Morgunblaðið - 29.04.2016, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 29.04.2016, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Um 70 manns tóku þátt í fyrsta bik- armóti sumarsins í fjallahjólreið- um, Morgunblaðshringnum, sem Hjólreiðafélag Reykjavíkur stóð fyrir í gærkvöldi í samvinnu við Morgunblaðið. Keppendur lögðu upp frá húsi blaðsins við Hádeg- ismóa í Reykjavík þar sem hjólað var umhverfis Rauðavatn, alls um sjö kílómetra leið. Keppendur þurftu að fara í fjórgang umhverfis vatnið áður en þeir komu í mark; en leiðin lá um brekkur, skóglendi, lautir, og sléttar brautir svo nokk- uð sé tiltekið. „Þetta er frábært svæði fyrir hjólreiðar og þetta mót er mjög að festa sig í sessi með góð- um stuðningi Morgunblaðsins,“ sagði Bjarni Már Gylfason móts- stjóri. Sigurvegari í karlaflokki Morg- unblaðshringsins var Ingvar Óm- arsson, fyrsti atvinnumaðurinn í hjólreiðum á Íslandi. sem fór hring- ina fjóra á 1:17:32 klst. Í flokki kvenna sigraði Ágústa Edda Björnsdóttir á 1:22:12 klst. Yngstu keppendurnir í mótinu voru 13-14 ára, en þeir þurftu þó ekki að fara nema einn hring umhverfis vatnið til að ná í mark. Svæði mikilla tækifæra „Svæðið við Rauðavatn er mjög áhugavert og býður upp á mikil tækifæri fyrir alla útivist. Þá er Grafarholtshverfi bara hér rétt hjá og þar verðum við í september í haust með fjórða og síðasta mótið í þeirri mótaröð sem hófst í Hádeg- ismóum nú í kvöld,“ sagði Bjarni Már. sbs@mbl.is Tugir hjólreiðamanna tóku Morgunblaðshringinn við Rauðavatn í gærkvöldi Lyft Keppendur komu með hjólin sín sem eru sérútbúin fyrir torfærur. Spyrna Hér er tekið til kostanna. Hjólafólk Undir vegg Morgunblaðshússins áður en lagt var af stað. Morgunblaðið/Eggert Karlaflokkur Keppendur gáfu í þegar rásmerki var gefið. Farnir voru fjórir hringir umhverfis Rauðavatn. Bikarmót í Há- degismóunum  Ingvar og Ágústa Edda sigruðu Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Rekstrarniðurstaða A-hluta árs- reiknings Reykjavíkurborgar fyrir síðasta ár var neikvæð um rúmlega 13,6 milljarða króna. Fjárhagsáætlun ársins gerði ráð fyrir að hún yrði nei- kvæð um rúmar 600 milljónir þannig að niðurstaðan er 13 milljörðum króna lakari en gert var ráð fyrir. Mest munar um auknar gjaldfærslur lífeyrisskuldbindinga vegna starfs- manna borgarinnar. „Það er algerlega óásættanlegt að reka borgarsjóð með tapi,“ segir Halldór Halldórsson, oddviti sjálf- stæðismanna í borgarstjórn. Hann rökstyður þessa skoðun sína með því að benda á að þetta eigi ekki við óvenjulegar aðstæður á einu ári því borgarsjóður hafi verið rekinn með halla frá árinu 2010. 5 milljarða halli á samstæðu Reykjavíkurborg birtir rekstrar- niðurstöður í tvennu lagi. Annars vegar er A-hlutinn sem samanstend- ur af Aðalsjóði, Eignasjóði og Bíla- stæðasjóði. Sá hluti er að hluta eða öllu leyti fjármagnaður með skatt- tekjum borgarbúa. Til B-hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki sem eru að öllu leyti eða hluta í eigu Reykjavíkurborgar. Þar vegur Orku- veita Reykjavíkur þyngst. Saman mynda A-hluti og B-hluti samstæðu Reykjavíkurborgar. Samstæðan var rekin með tæplega 5 milljarða króna halla en fjárhags- áætlun gerði ráð fyrir jákvæðri nið- urstöðu upp á 7,4 milljarða. Afkoman er því 12,4 milljörðum lakari en gert var ráð fyrir. Samkvæmt gögnum sem fjárhags- skrifsstofa Reykjavíkurborgar lagði fyrir fund borgarráðs í gær er meg- inástæðan fyrir lakari afkomu, bæði A-hlutans og samstæðunnar, hærri gjaldfærsla lífeyrisskuldbindinga á síðasta ári en undanfarin ár. Lífeyr- isskuldbindingarnar hækkuðu um 14,6 milljarða króna á árinu sem er 12,3 milljörðum meira en gert var ráð fyrir. Í útkomuspá sem birt var í nóv- ember sl. með frumvarpi að fjárhags- áætlun ársins 2016 var varað við því að gjaldfærslan gæti orðið um 14 milljarðar. Þessi mikla gjaldfærsla stafar af því að lífeyrisréttindi sjóð- félaga í Lífeyrissjóði Reykjavíkur- borgar eru í flestum tilvikum háð launaþróun opinberra starfsmanna. Kjarasamningar sem gerðir voru á árinu höfðu því mikil áhrif á lífeyr- isréttindin og þar með skuldbindingu borgarinnar. Þá voru skuldbinding- arnar endurmetnar út frá nýjum tryggingafræðilegum forsendum sem gera ráð fyrir lægri dánartíðni næstu áratugina en hingað til hefur verið miðað við. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg er lögð áhersla á að þessar auknu skuldbindingar hafi ekki verið greiddar út á síðasta ári heldur komi til greiðslu á næstu árum og áratug- um. Of miklu hlaðið á kerfið Borgarráð samþykkti að vísa árs- reikningnum til fyrri umræðu í borg- arstjórn. Halldór Halldórsson vekur athygli á því að þótt lífeyrisskuldbindingar vegi þyngst í niðurstöðu ársins sé hinn almenni rekstur ekki í lagi því tapið sé upp á 1,3 milljarða þótt litið sé framhjá lífeyrisskuldbindingun- um. „Þessi niðurstaða kemur ekki á óvart, því miður. Við höfum vitað um þessi lausatök í rekstri borgarinnar. Staðan er sú sama og var á síðasta kjörtímabili, hjá Degi og Jóni Gnarr,“ segir Halldór. Hann segir að forgangsröðunin sé sérstök hjá meirihlutanum. Nefnir í því sambandi stjórnkerfis- og lýðræð- isráð sem sett var á fót til að fá Pírata inn í meirihlutann. Pírataráðið kosti 30 milljónir á ári og samtals 120 millj- ónir á kjörtímabilinu. „Það er hægt að tína til marga svona hluti enda búið að hlaða of miklu utan á kerfið. Hægt væri að bæta reksturinn mikið með því að laga þetta og þá þyrfti ekki að skera jafn wmikið niður í þjónustu og verið er að gera núna,“ segir Halldór. 14 milljarða halli á borgarsjóði  Auknar lífeyrisskuldbindingar vegna kjarasamninga setja strik í reikninginn hjá Reykjavíkurborg  Halli á A-hluta borgarsjóðs vegna lausataka á rekstri að mati Halldórs Halldórssonar Morgunblaðið/Ómar Fundað Fyrri umræða borgarfulltrúa um ársreikninga Reykjavíkurborgar fer fram á næsta fundi borgarstjórnar. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, eru þar í forsvari.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.