Morgunblaðið - 29.04.2016, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
SVIÐSLJÓS
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
40-50 börn á aldrinum 4-18 ára koma í
Barnahús á hverju ári vegna þess að
þau hafa sætt óviðeigandi kynhegðun
af hendi annarra barna. Þetta er um
fimmtungur þeirra barna sem til
hússins leita á ári
hverju, en Barna-
hús sinnir mál-
efnum barna sem
grunur leikur á
um að hafi sætt
kynferðislegri
áreitni eða of-
beldi. Flest brotin
felast í káfi eða
þukli. Þá er al-
gengt að gerand-
inn láti þolandann
fróa sér, veita sér munnmök eða fikti í
kynfærum hans. Fullt samræði er
sjaldgæfara og á sér aðallega stað hjá
börnum eldri en 13 ára, að sögn Þor-
bjargar Sveinsdóttur, sálfræðings og
rannsakanda hjá Barnahúsi. Hún
segir að flestir þolendurnir séu stúlk-
ur og flestir gerendanna séu drengir.
15 börn voru 3 ½ til 5 ára
Ekki hafa verið teknar saman tölur
fyrir árið í fyrra en árin 2013-14 komu
109 börn í Barnahús vegna óviðeig-
andi kynhegðunar annarra barna. Al-
gengasta aldursbilið var 13-14 ára, en
á því bili voru 38 börn. Á aldrinum 10-
12 ára voru 18 börn, 15 börn voru á
aldrinum þriggja og hálfs til fimm ára
og 25 börn voru 6-9 ára gömul. 13
börn á aldrinum 15-17 ára komu til
Barnahúss vegna þessa. Þorbjörg
segir að talsverður munur sé á eðli
brotanna eftir því hversu gamlir þol-
endurnir séu og þá séu tengsl ger-
anda og þolanda mismunandi. Þegar
um er að ræða börn á aldrinum
þriggja og hálfs til 12 ára er aldurs-
munurinn á þolanda og geranda meiri
og þeir eru þá oftast tengdir fjöl-
skylduböndum á einhvern hátt-
.„Stundum er um að ræða börn sem
búa á sama heimili og stundum hitt-
ast þau af og til um helgar hjá for-
eldrum. Við sjáum talsvert af brotum
sem gerast í slíkum kringum-
stæðum,“ segir Þorbjörg.
Þegar þolandinn er eldri er oftar
um svokallaðar kunningjanauðganir
að ræða. „En þar eru líka dæmi um
fjölskyldutengsl og þá er þetta stund-
um athæfi sem hefur þróast í langan
tíma; byrjaði í kynferðislegum leikj-
um og endaði með alvarlegu broti,“
segir Þorbjörg.
Hún segir að kynferðisbrot barna
gagnvart börnum geti í sumum til-
vikum verið talvert grófari en slík
brot fullorðinna gagnvart börnum.
Meira sé um hótanir og að líkamlegu
ofbeldi sé beitt. „Ungir gerendur búa
ekki yfir sömu færni og fullorðnir til
að ginna börnin og þess vegna beita
þeir frekar grófu ofbeldi til að fá sínu
fram,“ segir Þorbjörg.
Algengt að kæra brotin
Í gær greindi Morgunblaðið frá því
að 15-20 börn og ungmenni á ári fari í
meðferð á vegum Barnaverndarstofu
vegna óviðeigandi kynhegðunar í
garð annarra barna. Þar kom m.a.
fram að vísbendingar séu um að þetta
sé aðeins fjöldi þeirra barna sem
þurfi á slíkri meðferð að halda. Þor-
björg segir að þennan mun á fjölda
þolenda, sem koma í Barnahús, og
gerenda megi skýra með tvennu.
Annars vegar sé nokkuð um það að
ungmenni brjóti gegn fleiri en einu
barni, hins vegar komi ekki allir ger-
endur til meðferðar.
Spurð hvort algengt sé að mál sem
þessi séu kærð segir hún svo vera, þ.e.
þegar gerandinn hefur náð sakhæf-
isaldri sem er 15 ára. „Við mælum með
því þegar um saknæmt athæfi er að
ræða. Mörgum finnst ósanngjarnt að
það sé ekki hægt að kæra yngri ger-
anda. En við verðum að muna eftir því
að við erum að tala um börn. En það
eru dæmi um að fólk hafi farið í einka-
mál og farið fram á miskabætur. Ég
veit um dæmi þess að börnum hafi ver-
ið dæmdar bætur þó ekki hafi verið
hægt að sækja þann sem braut á þeim
til saka.“
Að öllu jöfnu koma börn í Barnahús
vegna tilvísana barnaverndarnefnda.
Fyrst fer fram rannsóknarviðtal þar
sem barnið segir sögu sína og að því
loknu er barninu vísað í einstaklings-
miðaða meðferð í Barnahúsi sem m.a.
fer eftir aldri barnsins og eðli brot-
anna. „Þessi börn glíma við sömu af-
leiðingar og börn sem fullorðnir brjóta
á. Áfallið, skömmin og sektarkenndin
er ekkert minni,“ segir Þorbjörg.
Brot barna grófari
en brot fullorðinna
40-50 börn í Barnahús árlega vegna brota annarra barna
Morgunblaðið/Eggert
Í Barnahúsi Þangað koma börn sem grunur leikur á um að hafi sætt kyn-
ferðislegri áreitni eða ofbeldi. Um 20% koma vegna brota annarra barna.
Þorbjörg
Sveinsdóttur
Árni Páll Árnason formaður Sam-
fylkingar gefur kost á sér til endur-
kjörs í embættið á landsfundi
flokksins sem verður í næsta mán-
uði. Þau Oddný Harðardóttir, Guð-
mundur Ari Sigurjónsson, Magnús
Orri Schram og Helgi Hjörvar hafa
einnig lýst yfir framboði. Nokkuð
hefur verið sótt að Árna Páli að
undanförnu vegna slaks gengis
Samfylkingarinnar í könnunum, en
hann er ótrauður og vill leiða flokk-
inn í kosningum í haust.
Spurður hvernig hann ætlaði að
fara að því að rífa fylgi flokksins
upp sagði Árni Páll: „Ég held að
það verði ekki verkefni eins manns
að gera það. Alveg sama hver sá
maður yrði sem leiðir Samfylk-
inguna þá getur ekki einn maður
gert það. Ég held að við þurfum
samstillt átak,“ sagði Árni Páll þeg-
ar hann kynnti ákvörðun sína.
„Ég vil að Samfylkingin rækti
arfleifð sína sem róttækur umbóta-
flokkur. Við eigum stórkostlega
sögu,“ sagði Árni Páll. Flokkurinn
hefði náð miklum árangri í síðustu
ríkisstjórn þegar glímt hafi verið
við eftirleik bankahrunsins. Sjálfur
segist Árni Páll tala fyrir breyt-
ingum á fjármálakerfi og stjórn-
arskrá og vill nýjar áherslur í vel-
ferðarmálum.
Halda sínu striki
Í samtölum við mbl.is í gær sögð-
ust frambjóðendurnir Oddný G.
Harðardóttir og Guðmundur Ari
Sigurjónsson, sem er bæjarfulltrúi
á Seltjarnarnesi, þetta engu breyta
um sínar ákvarðanir. Sagðist Guð-
mundur raunar hafa búist við þessu
framboði Árna Páls. „Ég bara held
mínu striki. Það eru engin sérstök
viðbrögð vegna þessa framboðs af
minni hálfu,“ sagði Helgi Hjörvar í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi.
sbs@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Stjórnmál Árni Páll gefur áfram kost á sér sem formaður Samfylkingar.
Samstillt átak til að
auka fylgi flokksins
Fjögur vilja í embætti formannsins
Ólafur Stephensen,
jazzpíanisti og auglýs-
ingamaður, lést í fyrri-
nótt, áttræður að aldri.
Ólafur fæddist í
Reykjavík 1. febrúar
1936. Foreldrar hans
voru Stephan Steph-
ensen, kaupmaður í
Verðanda og Ingibjörg
Stephensen húsfreyja.
Ólafur útskrifaðist
frá Verzlunarskóla Ís-
lands 16. júní 1956 og
stundaði síðar nám í al-
menningstengslum við
Columbia University í
New York auk náms í áróðurstækni
og markaðsfræðum. Hann úrskrif-
aðist árið 1962.
Með Ólafi urðu tímamót í auglýs-
ingastarfi hérlendis, tímabil mark-
aðsmannsins tók við af tímabili
teiknarans. Ólafur kom víða við á
sínum ferli. Á námsárunum starfaði
hann fyrir NBC News og META
kennslusjónvarpið. Hann flutti
fréttapistla í útvarpi Sameinuðu
þjóðanna og hjá Voice of America
auk þess sem hann starfaði fyrir
AFRTS undir höfundarnafninu
Sonny Greco. Ólafur var fram-
kvæmdastjóri Rauða Kross Íslands,
jazzpíanisti í Harlem, í forsvari
fréttamiðstöðvar ráðherrafundar
NATO í Reykjavik 1968 og stjórn-
andi sjónvarpsþáttar í Ríkissjón-
varpinu. Hann var
fyrsti Norðurlanda-
kjörinn félagi í Advert-
ising Club of N.Y,
fyrsti forseti JC
Reykjavik og fyrsti al-
þjóðavaraforseti JC
hreyfingarinnar, um-
sjónarmaður jazzþátta
í ríkishljóðvarpinu,
dómari í verðlauna-
samkeppni banda-
rískra auglýsinga-
manna og virkur
frímúrari á Íslandi og í
Portúgal. Hann var
sæmdur heiðursmerki
finnska Rauða krossins 1967.
Ólafur stofnaði auglýsingastofuna
ÓSA og síðar Gott fólk og var fyrsti
kjörni formaður SÍA. Ólafur skrifaði
fjölda greina í blöð og tímarit um
auglýsinga- og markaðsmál og gaf
út verkið Nýtt og betra árið 1987.
Ólafur Stephensen gaf út þrjár jazz-
plötur undir nafni Tríó Óla Steph,
spilaði músík með fjölmörgum ís-
lenskum og erlendum jazzböndum
og var mikill áhugamaður um skylm-
ingar.
Eftirlifandi eiginkona Ólafs er
Klara Magnúsdóttir Stephensen og
eignuðust þau fjögur börn: Díu
Stephensen f. 1968, Stephan Steph-
ensen f. 1971, Magnús Stephensen f.
1972 og Óla Björn Stephensen f.
1974.
Andlát
Ólafur Stephensen
Síðumúla 11 - Sími 568-6899 - Opið virka daga: 8 til 18; Laugardaga 10 til 14 - www.vfs.is
32.900
Verð
Milwaukee Hleðsluborvél
Borvél frá Milwaukee M12.
Átak 30Nm, kemur með 2x2,0 Ah
rafhlöðum og hleðslutæki.
MW 4933441915
74.900
Verð
Milwaukee borvélasett
Borvél M18 og M12 saman í pakka.
Með fylgja 2x4,0 Ah, 1x2,0Ah rafhlöður
og hleðslutæki.
MW 4933451017
Milwaukee hitajakki Camo
Vandaður hitajakki sem gengur
fyrir M12 rafhlöðum, 3 hitastillingar.
Kemur án rafhlaðna og hleðslutækis.
Til í stærðum M, L, XL
19.990
Verð
Herslulykill 2130XP
Léttur herslulykill frá Ingersoll Rand
Hersla: 34-474 Nm
Losun: 816 Nm
IR 80136112
36.900
Verð