Morgunblaðið - 29.04.2016, Side 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Það sem af er apríl hafa 22 reið-
hjólaþjófnaðir verið tilkynntir til
lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu,
LRH, og eru það færri þjófnaðir en
tilkynntir voru í apríl árin 2014 og
2015. Þó verður að hafa í huga að töl-
urnar fyrir 2014 og 2015 eru fyrir
allan mánuðinn en tölur fyrir 2016
ná til 25. apríl. Því má ætla að til-
kynningum eigi eitthvað eftir að
fjölga.
Nýtt reiðhjól fyrir fullorðinn kost-
ar yfirleitt í kringum 100 þúsund
krónur en hægt er að fá reiðhjól sem
kostar nokkrar milljónir. Síðustu
þrjú ár hefur tilkynningum fækkað
miðað við árin 2010 til 2012. Flestar
tilkynningarnar bárust árið 2010,
þegar tilkynnt var um 812 reið-
hjólaþjófnaði. Árið 2015 bárust hins
vegar 490 tilkynningar, sem erum 25
prósenta fækkun miðað við með-
alfjölda áranna 2010 til 2014. Flest-
um reiðhjólum er stolið frá vori fram
á haust.
Reiðhjólauppboð í maí
Fjöldi reiðhjóla sem skráð voru í
munakerfi lögreglu árið 2015 var 119
en hið árlega reiðhjólauppboð lög-
reglunnar á höfuðborgarsvæðinu
mun fara fram 7. maí næstkomandi.
Vegna verkfalls hjá sýslumanni var
ekki haldið uppboð á síðasta ári og
hefur lögregla því fleiri reiðhjól í
sinni vörslu en áður.
Hlutfall reiðhjóla sem skila sér
aftur til eigenda hefur hækkað lít-
illega, einkum í kjölfar þess að lög-
reglan fór að birta myndir af öllum
reiðhjólum á samfélagsmiðlinum
Pinterest.
Hafa ber í huga að ekki eru öll
brot tilkynnt til lögreglu og gefa
gögnin aðeins innsýn í þau tilvik þar
sem lögregla hafði vitneskju um.
Flestum reiðhjólum er stolið utan-
dyra. Einnig eru dæmi um að reið-
hjólum hafi verið stolið úr hjóla-
geymslu fjölbýlis og eftir að brotist
var inn í bíl. „Það besta sem við ger-
um er að læsa alltaf hjólinu við fast-
an hlut, hvar sem við skiljum þau
eftir, heimavið út í bæ eða í hjól-
geymslunni í fjölbýli,“ segir í svari
Sjóvá við fyrirspurn Morgunblaðs-
ins. „Langbest er að læsa hjólunum
við fastan hlut en þá er t.d. átt við
hjólreiðagrind eða staur. Margar
verslanir og fyrirtæki hafa sett upp
góða hjólastanda utandyra til þess
að mæta þörfum hjólandi fólks. Þó
svo að hjólastandurinn sé aðeins frá
inngangnum sem við ætluðum inn
um þá er það algjörlega þess virði að
fara með hjólið þangað. Munum
einnig að taka verðmæti úr hjóla-
töskunni þegar við skiljum hjólið eft-
ir,“ segir í svari Sjóvá, sem ítrekar
að spara ekki þegar kemur að því að
kaupa lás á hjólið.
Tímabil reiðhjóla-
þjófnaðar runnið upp
Þjófnuðum fer fækkandi Ekki spara lásakaup
Fjöldi tilkynninga um þjófnaði á reiðhjólum
-árin 2010-2015
2010 2012 20142011 2013 2015
Heimild: Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Fj
öl
di
þj
óf
na
ða
900
800
700
600
500
400
300
200
100
0
Fjöldi Meðaltal´10-´14
Morgunblaðið/hag
Hjólreiðar Þjófnuðum á reiðhjólum fjölgar á vorin og fram á haust. Það sem
af er ári hefur 68 hjólum, sem sum kosta mörg hundruð þúsund, verið stolið.
Hæstiréttur stað-
festi í gær fjög-
urra ára fangels-
isdóm yfir
karlmanni á
fimmtugsaldri
fyrir kynferðis-
brot með því að
hafa með ólög-
mætri nauðung
haft samræði og
önnur kyn-
ferðismök við konu sem ekki gat
spornað við verknaðinum sökum
ölvunar. Manninum, Magnúsi Ósk-
arssyni, var enn fremur gert að
greiða konunni 2,2 milljónir króna í
miskabætur með vöxtum og allan
áfrýjunarkostnað upp á tæpa eina
milljón króna.
Af hálfu ákæruvaldsins var þess
krafist að refsing ákærða yrði
þyngd. Ákærði krafðist á móti þess
aðallega að héraðsdómur yrði
ómerktur, til vara að hann yrði
sýknaður en að því frágengnu að
refsing væri milduð. Mál þetta hef-
ur verið nokkuð lengi í dómskerf-
inu. Fyrst var Magnús dæmdur í
héraðsdómi en þeirri niðurstöðu
var áfátt að mati Hæstaréttar sem
sendi málið til baka. Nú hefur það
loks verið til lykta leitt.
Magnús var sakfelldur í héraði
fyrir að hafa notfært sér líkamlega
yfirburði sína og ölvunarástand
konunnar til þess að nauðga henni
aðfaranótt 28. mars 2013. Magnús
hélt því fram að allar athafnir hans
hafi verið með samþykki konunnar
og að hann hafi ekki beitt hana of-
beldi.
Dómurinn leit hins vegar til
framburða vitna um rænulítið
ástand konunnar umrædda nótt og
um klæðnað og ástand hennar dag-
inn eftir. Þá samrýmdust áverkar
frásögn konunnar um valdbeitingu
og því var dómsniðurstaðan sem
fyrr greinir.
Fjögurra ára fangelsi
fyrir kynferðisbrot
Framburður þolanda og vitna réði
Hæstiréttur
Dómhúsið
Utankjörfund-
aratkvæðagreiðsla
erlendis vegna
forsetakosning-
anna 25. júní má
hefjast á morgun
30. apríl. Fer hún
fram í öllum sendi-
ráðum Íslands er-
lendis, aðalræð-
isskrifstofum
Íslands í New
York, Winnipeg,
Nuuk og Þórshöfn í Færeyjum, skv.
frétt utanríkisráðuneytisins.
Einnig er unnt að kjósa utan kjör-
fundar eftir samkomulagi hjá kjör-
ræðismönnum Íslands erlendis, sam-
anber meðfylgjandi lista.
Vekur ráðuneytið athygli kjósenda
á því, að þeim ber sjálfum að póst-
leggja atkvæði sín eða koma þeim á
annan hátt í tæka tíð til viðkomandi
kjörstjórnar á Íslandi.
Bessastaðir For-
setakosningarnar
fara fram 25. júní.
Kosning erlendis má
hefjast á morgun
Fæst íapótekum,Krónunni,Fjarðarkaup,
Hagkaup,NettóogGrænheilsa.
Duft í kalt vatn eða boost
Styður:
Efnaskipti og öflugri brennslu
Minni sykurlöngun
Slökun og svefn
Vöðva og taugastarfsemi
Gott á morgnana og kvöldin
1/3 tsk = 350mg - ekkert bragð
Mikil virkni
Náttúrulegt
Þörungamagnesíum
ENGIN
MAGAÓNOT
Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 525 8210
eddaehf@eddaehf.is • www.eddaehf.is
EDDA
HEILDVERSLUN
Stofnsett 1932
Allt lín fyrir:
Hótelið - Gistiheimilið - Bændagistinguna - Airbnb
Rúmföt og lök
Handklæði
Sængur og koddar
Sloppar og inniskór
Vertu upplýstur!
blattafram.is
MÖRG ÞEKKJUM VIÐ BÆÐI
ÞOLENDUR OG GERENDUR
KYNFERÐISOFBELDIS
PERSÓNULEGA.
ERUM VIÐ AÐ SAMÞYKKJA
ÞAÐ MEÐ ÞÖGNINNI?
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Við erum á facebook
Buxnaleggings
kr. 6.900
Litir: drappað, svart
Str. S-XXL