningsmenn Jóhanns Geirdals Al- þýðubandalagi og hinsvegar stuðn- ingsmenn Kristmundar Asmunds- sonar Alþýðuflokki sem studdu ekki Kristján Gunnarsson bæjarfulltrúa. Jóhann Geirdal lýsti yfir stuðningi við Kristján í annað sætið en þótti skorta á stuðning alþýðuflokks- manna... Mætti ekki Athygli vakti að Hauður Helga Stefánsdóttir sem stefndi á 3 - 5. sæti í prófkjörinu mætti ekki á kosningavökuna sem fram fór á Glóðinni en hún lenti í 13. sæti. Veltu menn því fyrir sér hvort hún hefði mætt hefði hún lent ofar á listanum... Ungt fólk Unga fólkið gerði lukku í prófkjörinu og má þar nefna Guðbjörgu Glóð Logadóttur og Eðvarð Þór Eðvarðsson sund- kappa auk Ólafs Thord- ersen sem lenti í fjórða sæti. Guðbjörg er dóttir Loga Þormóðssonar og starfar hjá Bakkavör sem sjávarútvegsfræð- ingur. En Eðvarð hefur snúið sér að sundþjálf- un. Ólafur er fram- kvæmdastjóri Njarðtaks ehf. og höfðu gárungarnir á orði að hann hafi nýtt sér tækifærið og sett kosn- ingamiða í ruslatunnumar. 7.EðvarðÞ. 8.ValurA. 9. Hulda 10. Agnar B. 11. Guðbrandur 12. Eysteinn Eðvarðsson Gunnarsson Ólafsdóttir Þorkelsson Einarsson Eyjólfsson Talning: 1386 atkvæði, auðir og ógildir 53, kjörsókn 1439. SVART og sykurlaust 1. Jóhann Geirdal 2. Kristmundur Ásmundsson 3. Kristján Gunnarsson Thordersen 6. Guðbjörg G. Logadóttir 5. Sveindis Valdimarsdóttir 10 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.