Morgunblaðið - 29.04.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 29.04.2016, Síða 13
Morgunblaðið/Styrmir Kári Þungarokkarastíll María Rós er með lokk í nefi, skartar skærrauðu hári og uppáhaldsliturinn hennar er svartur. Vertigo F.v. Sven, Vilberg, Ingólfur og María Rós á Gauknum. hljómsveitinni Vertigo stundum verið líkt við bönd á borð við Royal Blood, Arctic Monkeys og The Cult. Auk Maríu Rósar, sem spilar á gítar, skipa sveitina Vilberg Smári Elíasson á bassa, Alfreð Þrastarson á tromm- ur, Ingólfur Páll Matthíasson söngv- ari og Sven Oliver á gítar. Í grunninn spilar sveitin þungarokk, þótt hún kunni sitthvað fleira fyrir sér. „Við leikum yfirleitt frumsamda tónlist, en tökum líka „kóverlög“ ef stemmningin er þannig. Flest lögin eru eftir mig eða Sven, en hann er líka textasmiðurinn. Vertigo kom fyrst fram á Íslenska rokkbarnum í Hafnarfirði í haust, en síðan höfum við spilað reglulega á Bar 11, þar sem ég er bókari,“ segir María Rós. „Ég sé um að bóka hljómsveitir,“ bætir hún við. Hvernig er fyrir stelpu að lifa og hrærast í því karlavígi sem þunga- rokkið er? „Bara mjög gaman. Stöðugt fleiri stelpur eru farnar að spila og slá í gegn með þungarokkssveitum. Þungarokkið er ekkert karlavígi leng- ur.“ Hver er munurinn að spila á gít- ar eða bassa? „Fjórir strengir og sex strengir.“ Hmm.... en hvort er skemmti- legra? „Ég er miklu vanari að spila á gítar og finnst það meira frelsi. Þótt ég hafi verið bassaleikari í Rafmagn- að og spilað nokkrum sinnum með þeirri sveit á Músíktilraunum finnst mér miklu skemmtilegra að spila á gítar.“ Krafturinn heillar Upp úr dúrnum kemur að María Rós hefur fjórum sinnum áður komið fram og spilað á gítar, bassa eða hvort tveggja á Músíktilraunum. Henni finnst hrikalega gaman að taka þátt í hátíðinni og er alsæl með árangur Vertigo, sem komst í undanúrslit í ár. Samt segist hún alltaf fá svakalegan sviðsskrekk og vera dauðhrædd um að klúðra öllu. Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér í tónlistinni? „Ég ætla klárlega ekki að hætta í bráð, vonandi aldrei. Krafturinn í þungarokkinu heillar mig. Aðal- atriðið er samt að hafa gaman af og semja góða tónlist. Ég hefði ekkert á móti því að mennta mig í tónlist en það hentar mér ekki núna, ég hef engan tíma.“ Eru einhverjir peningar í þessu? „Nei, bara kostnaður og mikið stúss. Við fáum kannski nokkra bjóra og svo kostar að keyra allt dótið fram og til baka. Ég bý náttúrlega enn hjá foreldrum mínum þannig að ég þarf ekki mikla peninga.“ Af hverju fórstu að læra raf- virkjun? „Mér fannst það praktískt og ekki kalla á að maður sæti við borð frá klukkan níu til fimm alla daga. Einnig kemur sér vel fyrir mig að kunna að stilla og laga magnara, ped- ala og aðrar hljómsveitargræjur, þótt það hafi ekki verið aðalatriðið.“ Rokksenan á Íslandi heillar og því gæti farið svo að María Rós taki sér frí frá námi í eitt ár eða svo. Næst á dagskrá er sumarstarf í Rafholti, ásamt því að hafa bókanir á Bar 11 áfram með höndum. Og æfingar og spilerí með Vertigo, aðallega ánægj- unnar vegna. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2016 Músíktilraunir eru tónlistarhátíð ungmenna 13-25 ára, sem í ár var haldin 2.-5. apríl í Hörpu. María Rós keppti fimmta árið í röð og spilaði að þessu sinni á bassa með Rafmagnað og gítar með Vertigo, sem komst í undan- úrslit. Ferill hennar í Músíktilraunum að öðru leyti: 2012 spilaði á gítar með Free Fall. Popp/rokk. 2013 á gítar með Yellow Void, sem var kosin hljómsveit fólksins. Popp/ rokk. 2014 á gítar með Lotningu og bassa með Rafmagnað. Þungarokk. 2015 á bassa með Rafmagnað. Þungarokk. Gítar- og bassaleikari MÚSÍKTILRAUNIR HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði Transporter hefur fylgt kynslóðum af fólki sem hefur þurft á traustum og áreiðanlegum vinnuþjarki að halda sem leysir krefjandi og fjölbreytt verkefni. Hann er framhjóladrifinn með fullkominni stöðugleikastýringu og spólvörn en er einnig í boði með fjórhjóladrifi og sjö þrepa sjálfskiptingu. Byggir á traustum grunni www.volkswagen.is AtvinnubílarHEKLA býður gott úrval atvinnubíla og góða þjónustu. Nýr Volkswagen Transporter Nýr Volkswagen Transporter kostar frá 4.590.000 kr. (3.701.613 kr. án vsk)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.