Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.02.1998, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 12.02.1998, Blaðsíða 7
VlQSKljfFtl I Guðni Grátarsson hefur veríð ráðinn .atvmnulíf I forstöðumaðurTölvuskóla Suðumesja: SKEMMTILEG VERKEFNIFRAMUNDAN Guðni Grétarsson er nýráðinn forstöðu- maður Tölvuskóla Suðumesja en hann hefur starfað við verslunarrekstur undan- farin ár og starfað mikið að þjónustu í matvöruverslunum. Um þessar mundir eru miklar annir hjá skólanum og álag mikið sem hefur bitnað aðeins á þjónustu skólans við nemendur. Vill skólinn nota tækifærið til þess að biðj- ast afsökunar á því en vonast er til að þau mál séu komin í lag. Mörg skemmtileg verkefni eru framundan og verður boðið upp á ný námskeið þar sem skólinn vonast eftir góðu samstarfi við Miðstöð símenntunar á Suðumesjum. Skólinn hefur einnig verið að markaðs- setja kennslugögn skólans á landsbyggð- inni og eru bækur skólans nú víða notaðar í kennslu m.a. við fjölbrautaskóla. Helstu námskeið tölvuskólans eru Windows 95, Word, Exel og einnig er Internetið mjög vinsælt. Yfir hundrað manns sækja nú hin ýmsu námskeið skól- ans og meðal nýjunga má nefna þema- námskeið. í þeim er fólgið að í stað saumaklúbba getur fólk nýtt sér tölvuna til þess að tvinna saman hin ýmsu hugðarefni sín og má þar nefna líkamsrækt. förðun, spákonur og ýmislegt fleira. Prófkjör jp sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Böðvar Jónsson 3. sæti Nýþáherslurímktaka-og lítbodsmálum ■ aukin útboð Stuðningsmenn Gott atvinnulíf - Betri þjónusta Sérhvert bæjar- félag hefur stóru þjónustuhlutverki að gegna sem við alltaf viljumnjóta þegar við á. I ____________ þeirri umræðu sem ffam kemur fýrir prófkjör má sjá Ianga lista frá frambjóðendum um hvað ætti og mætti gera í bættri þjónustu við bæjarbúa. Fátt hef ég séð sem ekki má til sanns vegar færa í þeirri upptalningu. Forsenda þjónustu eru tekjur sem nær eingöngu verða til með sterku og öflugu atvinnulífi sem er í raun forsenda blómlegrar byggðar. Okkur ber skylda til að nýta þau tækifæri og þær náttúruauðlindir sem bjóðast í umhverfinu á hveijum tíma. Tækifærin hér em í mörgu fleiri og meiri en annars staðar á land- inu. Nálægð bæjarins við eina millilandaflugvöll landsins er til að mynda forsenda fjölda at- vinnutækifæra í hinum ýmsu greinum. Þá er eitt stærsta markaðssvæði landsins, höfuð- borgarsvæðið, steinsnar ffá bæn- um okkar. Vegna þessara tveggja þátta em tækifæri bæjarins til atvinnuuppbyggingar nær tak- markalausir. Hér vantar góða einstaklinga til koma með nýjar og ferskar hugmyndir og framkvæma þær. Efla þarf hlut sjávarútvegs, ferða- iðnaðar, þjónustu- og iðnfyrir- tækja um leið og horft er til stærri verkefna s.s. magnesíumverk- smiðju á Reykjanesi o.s.frv. Með góðu aðhaldi og skipulagi getum við skapað atvinnuöryggi lyrir alla bæjarbúa og opnað um leið nýja möguleika fyrir aukna bú- setu. Um leið og við hvetjum til ný- junga í atvinnulífinu þurfum við að hlúa að þeim sem fyrir em og skapa nýtt og betra umhverfi fyrir alla bæjarbúa, unga sem aldna. Samhliða allri atvinnuuppbygg- ingu þarf að koma til aukin þjónusta frá bæjarfélaginu. Það er brýnt að byggja nýjan leikskóla, tryggja einsetinn gmnnskóla og bæta íþróttaaðstöðu til muna. Eg mun styðja byggingu fjölnota íþróttahúss af þeirri forsendu gefni að nýting og rekstrargrund- völlur sé fyrir hendi. Sem fjölskyldumaður og faðir veit ég af eigin raun að fjölskyld- an er einn af homsteinum samfé- lagsins. A tímum hraða og spen- nu er nauðsynlegra en nokkm sinni fyrr að uppeldismál séu í hávegum höfð. I samvinnu við skóla og íþróttahreyfingu þarf nú þegar að efla til muna allar for- vamir gegn reykingum og öðmm vímuefnagjöfum enda em bömin það mikilvægasta sem við eigum og okkur ber því skylda til að skapa þeim ömggt umhverfí. Kæm bæjarbúar. Ef þið teljið reynslu mína og ffamtakssemi geta komið góðu til leiðar í bæjarmálum skora ég á ykkur að veita mér brautargengi í baráttu- sætið. Gerum góðan bæ betri. Steinþór Jónsson, framkvæmdar- og hótelstjóri stefnir í 5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismunna. Fundur með frambjóðendum Framsóknarflokksins Fundur, með væntaniegum frambjóðendum Framsóknarflokksins, verður haldinn í Félagsheimili Framsóknarmanna í Reykjanesbæ, þriðjudaginn 17. febrúar nk. kl. 20.00. Þeir sem gefið hafa kost á sér í skoðanakönnunina, vegna bæjarstjórnarkosninganna í maí, munu á fundinum kynna sig og sín stefnumál. Hver frambjóðandi fær 5-10 mínútur til umráða. Dregið verður um röð ræðumanna. Skoðanakönnunin fer síðan fram í Félagsheimilinu, dagana 19., 20., 21. og 22. febrúar nk. þar sem aðal- og varamenn fulltrúaráðsins greiða atkvæði. Allir aðal- og varamenn fulltrúaráðsins eru hvattir til að mæta vel á fundinn og síðan að taka þátt í skoðanakönnunni. Stjórn fulltrúaráðsins. Styðjum stelpurnar okkar á laugardaginn í úrslitaleik þeirra í körfuknattleik. Áfram Keflavík! STYÐJUM ÞORSTEINERLINGSSON í 3. ■ 4. SÆTI í PRÓFKJÖRI SJÁLFSTÆDISFLOKKSINS LAUGARDAGINN 21. FEBRÚARN.K. Eflum bæinn okkar! Varnarliðið LAUST STARF Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar að ráða bifvélavirkja til starfa á Bifreiðaverkstæði Stofnunar verklegra framkvæmda. Starfið felst í vélastillingum ásamt öllum almennum viðgerðum. Æskilegt er að viðkomandi hafi þekkingu á bílarafmagni og reynslu af notkun tölvustýrðra vélastillingatækja. Góð enskukunnátta nauðsynleg. Umsóknir berist til Ráðningar- deildar Varnarmálaskrifstofu, Brekkustíg 39, Reykjanesbæ, sími 421-1973, eigi síðar en 20. febrúar 1998. Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa hana áður en sótt er um. Umsóknareyðublöð fást á sama stað. Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.