Morgunblaðið - 29.04.2016, Qupperneq 6
SVIÐSLJÓS
Ingveldur Geirsdóttir
ingveldur@mbl.is
Í flestum stærri sveitarfélögum er
gert ráð fyrir um 400 krónum á dag í
fæði handa hverju leikskólabarni á
meðan leikskólabörn í Reykjavík fá
að borða fyrir 308 kr. á dag. Í
Morgunblaðinu á þriðjudaginn
gagnrýndi leikskólastjóri í Reykja-
vík nýlega lækkun á þeirri upphæð
sem má nota í hráefnisinnkaup og
sagði það aðeins bitna á gæðum mat-
arins, sem væri einhæfur og kolvetn-
isríkur; of mikið væri af grautum,
súpum og pasta.
Á Seltjarnarnesi borða leik-
skólabörn fyrir um 450 kr. á dag en
þar er fæðisgjald foreldra, fyrir fulla
vistun, 7.535 kr. á mánuði á meðan
foreldrar í Reykjavík greiða 8.320
kr. Samkvæmt upplýsingum frá Sel-
tjarnarnesbæ hefur gjaldskráin ekki
hækkað frá árinu 2010 þrátt fyrir að
kostnaður hafi aukist mikið á milli
ára. Þar er sameiginlegt mötuneyti
fyrir leik- og grunnskóla og allar
starfsstöðvar Seltjarnarnesbæjar.
Öll innkaup eru því á einni hendi, þó
að maturinn sé eldaður á fleiri stöð-
um.
Sameiginleg innkaup skoðuð
Í Garðabæ er meðaltalskostnaður
við hádegisverð leikskólabarna um
360 krónur á dag, ekki er tekið sér-
stakt gjald fyrir morgunmat eða síð-
degishressingu. Fæðisgjald foreldra
er 7.330 kr. á mánuði.
Í Garðabæ eru ekki sameiginleg
innkaup, ekki frekar en í Kópavogi,
þar sem þó er í skoðun að fara í sam-
eiginleg innkaup að hluta. Í Kópa-
vogi borðar hvert barn fyrir um 400
kr. á dag en foreldrar greiða 8.112
kr. á mánuði í fæði.
Á Akureyri borða börn fyrir tæpar
400 kr. á dag, en fullt fæði kostar for-
eldra 8.426 kr. Upphæðin hækkaði
um 4% um síðustu áramót en einnig
var 4% hækkun áramótin þar á und-
an. Á Akureyri fer bærinn í sameig-
inlegt útboð vegna helstu birgja.
Sveitarfélagið Árborg býður leik-
skólabörnum upp á mat fyrir 320 til
340 kr. á dag og hefur sú upphæð
verið ámóta á undanförnum árum.
Þar er fæðisgjald foreldra 8.921 kr. á
mánuði. Í Árborg sér hver skóli um
hráefniskaup fyrir sig en verið er að
fara yfir þau mál og vinna að meiri
hagkvæmi í innkaupum bæði fyrir
leik- og grunnskóla.
Fór úr 337 kr. í 308 kr. í apríl
Allt árið 2015 og í janúar til mars á
þessu ári fengu leikskólabörn í
Reykjavík að borða fyrir 337 kr. á
dag en í byrjun apríl var sú upphæð
lækkuð niður í 308 kr. með von um að
ná fram hagkvæmari innkaupum í
krafti stærðarinnar. Sú aðgerð á ekki
að bitna á gæðum þess fæðis sem
börnin fá eða skammtastærðum. Í
hagræðingartillögum skóla- og frí-
stundasviðs Reykjavíkur er gert ráð
fyrir lækkun hráefniskostnaðar með
samræmingu hráefnamatseðla, sam-
starfi á hverfagrunni eða útvistun,
allt eftir aðstæðum á hverjum stað.
Þar sem hagræðingaaðgerðirnar
hófust núna í apríl, um leið og upp-
hæðin sem fer í mat barnanna var
lækkuð, liggur ekki fyrir mæling á
því hvort hagræðing hafi náðst. Sam-
kvæmt upplýsingum frá borginni var
öllum stjórnendum leikskóla í
Reykjavík tilkynnt á fundi í mars að
lækkun hráefnisframlags ætti ekki
að mæta með innkaupum á ódýrara
hráefni.
Mishár fæðiskostnaður barna
Algengt er að áætlaðar séu um 400 kr. á dag á leikskólabarn í mat Reykjavíkurborg setur
minnst í mat barnanna Eru að hagræða í innkaupum Árborg er með hæsta fæðisgjaldið
Morgunblaðið/Golli
Í stuði Leikskólabörn eru alltaf á ferðinni og þurfa því hollan mat.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Hjá Embætti landlæknis eru gefn-
ar út ráðleggingar fyrir mötuneyti
allra skólastiga og er þeim meðal
annars komið á framfæri í gegnum
heilsueflandi verkefni embættis-
ins. Þá hvetur embættið sveitar-
félögin til að fylgjast með hvað
stofnanir þeirra bjóða upp á.
Embætti landlæknis gefur út
Handbók fyrir leikskólaeldhús, en í
henni eru leiðbeiningar fyrir
starfsfólk leikskólaeldhúsa um
hollustu og samsetningu fæð-
unnar, matseðlagerð, matreiðslu,
sérfæði, hreinlæti og innkaup.
Handbókinni er ætlað að auðvelda
starfsfólki leikskóla að bjóða börn-
um hollan og góðan mat og er
æskilegt að maturinn sé í sam-
ræmi við handbókina.
Árið 2013 gerði Embætti land-
læknis könnun á matarframboði í
leikskólum. Þá kom í ljós að nán-
ast allir leikskólar höfðu fisk tvisv-
ar sinnum í viku og yfir 90% leik-
skóla buðu upp á grænmeti með
hádegisverði 4-5 sinnum í viku.
Einungis fjórðungur leikskóla
hafði gróft brauð á borðum 4-5
sinnum í viku, en ráðlagt er að
bjóða leikskólabörnum upp á heil-
korna trefjaríkt brauð í síðdegis-
hressingu. Þá kom í ljós að huga
þyrfti betur að hollustu áleggs.
Að sögn Hólmfríðar Þorgeirs-
dóttur, verkefnisstjóra næringar
hjá Embætti landlæknis, vilja þau
sjá leikskólamatinn í samræmi við
opinberar ráðleggingar um matar-
æði; það er að fjölbreytni sé í fyr-
irrúmi, grænmeti sé með hádegis-
verði og ávextir í morgunhressingu
og síðdegishressingu, að boðið sé
upp á gróft heilkorna brauð, fisk
tvisvar í viku, unnar kjötvörur séu
takmarkaðar og boðið sé upp á lýsi
með morgunverði, svo eitthvað sé
nefnt.
Spurð hvort lögð sé nægilega
mikil áhersla á mikilvægi góðrar
máltíðar fyrir leikskólabörn segir
Hólmfríður það örugglega vera
misjafnt eftir sveitarfélögum. „Það
má hins vegar alltaf gera betur og
er ávallt mikilvægt fyrir sveit-
arfélög að huga að gæðum eða
hollustu þess matar sem er boðið
upp á í skólum sveitarfélagsins og
fylgja ráðleggingum,“ segir Hólm-
fríður.
Alltaf má gera betur
EMBÆTTI LANDLÆKNIS
Morgunblaðið/Golli
Pasta Ekki gott oft í viku.
Hæstiréttur dæmdi í gær fimm af
sex ákærðu í Milestone-málinu til
fangelsisvistar. Með því snéri hann
við dómi fjölskipaðs Héraðsdóms
Reykjavíkur sem sýknaði alla
ákærðu í desember sl. af ákæru sér-
staks saksóknara. Einn sýknudómur
var staðfestur, það var yfir þriðja
endurskoðandanum sem ákærður
var. Málið snýst um það hvort heim-
ilt hafi verið að láta fyrirtækið Mile-
stone fjármagna kaup tveggja aðal-
eigenda þess á hlut í fyrirtækinu og
tengdum félögum sem þeir keyptu af
systur þeirra.
Karl Wernersson var dæmdur í
fangelsi í þrjú ár og sex mánuði,
Steingrímur Wernersson í tveggja
ára fangelsi og Guðmundur Ólason í
þriggja ára fangelsi. Karl og Stein-
grímur eru fyrrverandi stjórnar-
menn í Milestone, Karl stjórnarfor-
maður og Guðmundur var
framkvæmdastjóri. Endurskoðend-
urnir Margrét Guðjónsdóttir og Sig-
urþór Charles Guðmundsson voru
dæmd í níu mánaða fangelsi en fulln-
usta refsinganna fellur niður haldi
þau skilorð í tvö ár. Þá voru þau
Margrét og Sigurþór svipt löggild-
ingu til endurskoðunarstarfa í sex
mánuði.
Ekki vitað með endurgreiðslu
Bræðurnir Karl og Steingrímur
Wernerssynir voru í málinu ákærðir
ásamt Guðmundi Ólasyni fyrir að
hafa látið Milestone fjármagna kaup
bræðranna á hlutafé systur þeirra,
Ingunnar, í félaginu. Í ákæru kom
fram að það hafi verið með öllu óvíst
frá hverjum, hvenær eða með hvaða
hætti Milestone fengi fjármunina til
baka.
Þá voru endurskoðendurnir Mar-
grét og Sigurþór ákærð fyrir meiri-
háttar brot á lögum um ársreikninga
og lögum um endurskoðendur við
endurskoðun sína á ársreikningum
Milestone og samstæðureikningum
samstæðunnar fyrir árin 2006 og
2007.
Greiddu 5,1 milljarð
Fram kemur í dómi Hæstaréttar
að umræddir fjármögnunarsamn-
ingar hefðu engar
skuldbindingar lagt á
Milestone heldur ein-
göngu Karl og Stein-
grím en þrátt fyrir
það hafi félagið verið
látið efna samn-
ingana við Ingunni
upp á tæplega 5,1
milljarð króna. Þann-
ig hefðu þeir misnot-
að aðstöðu sína hjá
Milestone.
Þeir voru einnig sakfelldir fyrir
umboðssvik í tengslum við þetta mál
og fyrir meiriháttar brot gegn lögum
um bókhald með því að hafa í
ákveðnum tilvikum ekki hagað bók-
haldi með nægjanlega skýrum,
öruggum og aðgengilegum hætti á
grundvelli áreiðanlegra og fullnægj-
andi gagna. Þá voru þeir sakfelldir
fyrir meiriháttar brot gegn lögum
um ársreikninga með því að hafa
rangfært efnahagsreikninga vegna
Milestone fyrir árin 2006 og 2007.
Dæmdir í fangelsi
vegna Milestone-máls
Hæstiréttur snéri við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur
Guðmundur
Ólason
Karl
Wernersson
Steingrímur
Wernersson
Morgunblaðið/Heiddi
Höfuðstöðvar Milestone var umsvifamikið í atvinnulífinu, átti Lyf og heilsu
og stóra eignarhluti í Glitni og Sjóvá-Almennum tryggingum.
Laugavegi 7, 101 Reykjavík - Sími 551-3033
Flott
ir í fötum
Við seljum frægu
buxurnar
Ný sending – frábært úrval
Flug um Keflavíkurflugvöll rask-
aðist í nótt vegna yfirvinnubanns
flugumferðarstjóra. Talið er að það
hafi haft áhrif á 24 flug til og frá
landinu með þeim afleiðingum að
rúmlega 4000 farþegar komust
hvorki lönd né strönd, eins og til
orða var tekið í tilkynningu Sam-
taka ferðaþjónustunnar. Þá raskast
áætlanir flugfélaganna í dag.
Tveir flugumferðarstjórar sem
áttu að vera á vaktinni í nótt til-
kynntu veikindi. Vegna yfir-
vinnubannsins tókst Isavia ekki að
fá menn til afleysinga. Ákvað fyr-
irtækið að takmarka þjónustu á
Keflavíkurflugvelli við sjúkra- og
neyðarflug frá klukkan níu í gær-
kvöldi og til 7 í morgun.
Sem dæmi um áhrifin má nefna
að Icelandair seinkaði öllu áætl-
unarflugi frá Ameríku í nótt og öllu
Evrópuflugi héðan í morgun.
Yfirvinnubann truflaði
ferðir 4000 farþega
Morgunblaðið/Júlíus
Á vellinum Flugi til Evrópu seinkar
vegna aðgerða flugumferðarstjóra.