Morgunblaðið - 29.04.2016, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.04.2016, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 Það var mikill léttir fyrir atkvæðiðeina þegar Árni Páll Árnason ákvað loks í gær að fara fram á end- urnýjað umboð flokksmanna.    Fram að þessuhafði atkvæðið verið í nagandi óvissu um að ef til vill þyrfti það að búa við formennsku Helga Hjörvar, Magnúsar Orra Schram, Oddnýjar G. Harðardóttur eða Guðmundar Ara Sigurjónssonar.    Í gær varpaði það öndinni léttar.    Og atkvæðið eina var líka ánægtþegar það las um áherslur for- mannsins, sem segir Samfylkinguna eiga „stórkostlega sögu“ og um leið að hann ætlaði að „ganga á hólm við gamla pólitík“.    Ekki var ánægja atkvæðisins einaminni þegar formaðurinn sagð- ist vilja hverfa frá átakastjórn- málum, minnugt ræðuhalda hans að undanförnu á Alþingi, kröfugerð- anna um afsagnir og framlagningu vantrauststillögu.    Atkvæðinu eina þótti frábært sam-ræmi í þessu öllu og hafði ekki heyrt jafn rökfastan ræðumann frá því að Donald Trump flutti stefnu- mótandi ræðu sína um utanríkismál daginn áður.    Nú væri loks kominn formaðursem meinti það sem hann segði og segði það sem hann meinti.    Bara að flokkurinn hefði notiðóþrjótandi krafta og stórbrot- inna hugmynda formannsins fram til þessa. Þá væri hann örugglega með fylgi sem mældist í tveggja stafa tölu. Árni Páll Árnason Formaðurinn sem beðið var eftir STAKSTEINAR Veður víða um heim 28.4., kl. 18.00 Reykjavík 2 skýjað Bolungarvík 2 léttskýjað Akureyri 1 skýjað Nuuk 7 skýjað Þórshöfn 5 alskýjað Ósló 10 skýjað Kaupmannahöfn 11 heiðskírt Stokkhólmur 10 heiðskírt Helsinki 7 heiðskírt Lúxemborg 15 skúrir Brussel 16 heiðskírt Dublin 7 skúrir Glasgow 8 skýjað London 12 léttskýjað París 12 léttskýjað Amsterdam 17 heiðskírt Hamborg 12 heiðskírt Berlín 12 skýjað Vín 12 skýjað Moskva 7 heiðskírt Algarve 16 léttskýjað Madríd 10 skúrir Barcelona 16 léttskýjað Mallorca 17 heiðskírt Róm 17 heiðskírt Aþena 17 léttskýjað Winnipeg -5 léttskýjað Montreal 3 skúrir New York 16 alskýjað Chicago 9 alskýjað Orlando 27 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 29. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:05 21:47 ÍSAFJÖRÐUR 4:54 22:07 SIGLUFJÖRÐUR 4:37 21:50 DJÚPIVOGUR 4:30 21:20 Hinn árlegi fjölskyldudagur í Gróttu á Seltjarnarnesi verður að þessu sinni haldinn á morgun, laugardaginn 30. apríl, frá kl. 15.30-17.30. Tímasetning Gróttu- dagsins er breytileg frá ári til árs, sem helgast af því að þessi ein- staka fjölskylduhátíð er háð flóði og fjöru. Eitt helsta aðdráttaraflið á Gróttudeginum er sjálfur Gróttu- viti, en þetta er eini dagur ársins þar sem gestum og gangandi er boðið að ganga upp í hann og njóta útsýnisins þaðan. Þá er hægt að kaupa vöffluveitingar á sanngjörnu verði og er þéttskipuð dagskrá í boði fyrir börn og fullorðna. Meðal þess sem boðið er upp á fyrir börnin er krakkajóga, flug- drekasmiðja og andlitsmálun auk þess sem líffræðingar bjóða upp á aðstöðu til að rannsaka og spá í líf- ríkið sem finna má í fjörunni við Gróttu. Leikkonan Lolla, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, mun flytja vel valin lög á gítarinn sinn og syngja með. Harmonikkuleikarinn Flemming Viðar Valmundsson þenur hljóð- færið undir berum himni og sýning verður á vaðfuglum og annarri nýrri hönnun Sigurjóns Pálssonar. Ef veður og vindar leyfa mun brimbrettamaðurinn Kite Surfing leika listir sínar fyrir opnu hafi. Verðlaun verða veitt fyrir frum- legustu Gróttumyndina sem tekin er úr Gróttuvita. Félagar úr Björgunarsveitinni Ársæli munu sjá um að ferja fót- fúna yfir eiðið. Gróttuvitinn opinn almenningi Grótta Líf og fjör á Gróttudegi. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, nýt- ur langmests stuðnings í emb- ætti forseta Ís- lands í könnun Zenter sem RÚV birti í gær- kvöldi. 57,6% þeirra sem af- stöðu tóku töldu líklegast að þeir muni kjósa Ólaf Ragnar, 25,8% Andra Snæ Magna- son og 8,7% Höllu Tómasdóttur. 2,1% nefndu Hrannar Pétursson og 1,5% Bæring Ólafsson en þeir eru báðir hættir við að bjóða sig fram. Aðrir fengu innan við hálft annað prósent. Könnunin var gerð dagana 20. til 28. apríl. 15,3% þeirra sem svöruðu sögðust ekki hafa gert upp hug sinn til forsetaefnanna og tæp 10% sögð- ust ætla að skila auðu. Það þýðir að fjórðungur þátttakenda hefur ekki gert upp hug sinn eða hyggst skila auðu. Að auki sögðust tæp 2% ekki hafa áhuga á að kjósa og annað eins vildi ekki svara. Samtals taka því um 29% ekki afstöðu til frambjóð- endanna. Ólafur Ragnar með 58% Ólafur Ragnar Grímsson Since 1921 Lífræn og nærandi morgunfrú (calendulajurtin) veitir húð barnsins þíns þá vörn og umhyggju sem hún þarfnast. Fullkomin leið til að stuðla að heilbrigðri húð, allt frá fyrsta degi - í samhljómi við mann og náttúru www.weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek, barnaverslanir og heilsuverslanir um allt land Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/WeledaBabyIceland Mamma veit best!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.