Morgunblaðið - 29.04.2016, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 29.04.2016, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 Morgunblaðið/Birkir Fanndal Reykjahlíð Íbúar í Mývatnssveitinni fara að flokka rusl í júní. Mývetningar ætla að koma sér upp flokkunarsvæði í landi Grímsstaða til að geta flokkað rusl. Ekki fékkst leyfi frá land- eigendum í Reykjahlíð og því var samþykkt að ganga til samninga við bændur á Grímsstöðum. Breyta þarf aðalskipulagi og skilgreina lóðina því landið var ekki skipulagt sem slíkt. „Það er komið að því að flokka hér í Mý- vatnssveit eftir áralanga bið,“ segir Jón Óskar Pétursson, sveit- arstjóri Skútustaðahrepps. „Við erum búin að vera í umbreyt- ingum á þessu undanfarin tvö ár. Þetta kemst vonandi í gagnið í júní fyrir heimilin hér í sveitinni. Þá fá allir íbúar sína tunnu og fara að flokka,“ segir Jón. Nýir tímar Aldrei áður hefur sorp verið flokkað í Mývatnssveit, en eitt viðkvæmasta lífríki landsins er í vatninu. Nú verður breyting á sorphirðu. „Svona sorpmóttöku- stöð er alþekkt í öllum bæjar- félögum. Það hefur aldrei verið neitt slíkt svona hér í sveit, bara ruslagámar um sveitina. Nú fá allir íbúar sína tunnu og taka pappann og plastið frá og svo almennan úrgang. Við förum ekki í að taka lífrænan úrgang frá strax en það mun væntanlega gerast. Þetta eru nýir tímar í sorpmálum hér í sveit,“ segir Jón. Mývetningar flokka rusl  Fengu ekki land frá landeigendum í Reykjahlíð Hæstiréttur staðfesti í gær tveggja ára fangelsisdóm yfir Andra Karli Elínar- og Ásgeirssyni sem var sak- felldur í héraðsdómi fyrir að hafa haft samræði við konu á heimili sínu og notfært sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum sökum ölvunar og svefndrunga. Atvik þetta sér stað 4. október 2013. Brotaþoli og kærasti hennar voru gestkomandi á heimili Andra Karls að næturlagi. Gerandinn neit- aði sök í héraðsdómi en dómari mat framburðinn ótrúverðugan. Hann kaus að byggja á framburði brota- þola sem talinn var trúverðugur - og aukinheldur studdur framburði vitna, lögreglumanns og læknis. Ákæruvaldið fór fram á að refs- ing yrði þyngd, en Hæstiréttur varð ekki við því vegna tafa ákæruvalds- ins. Ákærði var dæmdur til að greiða áfrýjunarkostnað, samtals 980 þúsund krónur. Tveggja ára dómur fyrir nauðgun stað- festur í Hæstarétti Öll börn fædd í janúar og fe- brúar í fyrra fá boð um að kom- ast í leikskóla borgarinnar í ágúst. Þetta var ákveðið á fundi borgarráðs í gær „Með þessu verða þau tímamót að öllum börn- um 18 mánaða og eldri býðst leik- skólavist frá og með haustinu en reglur borgarinnar hafa miðast við að börn innritist á leikskóla árið sem þau ná tveggja ára aldri,“ segir í tilkynningu frá borginni. Svigrúm verði til að taka inn fleiri börn í leikskólana á haustmánuðum vegna fækkunar barna á milli ára og verði því um 200 börn yngri en tveggja ára innrituð. Framundan er svo sögð vera vinna við að greina tæki- færi til að bjóða enn yngri börnum leikskólaþjónustu á komandi árum. Öll 18 mánaða börn fá vist á leikskóla Norska vík- ingaskipið Drek- inn Haraldur hárfagri leitaði til hafnar í Leir- vík á Hjaltlands- eyjum vegna smávægilegrar bilunar í reiða. Þetta gerðist á fyrsta degi sigl- ingarinnar og skipið var ekki farið frá Hjaltlandseyjum í gær- kvöldi. Ljóst er að koma þess til Reykjavíkur tefst um einhverja daga. Skipið er stærsta víkingaskip sem smíðað hefur verið á seinni tímum. Það hélt frá Haugasundi í Noregi á þriðjudagsmorgunn með 30 manna áhöfn. Ferðinni er heitið til Ameríku með viðkomu á Íslandi og Grænlandi. helgi@mbl.is Drekinn í viðgerð á Hjaltlandseyjum Drekinn Haraldur hárfagri siglir þöndum seglum. Fullkomnaðu augnablikið með ljúffengri sælkeraköku. – Láttu það eftir þér! H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 1 6 -0 4 2 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.