Morgunblaðið - 29.04.2016, Blaðsíða 4
SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA
Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á
sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan.
Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur
sínum náttúrulega lit.
GERUM SÓLPALLINN
EINS OG NÝJAN
info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is
S: 897 2225
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Vegir víða á Norður- og Austur-
landi lokuðust þegar snjó kyngdi
niður í vorhreti sem gekk yfir í
fyrrinótt og gærdag. Björg-
unarmenn fóru til aðstoðar fólki
sem festi bíla sína til dæmis við
Dettifoss, en ýmsum vanda var af-
stýrt með lokun þjóðvega til dæmis
milli Mývatns og Jökuldals. Þá voru
aðrar leiðir bókstaflega ófærar svo
sem Fjarðarheiðin milli Egilsstaða
og Seyðisfjarðar. Varð það til þess
að um 900 farþegar skemmti-
ferðaskips sem þar lagðist að kom-
ust ekki í skoðunarferðir upp á
Hérað. Í gærkvöldi var veður
eystra farið að ganga niður.
Eins og gervitunglamynd sem
tekin var í hnetti frá NASA í gær
sýnir var autt á láglendi á Suður-
og Vesturlandi og alveg norður í
Skagafjörð. Snjór er hins vegar yfir
öllu austanverðu landinu og á fjöll-
um og öræfum. Skilin eru skörp,
því í höfuðborginni var ágætt vor-
veður í gær og yfir miðjan daginn
var hitinn 3-4 gráður. sbs@mbl.is
Vorhret spillir færð fyrir austan og á Norðurlandi en staðan er allt önnur sunnanlands
Morgunblaðið/Skapti
Leikur Börnin á Akureyri kunnu vel að meta fönnina og brugðu á leik við gerð snjókarla, sem verða bráðnir og á bak og burt fyrr en varir því nú er spáð hlýindum og rigningu fyrir norðan.
Skörp
skil á
landinu
Ljósmynd/Nasa
Ísland Í gærdag var snjóþekjan yfir landinu svona. Norðan Vatnajökuls sést lítill dökkur blettur, sem er Holuhraun en hitinn í því heldur snjó frá og bræðir.
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Sól Í borginni er blíða og falleg blóm setja svip sinn á umhverfið við Laugarveginn, þar sem fólk spókar sig.
Ófærð á Austur-
landi en vor syðra