Víkurfréttir


Víkurfréttir - 25.06.1998, Síða 15

Víkurfréttir - 25.06.1998, Síða 15
Pavic skoraði sigurmarkið «*- * Jóhannes Kristbjörnsson Keflvíkingum dugði eitt mark til að sigra Leiftursmenn en þeir hafa ekki unnið nenia eins marks sigra á leiktíð- inni. Nýju Júgóslavnesku Ieikmennirnir Marco Tana- sic og Sasa Pavic settu held- ur betur mark sitt á leikinn því á 30 mínútu meiddist Tanasic á sama tíma og Pavic skoraði sigurmarkið. Heimamenn réðu gangi leiksins í upphafi, miðjan og vömin gríðarsterka og strax á 5 mín. átti Guðmundur Steinars skot naumlega framhjá eftir sendingu Tanasic. Paul Kinnard átti hörkuskot á 13 mín og ál7mín. skaut Snorri Már í hliðarnetið eftir þunga sókn og strax í kjölfarið komst Uni Ange einn inn fyrir Keflavíkurvörnina en lyfti boltanum yfir Bjarka og naumlega framhjá.A þrítugus- tu mínútu var komið að Guðniundi Oddsyni, mið- verði, að sína sóknarhæfileika sína. Hann fékk boltan við eigin vítateig, tók á rás upp miðjuna með þríhymingaspili og stakk boltanum síðan inn fyrir á Marco Tanasic sem á var brotið um leið og hann sendi knöttinn til hliðar þar sem Sasa Pavic stóð óvald- aður og sendi boltan í autt markið. Dómari leiksins beitti hagnaðarreglunni og lét leikinn halda áfram þrátt fyrir augljóst brot á Tanasic í teignum en hefði átt að sýna rautt spjald eftir að markið var skorað. Tanasic var úr leik og kom Róbert Sigurðs inn fyrir hann. Eftir markið komu Leiftursmenn meira inn í leikinn og sköpuðu margoft hættu við mark heimamanna. 3 gul spjöld litu dagsins ljós í fyrri hálfleik, Gestur Gylfa fyrir brot, Uni Ange fyrir leikaraskap og Paul Kinnard fyrir mótmæli. I upphafi seinni hálfleiks var augljóst að gestimir frá Olafsfirði hugðust sækja stíft en vörn Kefl- víkinga hélt þrátt fyrir pressu. Á 54 mín. komu Páll Bjöms- son og Peter Ogaba inn fyrir Steinar Ingimundar og Sindra Bjarnason og strax mínútu síðar komst Uni Ange einn inn fyrir vöm heimamanna en Bjarki Guðmunds varði vel með úthlaupi. Á næstu mínú- tum vom færi á báða bóga og skaut Páll Gíslason t.a.m í stöng Keflavíkurmarksins úr þröngu færi á 66 mín og Knudsen varði vel skalla Georgs Birgis mínútu síðar. Þá skiptu heimamenn Vilberg fyrir Pavic og gestirnir Lazorik fyrir Ange og fékk Vilberg tvö góð marktækifæri, í kjölfarið, eftir sendingar Guðmundar Steinars og Gests Gylfa en sendi knöttin hátt yfir markið í bæði skipti. Ólafur Ingólfs fékk síðan besta færi leiksins, á 74 mín. er rangstöðugildra Leifturs- manna brást og hann komst M Seinna Iþrótta- og leikjanámskeið UMFN hefst mánudaginn 29. júní kl. 13. Innritun fer fram eftirfarandi daga: Fimmtudaginn 25. júní kl. 16-17.30 Föstudaginn 26. júní kl. 13-14.30 Mánudaginn 29. júní kl. 10-12. Innritunin fer fram í íþróttavallar- húsinu vid Vallarbraut, verd kr. 2500.- á einstakling, veittur er 40% systkinaafsláttur. einn gegn Knudsen markverði sem hafði betur og varði með glæsilegu úthlaupi. Á loka- mínútunum kom Óli Þór inn á fyrir meiddan Guðmund Steinarsog átti hann ágætis skalla að marki Leifturs skömmu síðar. Þegar komið var fram yfir venjulegan leik- tíma kom markvörður gest- anna fram í hornspyrnu og Keflvíkingum gafst kostur á að bæta við marki í kjölfarið en Gesti Gylfa brást boga- listin. Keflvíkingar tryggðu stöðu sína í efri hluta deild- arinnar með sigrinum og geta verið ánægðir með stöðu sína, næstum því hámarks- árangur fyrir hvert mark skor- að. Allt annar bragur var á leik liðins en undanfarið og erfitt að hæla einum frekar en öðrum því allir léku vel en atkvæði blm. fær Guðmundur Odds fyrir sóknartilburðina er sigumiarkið var skorað. Hjá Leiftursmönnum voru Andri Marteins og Knudsen lang- bestir og Páll Guðmunds sýndi góða takta er hann kom inn á. Paul Kinnard var hættu- legur fram að gula spjaldinu. Leiftursliðið virkaði þreytt en stutt hefur verið á milli leikja hjá þeim. „Nýju" Júgóstavnesku leikmennirnir Marco Tanasic og Sasa Pavic settu heldur betur mark sitt á leikinn því á 30 mínútu meiddist Tanasic á sama tíma og Pavic skoradi sigurmarkið. Marco er ekki alveg nýr og ætti að þekkja vel til íKeflavík...! i---;------------------------------1 Islandsmótið, 3. deild:________i Njarðvík sigraði GG Njarðvík sigraði nágranna sína í GG 7-2 á íslandsmóti 3. deildar í Grindavík á þriðjudagskvöld. Mörk Njarðvíkinga skoruðu Högni Þórðarson 2, Bjarni Sæmundsson, Gísli Þórarins- son, Guðbjöm Guðmundsson, Finnur Þórðarson og Sævar Eyjólfsson 1 mark hver. Njarðvíkingar hafa því sigrað alla þrjá leiki sína í B-riðli Is- landsmótsins. Næsti leikur Njarðvíkinga er heimaleikur gegn Ömum frá Isafirði sunnudaginn 5. júlí n.k. kl. 14.00 Suðurnesjastrákar í Eyjum Yfir hundrað strákar í 6. <None>flokki frá Grindavík, Keflavík og Njarðvík keppa í knattspyrnu um næstu helgi 26.-28. júní á Shell-mótinu í Eyjum. I HELGARGOLFIÐ GalleryFörðun verður bakhjarl kvennagolfmóts í Leiru 4. Júlí. AllarSuðurnesjakonursem hafa félagsskírteini í golfklúbbi geta klippt út auglýsngu þessa og framvísað henni ásamt skírteininu og fengið 15% afslátthjá Gallery Förðun. Kvennagolf 4. júlí 1998 GOLF ER FJOLSKYLDU- ÍÞRÓTT OG FYRIR ALLA! Frábær adstaða á Hólmsvelli í Leiru. Golfkennsla fyrir byrjendur sem lengra komna. Góðir æfingabásar (nú skiptir veður ekki lengur máli). Kylfur á staðnum. Mættu bara í Leiruna, hringdu í 421-4100 eða komdu á staðinn. Við tökum vel á móti þér! Tilboð fyrir hópa! Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.